Þróttur R.
1
3
Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic '8
0-2 Daníel Finns Matthíasson '50
0-3 Máni Austmann Hilmarsson '61
Esau Rojo Martinez '82 1-3
19.06.2020  -  20:00
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Geggjaðar, 10-12 stiga hiti og heiðskýjað
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 420
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Magnús Pétur Bjarnason ('75)
2. Sindri Scheving
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson ('75)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
22. Oliver Heiðarsson ('68)
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
9. Esau Rojo Martinez ('75)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson ('68)
20. Djordje Panic ('75)
21. Róbert Hauksson

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Magnús Stefánsson
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('23)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta komið! Sanngjarn sigur Leiknis þegar upp er staðið. Skýrsla og viðtöl á leiðinni
92. mín
Inn:Andi Hoti (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna. Heimamenn reyna að pressa aðeins á lokametrunum
86. mín
Markið hefur gefið Þrótturum örlítinn kraft. Kemur sennilega aðeins of seint þó
82. mín MARK!
Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
Stoðsending: Lárus Björnsson
Nýjasti framherji Þróttar var ekki lengi að þessu! Nýkominn inn á og stangar boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Lárusi Björnssyni. Spurning hvort þetta gefi heimamönnum örlítinn kraft á lokamínútunum
79. mín
Bæði lið gera breytingar. Úrslitin eru ráðin og nú prófa menn aðra hluti
77. mín
Inn:Róbert Vattnes Mbah Nto (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
77. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
76. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
75. mín
Inn:Djordje Panic (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Esau Rojo Martinez (Þróttur R.) Út:Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.)
75. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.)
Stórhættuleg tækling sem reyndar hitti ekki. en gult engu að síður
71. mín
Þróttarar komast loksins nálægt marki gestanna. Lárus Björnsson á ágætis fyrirgjöf en enginn mættur til að gera eitthvað úr því
70. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
70. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
68. mín
Inn:Lárus Björnsson (Þróttur R.) Út:Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Oliver ekki fundið sig í dag
66. mín
Máni Austmann á hér lúmskt skot sem Lalic ver með fætinum. Þetta gæti endað illa fyrir heimamenn
66. mín
Daníel Finns með ágætis skot utan teigs sem fyrir yfir
64. mín
Gunnar Guðmundsson hlýtur að vera fara að huga að breytingum á liði sínu. Heimamenn eru heillum horfnir og hafa í raun verið sundurspilaðir í þessum seinni hálfleik
61. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Dagur Austmann
Þá er þetta sennilega komið hjá gestunum! Bræðurnir vinna þarna vel saman. Dagur kemur boltanum fyrir og hittir kollinn á Mána bróður sínum sem laumar honum í hornið fram hjá Lalic
56. mín
Lalic ver frá Degi Austmann eftir laglegt spil hjá gestunum. Allur vindur virðist vera farinn úr Þrótturum
56. mín
Ágætis sókn hjá Leiknismönnum endar með máttlausu skoti frá Sævari Atla
54. mín Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
54. mín
Gestirnir virðast hafa náð stjórn á leiknum aftur með þessu marki. Þróttur kemst lítið áleiðis
50. mín MARK!
Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Gestirnir vinna boltann á hættulegum stað fyrir framan teig Þróttara. Boltinn berst til Daníels úti vinstra megin sem hamrar hann óverjandi í vinstra hornið
49. mín
Meira líf í heimamönnum. Daði Bergsson á ágætis skot fyrir utan miðjan teiginn sem fer yfir markið
47. mín
Þróttarar byrja seinni hálfleikinn af krafti, halda boltanum aðeins betur
45. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað. Engar breytingar á liðunum
45. mín
Hálfleikur
Þetta voru síðustu atvik fyrri hálfleiks. Egill flautar til hálfleiks. Leiknismenn ívið betri í fyrri hálfleik og leiða verðskuldað. Þróttarar virtust þó vakna til lífsins. Verður fróðlegt að sjá hvernig þeir mæta til leiks í síðari hálfleik
45. mín
Undarlegur dómur við fyrstu sýn hér hjá Agli dómara. Smit virðist taka Hafþór Pétursson niður í teignum eftir darraðadans eftir hornspyrnu. Egill dæmir hins vegar brot á Hafþór og heimamenn mjög ósattir. Þetta var skrítið!
40. mín
Leikurinn aðeins dottið niður núna. Bæði lið virðast vera farin að hugsa til leikhlés
37. mín
Heimamenn virðast vera vaknaðir. Komin meiri barátta og áhorfendur taka aðeins við sér
35. mín
Þetta er aðeins betra frá Þrótti. Ná að halda boltanum aðeins og ógna marki Leiknis aðeins
32. mín
Þróttur nær loksins að halda boltanum aðeins! Aron Þórður með ágætis skot en fram hjá markinu
29. mín
Annað markið liggur í loftinu. Spurning hvort það komi fyrir hlé
28. mín
Ernir Bjarnason með þrumuskot em Lalic ver með fingurgómunum í horn!
27. mín
Vuk enn og aftur! Lætur vaða vinstra megin úr teignum en Lalic ver á verði og ver í horn
24. mín
Enn er brotið á Vuk á vinstri kantinumm. Aukaspyrna sem Leiknir á en ekkert kemur út úr henni
23. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
22. mín
Loksins smá líf hjá heimamönnum. Vinna boltann ofarlega á vellinum og Aron Þórður með lúmskt skot sem Smit ver í horn. Hafþór Pétursson með skalla úr hornspyrnunni en yfir markið
21. mín
Vuk kemst í gegnum vörn Þróttara eftir langan bolta úr vörninni en setur boltann fram hjá. Buinn að vera stórhættulegur í þessum fyrri hálfleik
19. mín
Gestirnir úr Breiðholtinu eru með öll völd á leiknum, halda boltanum og Þróttarar eru enn týndir, við lýsum eftir þeim!
17. mín
Heimamenn eru hálf rænulausir ennþá. Þurfa að fara að mæta til leiks hér
13. mín
Leiknismenn stjórna leiknum algjörlega þessa stundina, heimamenn komast lítið sem ekkert í boltann
11. mín
Aftur eru Leiknismenn í færi. Eftir laglegt þríhyrningaspil fær Vuk boltann og nær ágætis skoti á markið sem Lalic ver. Máni Austmann hirðir frákastið en setur boltann í stöngina!
8. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Leiknir eru komnir yfir! Annað stutt horn frá Leikni, Vuk fær boltann á vinstri kantinum og gefur hann fyrir. Boltinn sneiðir fram hjá öllum í teignum og Lalic markmanni og endar í netinu!
5. mín
Leiknir tekur hornspyrnu stutt og senda fyrir, boltinn er hreinsaður frá og Brynjar Hlöðversson á skot sem Lalic ver
4. mín
Þarna mátti litlu muna! Brynjar Hlöðversson missir boltann klaufalega frá sér og Aron Þórður snöggur til og kemst inn fyrir, leikur á smit en tekst ekki að komast í gott skotfæri
2. mín
Þróttur er nálægt því að komast inn fyrir. Oliver Heiðar fær boltann inn fyrir vörnina en Smit er vel á verði
1. mín
Þá er þetta komið af stað! Þróttur byrjar með boltann
Fyrir leik
Guy Smit byrjar í marki Leiknis en hann er nýgenginn í raðir Leiknis.

Hann kemur með meðmælum frá Hannesi Halldórssyni landsliðsmarkverði en þeir léku saman NEC Nijmegen í Hollandi
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Athygli vekur að Dion Acoff er hvergi sjáanlegur á lista hjá Þrótturum
Fyrir leik
Leiknismenn eru einnig komnir í 32.liða úrslit Mjólkubikarsins. Þeir lögðu Kára örugglega 5-0 í annari umferð og mæta KA mönnum fyrir norðan í 32.liða úrslitum í hörkuleik.
Fyrir leik
Nokkur skörð hafa verið höggvin í leikmannahóp Leiknis. Þar ber helst að nefna að markvörðurinn og fyrirliðinn Eyjólfur Tómasson hefur lagt skóna á hilluna. Þá fór Nacho Heras til Keflavíkur. Þeir hafa þó fengið Brynjar Hlöðversson heim í Breiðholtið frá HB í Færeyjum. Einnig hafa þeir fengið hollenskan markvörð, Guy Smit til að fylla skarð Eyjólfs
Fyrir leik
Leiknismenn voru hársbreidd frá því að komast upp í fyrra, enduðu í þriðja sæti. Í ár er þeim spáð 5.sæti en Leiknir er þó talið eitt af þeim liðum sem verður að berjast um að komast upp.

Sigurður Heiðar Höskuldsson fer inn í sitt fyrsta heila tímabil með Leikni en hann tók við í Júní á síðasta tímabili eftir að hafa verið aðstoðaþjálfari hjá Stefáni Gíslasyni.
Fyrir leik
Þróttarar eru komnir í 32.liða úrslit Mjólkubikarsins þar sem þeir munu fá FH í heimsókn í Laugardalinn. Þeir sigruðu Álafoss í fyrstu umferð og lögðu svo Vestra í annari umferð.
Fyrir leik
Þróttarar enduðu í 10.sæti í fyrra og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Í spá þjálfara og fyrirliða er þeim aftur spáð því að enda í 10. sæti.

Gunnar Guðmundsson er tekinn við Þrótti en hann var síðast aðstoðarþjálfari Grindavíkur. Þróttarar hafa bætt við sig nokkrum leikmönnum í vetur en þar eru auðvitað stærstu fréttirnar þær að Dion Acoff er kominn aftur í Laugardalinn eftir stutt stopp í Finnlandi. Einnig hafa þeir samið við markvörðinn Franko Lalic sem kemur frá Víkingi Ólafsvík og þá hafa þeir fengið spænskan framherja, Esaú Rojo Martinez en hann kemur frá Torrejón.
Fyrir leik
Góðan Dag lesendur góðir og velkominn með okkur í beina textalýsingu frá leik Þróttar Reykjavík og Leiknis Reykjavík

Fótboltasumarið hófst formlega um síðustu helgi þegar efstu deildirnar fóru af stað og nú er komið að lengjudeildinni sem er ekki síður spennandi í ár. Flestir spá fallliðunum tveimur frá því í fyrra, ÍBV og Grindavík upp úr Lengjudeildinni en ljóst er að fleiri lið munu berjast um hítuna og ekkert verður gefið eftir!
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Sólon Breki Leifsson ('77)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('70)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('77)
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('70)
10. Daníel Finns Matthíasson ('92)
11. Brynjar Hlöðversson
23. Dagur Austmann
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
8. Árni Elvar Árnason ('70)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('70)
21. Shkelzen Veseli
23. Arnór Ingi Kristinsson ('77)
80. Róbert Vattnes Mbah Nto ('77)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Guðni Már Egilsson
Andi Hoti
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Daníel Finns Matthíasson ('54)
Árni Elvar Árnason ('76)

Rauð spjöld: