Nettóvöllurinn
föstudagur 03. júlí 2020  kl. 19:15
Lengjudeild karla
Aðstæður: Suðvestan 9 metrar á sekúndu sól og um 12 gráðu hiti. Völlurinn fallegur að vanda
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon
Keflavík 1 - 2 Leiknir R.
1-0 Dagur Austmann ('35, sjálfsmark)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson ('55)
1-2 Daníel Finns Matthíasson ('60)
Myndir: Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
3. Andri Fannar Freysson ('75)
4. Nacho Heras
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('75)
11. Adam Ægir Pálsson ('75)
14. Dagur Ingi Valsson ('66)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
6. Ólafur Guðmundsson ('75)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('75)
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('75)
38. Jóhann Þór Arnarsson
44. Helgi Þór Jónsson ('66)
99. Kian Williams

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Ómar Jóhannsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Adam Ægir Pálsson ('17)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('49)
Sindri Þór Guðmundsson ('69)
Helgi Þór Jónsson ('81)
Joey Gibbs ('89)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Það eru Leiknismenn sem fara með stiginn þrjú héðan af Nettó-vellinum og það verðskuldað!
Eyða Breyta
94. mín
Sævar klókur og sækir aukaspyrnu á Nacho. Tekur sekúndur af klukkunni.
Eyða Breyta
93. mín
Tíminn að renna út fyrir heimamenn sem reyna hvað þeir geta.
Eyða Breyta
92. mín
Önnur geggjuð varsla hjá Guy, Slær skalla í horn sem var á leið í netið.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Rígheldur í Nacho.
Eyða Breyta
90. mín Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)

Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Brýtur af sér og tuðar helst til mikið að smekk Einars.
Eyða Breyta
86. mín
Ari Steinn með fínt skot úr erfiðri stöðu en boltinn beint á Guy
Eyða Breyta
85. mín
Sólon ekki lengi að koma sér í fína stöðu og á skot en Sindri ver. Nacho hreinsar svo.
Eyða Breyta
84. mín Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.) Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
83. mín
Joey Gibbs fer niður í teignum og sannfærður um að hann eigi að fá víti. Einar er ekki sammála áfram með leikinn.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Helgi að sleppa í gegn en Máni Austmann kemst fyrir og Helgi tekur hann niður og uppsker gult.
Eyða Breyta
79. mín
Þvííkar vörslur!!!!! Þreföld hvorki meira né minna. Eftir mikin darraðadans í teignum ná Keflvíkingar þremur skotum að marki Leiknis af stuttu færi..... Guy Smit eins og köttur á línunni og ver stórkostlega í þrígang.
Eyða Breyta
79. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
76. mín
Það verður eitthvað um uppbótartíma hér í lokinn. Leiknismenn hafa fengið að finna fyrir því og þurft nokkrum sinnum á aðhlynningu að halda. Spjalda þessar dúkkur heyrist úr stúkunni. Menn hafa skoðanir hér í Keflavík og alls ekki sáttir við gang mála.
Eyða Breyta
75. mín Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Adam Ægir Pálsson (Keflavík)

Eyða Breyta
75. mín Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Adam Árni Róbertsson (Keflavík)

Eyða Breyta
75. mín Ólafur Guðmundsson (Keflavík) Andri Fannar Freysson (Keflavík)

Eyða Breyta
74. mín
Sá ekki hvað gerðist þarna en Leiknismaður liggur á vellinum eftir skyndisókn.
Eyða Breyta
72. mín
Rúnar Þór með ágætis skottilraun en boltinn fer yfir.
Eyða Breyta
70. mín
Fyrir áhugasama er leikur Vals og ÍA í Pepsi Max deildinni í gangi nuna en hann hófst klukkan 20. Um 40 mínútur eru liðnar og staðan er 0-3 fyrir gestinna af Skipaskaga.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
68. mín
Sá ætlaði að klína honum. Daníel Finns með skot af vítateigslínunni en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
67. mín Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Dagur Austmann (Leiknir R.)
Dagur meiddur og þarf að fara af velli.
Eyða Breyta
66. mín Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Eyða Breyta
64. mín
Gestirnir úr nafla alheimsins Breiðholtinu hafa stjórnað leiknum frá a til ö hér í síðari hálfleik og forysta þeira fyllilega verðuskulduð.
Eyða Breyta
62. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.), Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Maaaark!!!!

Sævar Atli fær boltann í fætur með bakið í markið, leggur botlann í hlaupið hjá Daníel sem lætur vaða af 25 metrum og boltinn syngur í samskeytunum. Sindri átti aldrei möguleika í markinu!

Þvílíkt skot!
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
56. mín
Vuk leikur sér að Rúnari í vörn Keflavíkur og á fyrirgjöf sem Keflavík skallar frá.
Eyða Breyta
55. mín MARK! Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
Maaark!!!!!

Ætla kalla þetta verðskuldað!. Máni fær sendingu inn fyrir vinstra meginn á vellinum og klárar afskaplega smekklega yfir Sindra í markinu.
Eyða Breyta
53. mín
Eysteinn AD 1 er í tómu bulli hér í dag. Fyrst galin rangstaða á Leikni og mark tekið af þeim. Nú augljós hornspyrna fyrir Keflavík en niðurstaðan markspyrna.
Eyða Breyta
50. mín
Daníel Finns með skot úr aukaspyrnunni en beint á Sindra.
Eyða Breyta
49. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
Hugsar bara um að taka Vuk niður og uppsker réttilega gult.
Eyða Breyta
48. mín
Adam Árni með frábæra móttöku , kassar boltann niður og nær skoti en framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn byrja með knöttinn.
Eyða Breyta
45. mín
Held að twitter frá Kristjáni Óla tali sínu máli. Leiknir hreinlega rændir marki.
Eyða Breyta
45. mín Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Leiknir gerir breytingu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Keflavík. Keflavík leiðir í leikhléi eftir mark úr föstu leikatriði. Leiknismenn þó síst lakari aðilinn í leiknum.

Verður spennandi að fylgjast með síðari hálfleiknum.
Eyða Breyta
44. mín
Gibbs liggur á vellinum eftir samstuð. Var dæmdur brotlegur en hefur farið verr út úr því sjálfur.
Eyða Breyta
42. mín
Illa farið með frábæra stöðu!

Dagur Ingi kemst inn á teiginn hægra meginn og á skot/fyrirgjöf sem siglir framhjá. Gibbs var gapandi frír í teignum.
Eyða Breyta
41. mín
Snörp sókn Kelfavíkur endar með fyrirgjöf í hendur Smits. Adam ægir hafði þó farið niður í teignum áður og beðið um eitthvað en Einar lét sér fátt um finnast.
Eyða Breyta
40. mín
Máni Austmann með skot rétt framhjá eftir snarpa sókn.
Eyða Breyta
36. mín
Sindri Kristinn með flotta vörslu og ver boltann í horn.
Eyða Breyta
35. mín SJÁLFSMARK! Dagur Austmann (Leiknir R.)
Mark!

Sá ekki betur en Nacho hafi skallað þennan í netið eftir hornspyrnu. Gæti hafa verið sjálfsmark þó.
Eyða Breyta
30. mín
Máni Austmann veldur usla í vörn Keflavíkur sem hreinsa fyrirgjöf hans á síðustu stundu.
Eyða Breyta
29. mín
Joey Gibbs í færi eftir góðan undirbúning Rúnars en skot hans laust og Smit hirðir boltann.
Eyða Breyta
27. mín
Í þeim rituðu orðum Leiknismenn skalla ágæta fyrirgjöf Sindra Þórs í horn. Fá annað horn í kjölfarið.
Eyða Breyta
26. mín
Boltinn hreinsaður í bakið á Sævari Atla og þaðan í fang Sindra. Lítið um opin færi.
Eyða Breyta
21. mín
Leiknismenn skora!!! Eftir snarpa sókn sýnist mér það vera Sævar Atli sem kemur boltanum í netið en flaggið fer á loft svp það stendur ekki.

Sindri hefur fengið högg við að freista þess að verja og fær aðhlynningu en stendur fljótt upp og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Heimskulegt spjald. Sparkar boltanum í burtu eftir brot. Einar ekki með húmor fyrir því.
Eyða Breyta
17. mín
Vuk keyrir inn á teiginn og rennir boltanum fyrir en Nacho kemst fyrir og Sindri hirðið boltann.
Eyða Breyta
16. mín
Heimamenn að hressast og ná smá pressu á gestina en ekki náð að skapa sér færi.
Eyða Breyta
11. mín
Sævar Atli kemst í gegn um vörn Keflavíkur eftir snarpa sókn en setur boltann yfir.
Eyða Breyta
10. mín
Keflavík fær horn. Boltanum komið frá en Leiknismaður liggur í teignum. Stendur þó upp og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
9. mín
Sindri Þór á harða spretti upp hægri vænginn en brotið á honum. Aukaspyrna á góðum stað fyrir fyrirgjöf.
Eyða Breyta
6. mín
Slök hreinsun dettur beint fyrir fætur Vuk í teig Keflavíkur en hann nær ekki að leggja boltann fyrir sig og færið rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
6. mín
Leiknir fær horn.
Eyða Breyta
5. mín
Keflvíkingar í skyndisókn. Adam Ægir með boltann vinstra meginn og leggur hann á Joey Gibbs en skot hans arfaslakt á beint á Smit í markinu.
Eyða Breyta
3. mín
Þetta fer rólega af stað. Leiknismenn haldið boltanum hér í upphafi og þreifað sig áfram.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík Það eru gestirnir sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ólafur Guðmundsson miðjurmaður úr Breiðablik sem gekk til liðs við Keflavík á lánssamning nú á dögnum er á bekk Keflavíkur í dag.

Vuk Oskar Dimitrijevic er að sjálfsögðu í liði Leiknis og fagna ég því að fá tækifæri til að sjá hann spila. Eðalleikmaður þar á ferð sem ég er viss um að við eigum eftir að sjá mikið af á næstu árum. En hann er á leið til FH að tímabilinu loknu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sólin skín hér á Nettóvöllinn og leikmenn að hita upp. Allt til alls til þess að við fáum flottan leik hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis á góðar minningar héðan úr Keflavík en hans fyrsti leikur eftir að hafa tekið við sem aðalþjálfari Leiknis var á Nettó-vellinum gegn Keflavík þar sem Leiknir vann 1-3 sigur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn úr Keflavík hafa komið fljúgandi úr blokkunum þetta sumarið og hafið mótið af gríðarlegum krafti. Tveir sigrar í tveimur leikjum og markatalan 9-1 myndi teljast ágætt á flestum bæjum.

Keflavík hóf mótið á 5-1 sigri á Aftureldingu á Nettó-vellinum. Í annari umferð héldur Keflvíkingar vestur á Snæfellsnes og mættu þar Víkingum frá Ólafsvík.

Lokatölur þar urðu 0-4 Keflavík í vil en kunnir menn segja þó að úrslit leiksins hafi ekki endurspeglað hvernig leikurinn þróaðist en Keflavík skoraði 3 af 4 mörkum sínum eftir 80.mínútu. Mögulega hefur þreyta hjá Ólsurum haft eitthvað með það að gera en þeir fóru í gegnum 120 mínútur + vítaspyrnukeppni gegn nöfnum sínum úr Reykjavík 4 dögum fyrr.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir úr Breiðholti hafa farið ágætlega af stað í Lengjudeildinni og sitja í 5.sæti með 4 stig eftir tvær umferðir.

Leiknir gerði góða ferð á Eimskipsvöllinn í fyrstu umferð og lagði Þrótt að velli 1-3. í annari umferð komu Vestramenn á heimsókn á Domus-Nova völlinn. Leikurinn sá endaði með markalausu jafntefli eftir rigningarleik þar sem gul spjöld voru í aðalhlutverki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Leiknis sem fram fer á Nettó-vellinum í Keflavík
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson ('45)
6. Ernir Bjarnason
7. Máni Austmann Hilmarsson ('84)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
23. Dagur Austmann ('67)
24. Daníel Finns Matthíasson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('90)

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('67) ('90)
9. Sólon Breki Leifsson ('84)
14. Birkir Björnsson
28. Arnór Ingi Kristinsson
88. Ágúst Leó Björnsson

Liðstjórn:
Diljá Guðmundardóttir
Hörður Brynjar Halldórsson
Valur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('58)
Sólon Breki Leifsson ('91)

Rauð spjöld: