Origo völlurinn
mánudagur 06. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Bongó með léttri golu á annað markið
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Valur 3 - 0 Stjarnan
1-0 Hlín Eiríksdóttir ('5)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('16)
3-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('60)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('73)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('82)
22. Dóra María Lárusdóttir ('82)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('82)
7. Elísa Viðarsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('82)
77. Diljá Ýr Zomers ('73)

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Mist Edvardsdóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í kvöld með 3:0 sigri Vals.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu á eftir
Eyða Breyta
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma á Hlíðarenda
Eyða Breyta
89. mín Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan) Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
89. mín Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir (Stjarnan) Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Aftur tvöföld skipting hjá garðbæingum. Að mínu mati hefði þessi skipting þurft að koma fyrr. Held að þetta sé ekki að fara að breyta neinu úr þessu.
Eyða Breyta
85. mín
Hlín fær óvænt boltann við vítateigslínuna og reynir skot sem Birta ver í horn. Það kemur ekkert úr hornspyrnunni
Eyða Breyta
83. mín
Annars er bara frekar lítið að frétta þessa stundina, mjög rólegt yfir þessu öllu saman
Eyða Breyta
82. mín Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)

Eyða Breyta
82. mín Arna Eiríksdóttir (Valur) Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Einnig tvöföld hjá þeim rauðklæddu. Gaman að því að systurnar þrjár fái allar að spila inn á saman
Eyða Breyta
73. mín Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
73. mín Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan) Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni
Eyða Breyta
73. mín Diljá Ýr Zomers (Valur) Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Diljá kemur hér inn og fær að spila síðustu 20. Hún var í Stjörnunni í fyrra og spilar því á móti sínum gömlu liðsfélögum
Eyða Breyta
72. mín
Betsy með flottan bolta inn fyrir á Snædísi sem á fínasta skot en boltinn fer rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
69. mín
Valur aftur í ágætis færi. Hlín fær boltann út til hægri, keyrir inn að teig og reynir skot en Birta er örugg í markinu og tekur þennan
Eyða Breyta
65. mín
Úff þarna munaði litlu. Jasmín með afleita sendingu á miðjunni sem Hlín kemst inn í og tekur á sprett upp völlinn, fíflar tvær í Stjörnunni og tekur loks skotið en það er rétt framhjá
Eyða Breyta
63. mín Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Snædís var flott í síðasta leik Stjörnunnar og skoraði eina mark þeirra gegn Selfyssingum
Eyða Breyta
60. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Valskonur bæta hér við þriðja markinu! Hlín kemur með flotta fyrirgjöf frá hægri sem lendir hjá Elínu Mettu sem á skot í varnarmann. Þaðan berst boltinn til Ásdísar sem skorar af öryggi
Eyða Breyta
57. mín
Málfríður sækir hornspyrnu sem Hallbera tekur. Spyrnan er alveg yfir á fjær en þar missir Ída Marín af boltanum
Eyða Breyta
55. mín
Hættuleg sókn hjá Val. Elín með frábæran bolta út á Hlín sem kemur með góðan bolta inn í teig en Ásdís er ekki búin að koma sér í nógu gott svæði og er Birta fyrst á boltann
Eyða Breyta
54. mín
Valur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir að Katrín brýtur á Elínu Mettu. Dóra María tekur skotin en það er ekki gott og fer beint í vegginn
Eyða Breyta
53. mín
Elín Metta reynir hér fyrsta skot seinni hálfleiks. Hún fær boltann vel fyrir utan teig en skotið er hátt yfir
Eyða Breyta
51. mín
Fyrstu mínútur seinni hálfleiks hafa verið afar rólegar hér á Hlíðarenda
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Gestirnir hefja leik.

Það var smá töf á því að leikurinn byrjaði þar sem vökvunarkerfi var í gangi á vellinum. Þegar það var loksins slökkt á því gátu leikar hafist
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur hjá okkur hér í kvöld. Valur leiðir 2:0 gegn Stjörnunni. Garðbæingar hafa þó fengið fín fári og náð að spila flottan sóknarleik eins og Valur. Spennandi að sjá hvernig seinni hálfleikur þróast. Ég ætla allavega að spá því að hann verði skemmtilegur og að við fáum nokkur mörk
Eyða Breyta
42. mín
Elín með frábæran snúning og reynir skot sem fer framhjá markinu. Hún á ennþá eftir að koma sér á blað í dag
Eyða Breyta
40. mín
Stjarnan aftur að koma sér í fínt færi, Hildigunnur fær flotta stungusendingu inn fyrir en skot hennar er ekki nægilega fast og auðvelt fyrir Söndru í markinu
Eyða Breyta
37. mín
Hlín fær boltann og skallar beint á Ásdísi sem ætlar að nikka boltanum í markið en skotið er auðvelt fyrir Birtu í markinu
Eyða Breyta
36. mín
Dauðafæri hjá gestunum. Jana Sól hefði þurft að gera betur þarna, Stjarnan fær ekki mörg svona færi á móti Íslandsmeisturunum. Sambaspil hjá gestunum og Jana fær boltan í teignum en skot hennar er rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
34. mín
Hlín vinnur hér hornspyrnu fyrir Val sem Hallbera tekur. Fín spyrna en Birta handsamar knöttinn
Eyða Breyta
32. mín
VÁVÁVÁ Hvernig skoraði Elín Metta ekki þarna. Hún leikur sér að varnarmönnum Stjörnunnar og tekur svo skotið en það endar í samskeytunum. Þaðan berst boltinn út en Birta kemur boltanum í burtu.
Eyða Breyta
26. mín
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað. Hallbera ákveður að taka bara skotið, Birta er í smá vandræðum með að grípa boltann en nær því að lokum. Hallbera virðist ákveðinn í því að skora mark í kvöld
Eyða Breyta
24. mín
Stjarnan í færi! Birna fær flottan bolta inn fyrir vörn Vals frá Örnu Dís en skotið er rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
22. mín
Gestirnir fá hér hornspyrnu. Það kemur ekkert úr henni
Eyða Breyta
19. mín
Heimakonur vaða í færum hérna fyrstu mínúturnar. Hallbera með fyrirgjöf og Birta blakar boltanum sem berst til Dóru sem tekur skotið en það er hátt yfir markið
Eyða Breyta
16. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MARK! Valsstelpur komnar í 2:0

Hallbera fær boltann rétt á vítateigslínunni og á frábært skot sem endar í slánni, þaðan berst boltinn út og Ída er réttur maður á réttum stað og rúllar honum yfir línuna
Eyða Breyta
15. mín
Hlín gerir vel, fíflar tvo varnarmenn Stjörnunnar, skýtur svo í þær og vinnur hornspyrnu
Eyða Breyta
13. mín
Hallbera með frábæra sendingu inn í teig á Hlín sem tekur skotið en Birta ver í horn.
Eyða Breyta
10. mín
Valur fær annað horn. Þetta var góð spyrna hjá hallberu og það skapast mikill usli í teig Stjörnunnar en Birta hefur betur og grípur boltann
Eyða Breyta
7. mín
Fín tilraun hjá gestunum, Sædís á flotta sendingu inn fyrir en Sandra kemur vel út og handsamar knöttinn
Eyða Breyta
5. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur), Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MARK!
Þetta tók ekki langan tíma hjá Íslandsmeisturunum. Ásdís kemur boltanum á Hlín sem stendur við vítateigslínuna, tekur einn snúning og spyrnir af öryggi í netið
Eyða Breyta
4. mín
Valur fær fyrsta horn leiksins. Stjörnukonur ná að hreinsa og Valur fær annað horn
Eyða Breyta
1. mín
Jahá Birna Jóhanns á hér fyrsta skot leiksins. En það er langt yfir
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Heimakonur byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga út á völlinn - þetta er alveg að hefjast
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og þau má sjá hér til hliðar!

Pétur gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik við ÍBV, Lillý Rut, Málfríður Anna og Ída Marín koma inn fyrir Fanndísi, Elísu og Málfríði Ernu

Þá gerir Kristján einnig þrjár breytingar á sínu liði eftir síðasta leik við Selfoss, Arna Dís, Ingibjörg og María Sól koma inn fyrir Katrínu, Gyðu og Shameeku
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef við skoðum síðustu 5 innbyrðisviðureignir liðanna þá hefur Valur haft betur í 4 skipti en Stjarnan einu sinni en það var í leik liðanna í Lengjubikarnum síðastliðinn febrúar.

Valur vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra í Pepsi-Max deildinni, 1:0 og 1:5. Af þessum 6 mörkum sem Valsstúlkur skoruðu gegn Stjörnunni í fyrra átti Margrét Lára fjögur þeirra. En hún, eins og flestir vita, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig líkt og Selfoss og Þór/KA en eru með lakari markatölu en þau lið (6:8).

Eftir sigra í umferðum tvö og þrjú í deildinni gegn FH og ÍBV töpuðu þær í síðasta leik 1:4 á heimavelli gegn sterku liði Selfoss
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur situr á toppnum með fullt hús stiga og markatöluna 14:2 en þær eru búnar að spila einum leik meira en Breiðablik sem er í 2. sæti deildarinnar.
Valur spilaði síðast gegn ÍBV á Hásteinsvelli og unnu þar 3:1 þar sem Elín Metta skoraði tvö og Bergdís Fanney eitt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í Pepsi-Max deild kvenna.

Nú er 5. umferð deildarinnar að hefjast og eins og í síðustu umferð fara aðeins tveir leikir fram þar sem þrjú lið deildarinnar eru í sóttkví.

Hinn leikur umferðarinnar hefst einnig kl. 19:15 í kvöld þar sem FH taka á móti Þrótti Reykjavík.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir (f)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
9. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('63)
11. Betsy Doon Hassett
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('89)
17. María Sól Jakobsdóttir ('73)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('89)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('73)

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir ('73)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('89)
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('73)
7. Shameeka Nikoda Fishley ('89)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('63)
20. Lára Mist Baldursdóttir
22. Elín Helga Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Liðstjórn:
Andri Freyr Hafsteinsson
Kristján Guðmundsson (Þ)
Björk Magnúsdóttir
Elfa Björk Erlingsdóttir
Þórdís Ólafsdóttir
Óskar Smári Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: