Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Fjölnir
0
4
Keflavík
0-1 Natasha Anasi '20
0-2 Dröfn Einarsdóttir '38
0-3 Dröfn Einarsdóttir '42
0-4 Dröfn Einarsdóttir '65
07.07.2020  -  19:15
Extra völlurinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Magnús Valur Böðvarsson
Maður leiksins: Dröfn
Byrjunarlið:
12. Dagný Pálsdóttir (m)
Hlín Heiðarsdóttir
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
4. Bertha María Óladóttir (f)
5. Hrafnhildur Árnadóttir ('80)
11. Sara Montoro
13. Sigríður Kristjánsdóttir
14. Elvý Rut Búadóttir
16. Ásdís Birna Þórarinsdóttir ('55)
20. Eva María Jónsdóttir
29. Lilja Nótt Lárusdóttir ('72)

Varamenn:
6. Halldóra Sif Einarsdóttir
7. Silja Fanney Angantýsdóttir ('72)
19. Hjördís Erla Björnsdóttir
21. María Eir Magnúsdóttir
22. Guðrún Helga Guðfinnsdóttir ('80)
23. Sóley Vivian Eriksdóttir
25. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('55)
33. Laila Þóroddsdóttir

Liðsstjórn:
Dusan Ivkovic (Þ)
Íris Ósk Valmundsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Þórhildur Hrafnsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 4-0 sigri Keflavíkur. Sanngjarn sigur og meiri gæði í liði Keflavíkur.

Fjölnisstelpur mega hinsvegar eiga það að þær hafa bætt sig gríðarlega frá því í fyrstu umferð þegar þær töpuðu á móti Gróttu.

Minni á skýrslu og viðtöl seinna í kvöld
90. mín
Góð sókn hjá Fjölni! Sara Rennir honum út á Evu en varnarmaður kemst inn í þetta. Lilja gerir vel í því að vinna hann og leggur hann á Þórey sem á ekki nógu gott skot og Ásta á ekki í vandræðum með þetta.
88. mín
Inn:Arnhildur Unnur Kristjándóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
87. mín
FÆRIIII!!

Paula fíflar Guðrúnu Helgu upp úr skónum vinstrar megin og þeysist upp vinstri kantinn. Leggur hann alveg yfir hægra megin í teiginn en þetta endar í hornspyrnu
84. mín
Fjölnir má eiga það að þær eru hvergi nærri því að gefast upp og gefa allt í þetta á lokamínútunum
80. mín
Þetta var tæpt??
Sara sleppur inn fyrir og Kristrún rennur sér í hana og virðist brjóta á Söru!

Magnús dæmir hornspyrnu!

Þarna vildu Fjölnismenn fá víti og höfðu eflaust eitthvað til síns máls
80. mín
Inn:Guðrún Helga Guðfinnsdóttir (Fjölnir) Út:Hrafnhildur Árnadóttir (Fjölnir)
79. mín
Inn:Herdís Birta Sölvadóttir (Keflavík) Út:Celine Rumpf (Keflavík)
78. mín
FÆRI!!

Sigríður nær frákastinu og nær föstu skoti sem Ásta nær að verja! ÚFF Fjölnisstelpur eru ansi nálægt því að minnka muninn þessa stundina!
77. mín
Eva María fær hann langt fyrir utan teig! Varnarmenn Keflavíkur ekkert að stressa sig og Eva nær geggjuðu skoti á marki meðfram jörðinni. Ásta þarf að hafa sig alla við og ver þetta í horn.
75. mín
Hættulegt! Eva María með góða hornspyrnu og Fjölnir nær skoti á markið sem í fyrstu virðist ekk vandræði fyrir Ástu í markinu. Hún missir hann hinsvegar aðeins en nær að handsama hann rétt áður en Sara nær að komast í hann
74. mín
Bertha með sendingu upp hægra megin á Söru sem endar enn og aftur í kapphlaupi við Kristrúnu sem kemur með góða tæklingu og Fjölnir fær horn
72. mín
Inn:Sólveig Lind Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
72. mín
Inn:Lilja Nótt Lárusdóttir (Fjölnir) Út:Silja Fanney Angantýsdóttir (Fjölnir)
70. mín
Dómarinn stoppar leikinn. Þetta var ekki þæginlegt. Elvý fær hann af stuttu færi í andlitið
66. mín
Inn:Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
65. mín MARK!
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Amelía Rún Fjeldsted
Dröfn komin með þrennu!

Undirbúningur af betri gerðinni frá Amelíu. Vinnur boltann af harðfylgi á miðjunni. Keyrir inn að markinu og er komin nánast ein í gegn og rennur honum út til hægri á Dröfn sem er alein og setur hann í markið!
63. mín
Geggjuð sending inn fyrir vinstra megin hjá Sigríði. Þórey í kapphlaupi en fyrsta snertingin svíkur hana og boltinn aftur fyrir endamörk
62. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
60. mín
Natasha ein á miðjunni. Kemur honum á Paulu. Aníta kemur í utan á hlaupið en sendingin aðeins of kærulaus hjá Paulu og Fjölnir fær innkast
59. mín
Langur bolti fram á Söru og hún á í kapphlaupi við Kristrúnu. Kristrún kjötar hana og vinnur hann og kemur þessi í burtu
57. mín
Vel spilað hjá Maríu og Paulu, nettur þríhyrningur úti vinstra megin. Fast skot/sending niðri en Dagný ver þetta vel og heldur honum enn betur þar sem nokkrar Keflavíkurkonur biðu spenntar eftir boltanum
55. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fjölnir) Út:Ásdís Birna Þórarinsdóttir (Fjölnir)
Ásdís Birna kemur út og Þórey Björk kemur inn.

Þórey kom einmitt á láni frá FH nú á dögunum
50. mín
Sara keyrir upp hægra megin við endalínu, Aníta reynir að stoppa hana en Sara nær boltanum inn fyrir en Keflavík nær að hreinsa frá
50. mín
Ísabel keyrir í gegnum vörnina og leggur hann inn fyrir á Natöshu sem er komin í gott færi en dæmd rangstæð
46. mín
Svei mér þá ef Paula er ekki bara tvífari Öglu Maríu. Er með sömu hárgreiðslukonu sem fléttar hana og heldur í ermarnar. Þetta eru sláandi líkindi.

Jæja áfram með leikinn
46. mín
Leikur hafinn
Keflavík byrjar með boltann. Hlín búin að reima skóna á Dagnýju og allt til reiðu
45. mín
Hálfleikur
Komin hálfleiku hér í Grafarvoginum

Þetta er búið að vera hörkuleikur en meiri gæði á síðasta þriðjung hjá Keflavík og þær verðskuldað yfir.

Fjölnisliðið er samt búið að vera sprækt og eflaust svekktar að hafa ekki náð inn marki.

Nú er komin tími á kaffisopa og Dusan þarf eflaust einn eða tvo til að finna út hvernig hann á að stoppa Paulu og félaga í seinni hálfleik
45. mín
Fjölnir vill fá brot!

Sigríður með góða sendingu inn í teig og Sara kemst ekki í hann. Fjölnismenn vilja meina að það sé haldið í hana en fá ekkert
44. mín
Eva María nær að finna Söru sem er með varnarmann í bakinu. Hún reynir að snúa í skot en varnarmaður Keflavíkur kemst fyrir þetta!

42. mín MARK!
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Natasha Anasi
Natasha með boltann á miðjum vallarhelmingi Fjölnis. Dröfn í hlaupinu úti vinstra megin, Natasha tekur að sjálfsögðu eftir henni og sendir hann yfir. Dröfn nær að renna sér í hann í fyrsta rétt á undan Dagnýju í úthlaupinu!

Ótrúlega vel gert!
41. mín
Eva María tekur hornið og Ísabel skallar þetta burt á nærstöng
40. mín
Hornspyrna sem Fjölnir á eftir góða pressu!
38. mín MARK!
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Dröfn sleppur ein í gegn. Sólar Dagnýju í markinu og leggu hann í autt markið
35. mín
Arndís með sendingu inn á teiginn, Natasha flikkar hann inn í boxið og þar er kapphlaup en Dagný grípur inn í þetta á síðustu sekúndu og handsamar boltann
34. mín
PAULA SLÁIN! Hjálpi mér, ég verð bara þreytt að fylgjast með varnarmönnum Fjölnis reyna að stoppa hana
33. mín
Endursýning!
Paula úti vinstra megin keyrir á Hrafnhildi og kemst framhjá henni. Mjög óeigingjörn leggur hann út í teiginn á Maríu sem nær ekki góðu skoti í fyrsta svo þetta rennur út í sandinn
31. mín
Lilja Nótt leikur á Anítu úti hægra megin og komin í góða stöðu og nær skoti en það er rétt yfir!
30. mín
Paula með enn einn sprettinn upp vinstra megin! Verð að segja að þessar hreyfingar minna ansi mikið á eina ansi góða í Pepsi Max deildinni..hana Öglu Maríu
29. mín
Evu langar í mark! Ásdís með boltann og Eva eiginlega bara tekur hann og Ásdís skilur hana vel. Eva leitar af skotinu! Rétt framhjá!
28. mín
Fjölnir að pressa vel þessa stundina
27. mín
Eva María!!

Tekur góða fittu framhjá Natöshu og leitar af skotinu! Finnur það heldur betur fyrir utan teiginn og þrykkir á markið! Sláin!!
26. mín
Sara Montoro leikur lystilega á Celine og nær góðri fyrirgjöf en Ásta grípur þennan. Þarna vantar fleiri gular inn í boxið
24. mín
Fjölnisvörnin stimplar boltanum fram og til baka í vörninni og Keflavík situr og bíður. Fjölniskonur eiga erfitt með að finna glufur þaðan einsog er
22. mín
Fjölnir heldur boltanum vel og Hlín með hann úti vinstra megin en ákveður að reyna sendingu aðeins of snemma inn fyrir og þar er enginn mætur
20. mín MARK!
Natasha Anasi (Keflavík)
Stoðsending: Paula Isabelle Germino Watnick
MARK!!

Paula enn og aftur með sprett, nú úti hægra megin, nær góðri og fastri sendingu inn í teiginn milli varnarmanns og Dagnýjar í markinu og Natasha klárar þetta örugglega í markið!
18. mín
Paula með skot í slá!! Og markið nötrar
18. mín
Sigríður með ekki svo kurteisislega tæklingu á Arndísi og Dusan ánægður!
17. mín
Keflavík er eitthvað að reyna rugla í Fjölniskonum. Paula og Dröfn hafa nú skipt um kant
17. mín
Þetta verður leikur! Bæði lið hafa byrjað af þvílíkum krafti og gefa ekkert eftir. Fjölniskonur henda sér í alla lausa bolta og tæklingar og það heyrist vel í bæði Gunna og Dusan á hliðarlínunni
15. mín
Ásta Sigrún!
Bjargar þessu á síðustu stundu í kapphlaupi við bæði Paula og Dröfn sem þjarma að henni en hún bjargar þessu á síðustu stundu áður en þær ná að komast í boltann
13. mín
DAUÐAFÆRI!!

Natasha nær sendingu sem poppaði í teignum og nær að koma þessu á markið og boltinn rúllar framhjá fjærstönginni!
12. mín
Eva María tekur þetta og þrykkir þessu niðri með ristinni í fjærhornið og Ásta þarf að hafa sig alla við til að verja þetta. Ásta gerir vel í að verja hann frá markinu svo þær nái ekki frákastinu
10. mín
Paula sneiðir boltann inn fyrir á Amelíu sem er komin ein inn fyrir. Dómarinn flaggar ...þetta var tæpt!
8. mín
Á upphafsmínútunum lítur allt út fyrir að þetta verði löng vakt hjá Hrafnhildi Árnadóttur. Þvílíkur sprengikraftur í Paulu sem er á vinstri kantinum hjá Keflavík
7. mín
Spretturinn á Paulu vinstra megin!! Búin að hakka í sig vörn Fjölnis núna í tvígang. Og í seinna skiptinu nær hún skoti og það er vel fast en fer í hliðarnetið!
6. mín
Ásdís á geggjaða sendingu inn fyrir á Söru Montoro! Þær ná að kasta sér fyrir þetta og brjóta af sér í leiðinni og Fjölnir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
6. mín
Dröfn reynir að leika á Hlín úti á hægri kantinum en Hlín gerir vel og skýlir þessu út af og markspyrna
4. mín
Paula á hárfína sendingu inn fyrir á Amelíu sem snýr á varnarmann inn í teig og nær skoti en það er rétt framhjá fjærstönginni!!

Þessi hélt ég að væri inni!
3. mín
Fjölnir byrjar leikinn af miklum krafti. Hlín á góða sendingu inn fyrir og Keflavík í smá vandræðum með þetta og nær að hreinsa. Boltinn dettur út og Fjölniskonur reyna skot langt fyrir utan teig en það er vel yfir markið
1. mín
Sókn hjá Fjölni!!
Varnarmaður Fjölnis á sendingu og Sara kemst á sprettinn og nær að snúa á varnarmann Keflavíkur. Keflavík vill fá brot en Sara stendur þetta af sér. Nær sendingu inn í teiginn niðri. Boltinn flýtur alla leið yfir til hægri við vítateigslínu og Eva María fær kjörið skotfæri en neglir þessu yfir!

Efnilegt!
Fyrir leik
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og Fjölnislagið ómar. Veðrið gæti eiginlega ekki verið betra hérna í Grafarvogi
Fyrir leik
Keflavíkurliðið er farið inn í búningsklefa en Fjölnir ákveður að klára að hita sig upp í smá skothríð aðeins lengur við ljúfa tóna Aron Can
Fyrir leik
Dómari leiksins er Herra KR völlur Magnús Böðvarson eða Maggi bö.

Völlurinn er tía hér í kvöld. Spurning hvort að Magnús hafi lagt lokahönd á hann áður en hann skellti sér í dómaragallann. Efa það samt enda hann í allt öðru hlutverki hér í kvöld
Fyrir leik
Natasha leikmaður Keflavíkur er markahæst í Lengjudeildinni með þrjú mörk.

Keflavík hefur skorað 10 mörk í sínum þremur leikjum. Einsog áður sagði Natasha með 3 mörk. Dröfn, Paula og Aníta eru allar með tvö mörk.

Fjölni hefur gengið aðeins verr að skora mörk í sumar en þær hafa skorað 3 mörk. Sara, Lilja Nótt og Eva María hafa allar skorað eitt
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár! Bæði lið ákveða að halda sig við sama lið og í síðasta leik. Ekkert skrítið kannski þar sem bæði lið unnu góða sigra og afhverju að breyta því sem virkar?
Fyrir leik
Liðin mættust síðan í 1.deildinni árið 2018 en þá vann Keflavík báða leikina 2-1.
Fyrir leik
Fyrsti leikur 4.umferðar fór fram í gærkvöldi þegar Haukar unnu Aftureldingu 2-1 í Mosó. Haukar eru því á toppi deildarinnar með 8 stig.

Samkvæmt mínum útreikningum getur Keflavík komið sér á toppinn í kvöld með sigri
Fyrir leik
Bæði lið hafa spilað þrjá leiki.

Keflavík er í 2.sæti með 7 stig og betri markatölu en Tindastóll sem er einnig með 7 stig. Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Tindastól en vann Augnablik og Völsung nokkuð þægilega.

Fjölnir er í 7.unda sæti með 3 stig. Fjölnir vann sterkan sigur á Völsungi í síðustu umferð 3-0. En höfðu áður tapað fyrir Gróttu og Haukum.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu á leik Fjölnis og Keflavík í Lengjudeildinni
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('88)
3. Natasha Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Celine Rumpf ('79)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('72)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('66)
17. Paula Isabelle Germino Watnick
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('62)
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
5. Berta Svansdóttir
7. Kara Petra Aradóttir ('66)
18. Arnhildur Unnur Kristjándóttir ('88)
21. Ester Grétarsdóttir
28. Sólveig Lind Magnúsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson
Þorgerður Jóhannsdóttir
Herdís Birta Sölvadóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: