Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Njarðvík
1
1
Kórdrengir
Bessi Jóhannsson '23 1-0
1-1 Arnleifur Hjörleifsson '71
28.08.2020  -  18:00
Rafholtsvöllurinn
2. deild karla
Aðstæður: Vestanátt, skýjað og úrkoma í grennd. Hiti um 11 gráður
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið:
1. Rúnar Gissurarson (m)
2. Bessi Jóhannsson
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('75)
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson
19. Tómas Óskarsson
21. Ivan Prskalo ('69)
28. Atli Fannar Hauksson

Varamenn:
12. Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson (m)
3. Kári Daníel Alexandersson
3. Jón Tómas Rúnarsson
4. Svavar Örn Þórðarson
6. Bergsteinn Freyr Árnason
11. Kristján Ólafsson
14. Andri Gíslason
23. Hlynur Magnússon ('75)

Liðsstjórn:
Mikael Nikulásson (Þ)
Atli Freyr Ottesen Pálsson
Alexander Magnússon
Ómar Freyr Rafnsson
Helgi Már Helgason
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Ari Már Andrésson ('13)
Kenneth Hogg ('40)
Bessi Jóhannsson ('72)
Atli Fannar Hauksson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan hér í Njarðvík. Líklega sanngjörn úrslit en stigið gerir mun minna fyrir heimamenn en gestina.
93. mín
Bessi hátt með hendurnar í skallabolta. Dæmdur brotlegur á spjaldi. Líkllega heppinn.
92. mín
Einar Orri við það að setja boltann í netið eftir skógarhlaup Rúnars en Helgi dæmir hendi á gestina.
91. mín Gult spjald: Atli Fannar Hauksson (Njarðvík)
Fyrir klaufalegt brot á Hákoni.
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Njarðvík.
89. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Kórdrengir) Út:Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
89. mín
Unnar skallar boltann frá í horn. Kale var frosinn og ég er ekki viss um að hann hefði náð boltanum.
87. mín Gult spjald: Aaron Robert Spear (Kórdrengir)
Klaufalegyt brot við vítateigshornið hægra megin.

Bessi tekur aukaspyrnuna.
87. mín
Lítið í kortunum um að við séum að fá sigurmark í þetta. En við höldum í vonina.
86. mín
Hlynur Magnússon með skot en Kale eins og köttur og stekkur á boltann.
83. mín
Njarðvík fær horn.
82. mín
Kale bjargar með fínu úthlaupi. Atli Freyr að komast í færi.
80. mín
McAusland haltrandi á vellinum. Vont fyrir Njarðvík ef hann er ekki heill.
77. mín Gult spjald: Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
76. mín
Kale með fína markvörslu í horn eftir skot frá Bessa.
75. mín
Inn:Hlynur Magnússon (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
72. mín Gult spjald: Bessi Jóhannsson (Njarðvík)
Brot á miðjum vellinum.
71. mín MARK!
Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Þeir jafna

Sýnist það vera Albert sem flikkar boltanum innfyrir vörn Njarðvíkur þar sem Arnleifur er mættur í hlaupið og klárar með föstu skoti undir Rúnar í markinu.
69. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Njarðvík) Út:Ivan Prskalo (Njarðvík)
68. mín
Albert Brynjar skorar eftir sendingu frá Einari Orra en Einar dæmdur rangstæður.

Davíð farinn að láta vel í sér heyra í boðvangnum og Helgi útskýrir mál sitt fyrir Kórdrengjum.
68. mín
Kórdrengir fá horn. Sem átti þó að vera markspyrna.
63. mín
Inn:Aaron Robert Spear (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
62. mín
Kórdrengir komast fyrir skot Ivans og hornspyrna.
61. mín
Bessi með bjartsýnisskot af lööööngu færi. Sjálfstraustið í lagi eftir markið í fyrri hálfleik.
60. mín
Bergþór með skot úr teignum en beint á Kale.
57. mín
Njarðvíkingar bjarga á línu eftir skalla frá Unnari. Sýnist það vera Ari sem kemur boltanum í annað horn.

Jordan nær boltanum á markið eftir seinna hornið en Rúnar ver vel og heldur boltanum.
56. mín
Kórdrengir fá horn.
54. mín
Aftur Tómas með skot eftir ágætan sprett Kennie, Boltinn himinhátt yfir.
53. mín
Fín spyrna Atla Fannars er skölluð frá. Hann fær annan séns en seinni fyrirgjöfin slök og fer afturfyrir.
52. mín
Stefán Birgir sækir horn fyrir Njarðvík.
51. mín
Tómas Óskars með skot af talsverðu færi en boltinn vel yfir. Kraftur í Njarðvík hér í byrjun seinni.
49. mín
Hornspyrna Bergþórs slök og markspyrna niðurstaðan.
49. mín
Aftur Kennie en hann þarf að setja boltann yfir á hægri og Ondo hreinsar í horn.
48. mín
Kenneth Hogg í frábæru færi en er sentimetranum of stuttur þegar hann rennir sér á fyrirgjöf frá hægri. Boltinn framhjá.
47. mín Gult spjald: Jordan Damachoua (Kórdrengir)
Togar Bessa niður og uppsker gult spjald.
46. mín
Darraðadans í teig Njarðvíkur en Tómas bjargar í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik í síðari hálfleik og leika nú með vindi.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér í Njarðvík. Heimamenn leiða eftir heldur bragðdaufan fyrri hálfleik en glæsimark Bessa skilur liðin að.
44. mín
Skot Magga Matt alltaf á leið upp og yfir fer boltinn.
44. mín
Kórdrengir með aukaspyrnu á hættulegum stað.
42. mín
Njarðvíkingur í álitlegri stöðu við teig Kórdrengja en slæm sending Bergþórs verður til þess að ekkert verður úr.
40. mín Gult spjald: Kenneth Hogg (Njarðvík)
Missti af fyrir hvað.
39. mín
Skot Þórir Rafns fer í Arnar Helga og afturfyrir. Hornspyrna.
38. mín
Rúnar grípur inní fyrirgjöf frá Arnleifi. Fyrsta ógn að marki í smá tíma.
36. mín
Kórdrengir haldið boltanum vel síðustu mínútur en tekst ekki að finna glufur á þéttu liði Njarðvíkur.
31. mín
Kórdrengir verið ívið sterkari eftir mark Njarðvíkur en ekki tekist að skapa sér færi.
27. mín
Vond fyrirgjöf frá Hákoni Inga eftir að Albert Brynjar hefði gert vel í að taka boltann niður.
23. mín MARK!
Bessi Jóhannsson (Njarðvík)
Bessi Jóhannsson!!!!!!!!

Þvílíkt mark hjá Bessa!!!!!!

Fær boltann eftir að skot Stefáns Birgis fer í varnarmann og út.

Bessi tekur hann í fyrsta og neglir boltanum upp í samskeytin algjörlega óverjandi fyrir Kale í markinu.

Geggjað mark!
23. mín
Það er lítið að gerast í þessu þessa stundina. Njarðvík meira með boltann þó.
18. mín
Bergþór í fínu færi en setur boltann vel framhjá markinu.
16. mín
Kale slær aukaspyrnuna frá.
16. mín
Unnar Már keyrir í bakið á Bergþóri og er dæmdur brotlegur. Aukaspyrna á ágætum stað.

Uppeldisfélagar úr Keflavík þeir tveir.
15. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Ondo tekur Hogg niður þegar Hogg var að komast framhjá honum við miðjubogann.
14. mín
Arnleifur með hættulegan bolta frá hægri sem siglir gegnum markteiginn. Þarna vantaði bara Kórdreng.
13. mín Gult spjald: Ari Már Andrésson (Njarðvík)
ÚFF!

Missir boltann aðeins of langt frá sér gegn Jordan. Hendir sér í glórulausa tæklingu og klippir Jordan niður. Klárt gult spjald.
10. mín
Jordan Damachoua

Fær boltann við vítateigslínu eftir að fyrirgjöf Daníels Gylfasonar er skölluð frá. Nær föstu skoti en rétt yfir markið.
8. mín
Kórdrengir fá sitt fyrsta horn.
7. mín
Fátt um fína drætti. Vindurinn hefur meiri áhrif en ég gerði ráð fyrir fyrir leik og liðunum gengur illa að halda boltanum.
4. mín
Ekkert verður úr horninu, Njarðvíkingar ákveðnir í upphafi.
4. mín
Unnar Már hreinsar fyrirgjöf Tómasar í horn. Fyrsta hornið er heimamanna.
2. mín
Maggi Matt með fína stungusendingu á Þóri Þrafn en Rúnar fljótur út úr markinu og hreinsar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir hefja leik hér. Vonumst líkt og alltaf eftir hröðum og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Ingvar Kale sem hætti eftir síðasta tímabil er í marki Kórdrengja í kvöld. Gaman að því að sjá þann mikla meistara fylla í skarðið í dag.
Fyrir leik
Styttist í leik. Liðin farin til búningsherbergja að klára sinn undirbúning.
Fyrir leik
Lengjudeildin bíður?

Kórdrengir hafa verið jafnbesta lið deildarinnar það sem af er móti um það er ekki deilt. Firnasterkur leikmannahópur sem hefur innanborðs reynslumikla og góða leikmenn. Albert Brynjar Ingason með sína 219 leiki í efstu deild hefur verið iðinn fyrir framan markið og er markahæstur í deildinni með sjö mörk ásamt Njarðvíkingnum Kenneth Hogg.
Fyrir leik
Do or Die fyrir Njarðvík?

Heimamenn í Njarðvík sitja fyrir leik kvöldsins í 6.sæti deildarinnar með 20 stig 6 stigum á eftir toppliði Kórdrengja. Röðin frá sætum 2-6 er nokkuð þétt og aðeins 2 stig skilja heimamenn frá öðru sæti deildarinnar. Eins og áður sagði er pakkinn þó þéttur og er sigur því sem næst nauðsynlegur fyrir heimamenn ætli þeir sér að treysta á sjálfa sig í þeirri baráttu að fara upp um deild. Erfiðara yrði fyrir þá að treysta á það að öll hin 4 liðin sem eru að elta topplið Kórdrengja fari að tapa stigum. Njarðvíkingar mæta þó til leiks með sigur í síðasta leik á bakinu og ætla sér eflaust að gera sitt til þess að reyna að koma höggi á Kórdrengi.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið líkt og alltaf hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Njarðvíkur og Kórdrengja í 2.deild karla.
Byrjunarlið:
12. Ingvar Þór Kale (m)
Albert Brynjar Ingason
3. Unnar Már Unnarsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Einar Orri Einarsson (f)
6. Hákon Ingi Einarsson
9. Daníel Gylfason ('63)
10. Magnús Þórir Matthíasson
10. Þórir Rafn Þórisson ('89)
15. Arnleifur Hjörleifsson
23. Jordan Damachoua

Varamenn:
66. Gunnar Dan Þórðarson (m)
11. Gunnar Orri Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
33. Aaron Robert Spear ('63)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Ágúst Ásbjörnsson
Hilmar Þór Hilmarsson
Þorlákur Ari Ágústsson
Andri Steinn Birgisson
Leonard Sigurðsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Kolbrún Pálsdóttir

Gul spjöld:
Loic Mbang Ondo ('15)
Jordan Damachoua ('47)
Þórir Rafn Þórisson ('77)
Aaron Robert Spear ('87)

Rauð spjöld: