Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Selfoss
0
3
Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic '3 , víti
0-2 Vladimir Tufegdzic '19
0-3 Nicolaj Madsen '21
08.05.2021  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Glænýtt gervigras, sól en smá vindur.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 100
Maður leiksins: Vladimir Tufegdzic - Vestri
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m) ('67)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
3. Þormar Elvarsson
6. Danijel Majkic
9. Hrvoje Tokic
10. Gary Martin
13. Emir Dokara
18. Arnar Logi Sveinsson ('18)
21. Aron Einarsson ('90)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
24. Kenan Turudija ('71)

Varamenn:
3. Reynir Freyr Sveinsson
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson ('71)
7. Aron Darri Auðunsson ('90)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
17. Valdimar Jóhannsson ('18) ('50)
23. Þór Llorens Þórðarson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Óskar Valberg Arilíusson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Atli Rafn Guðbjartsson
Guðjón Björgvin Þorvarðarson
Einar Már Óskarsson

Gul spjöld:
Adam Örn Sveinbjörnsson ('40)
Aron Einarsson ('53)
Kenan Turudija ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vestri byrjaði betur og það réði úrslitum að lokum.
90. mín
Markmaður Vestra búinn að eiga góðan leik
90. mín Gult spjald: Diogo Coelho (Vestri)
55 sparkar aftan í Selfyssing og fær gult
90. mín
Vestri nær skoti en setur það í sinn eigin mann
90. mín
Inn:Aron Darri Auðunsson (Selfoss) Út:Aron Einarsson (Selfoss)
Aron búinn að hlaupa mikið og eiga fínan leik
89. mín
Adam með langt innkast og smá klafs en Valdimar setur hann yfir
87. mín
55 fer í jörðina og Dean alveg að tryllast
86. mín
Vestri fær horn sem 21 tekur fer í markspyrnu
85. mín
Langur bolti sem markmaður Vestra grípur
84. mín
Horn sem Þorsteinn tekur en Vestri skallar í burtu
82. mín
8 þarf aðhlynningu hjá Vestra
81. mín
Ekki mikið búið að vera að gera hjá Stefáni
80. mín
Danijel með skot fyrir utan teig en setur hann framhjá
78. mín
Þorsteinn með hornspyrnu en ekkert kemur úr henni
77. mín
Aukaspyrna á góðum stað fyrir Selfoss og Gary setur hann rétt framhjá en markmaðurinn var með hann allan tímann
73. mín Gult spjald: Celso Raposo (Vestri)
Stoppar góða sókn hja Selfossi
72. mín
Selfoss fær horn en fer yfir alla og í innkast hinumeginn
71. mín
Horn fyrir Vestri sem 55 tekur en Valdimar skallar frá
71. mín
Inn:Jón Vignir Pétursson (Selfoss) Út:Kenan Turudija (Selfoss)
Jón kemur inn fyrir Kenan
69. mín
Góð sending hjá Þormari en Tokic nær honum ekki
68. mín
Fínt furie en Stefán nær boltanum
67. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Stefán Þór Ágústsson (Vestri)
Góður leikur hjá 7 kominn með 2 mörk
64. mín Gult spjald: Nicolaj Madsen (Vestri)
Klafs hjá Nicolaj og Kenan
64. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Selfoss)
Báðir fá gult eftir smá klafs
63. mín
Markmaður Vestra slær boltann í burtu
62. mín
Hornaspyrna Vestri ekki mjög góð og markspyrna fyrir Selfoss
61. mín
Dauðafæri hjá Gary en markmaður Vestra með frábæra vörslu
60. mín
Frábær bolti hjá Þormari en Tokic er rangstæður
59. mín
Gary Martin með skot framhjá
56. mín
Selfoss byrjaðir að pressa meira á Vestri
54. mín
Gary Martin á skot yfiir markið
53. mín Gult spjald: Aron Einarsson (Selfoss)
Aron hefnir sín á 55 og fær verðskuldað gult spjald
52. mín
Tokic með skot yfir
51. mín
Selfoss brjálaðir vilja fá meira eftir að 55 fer með báðar fæturnar á undan sér
50. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Sergine Fall (Selfoss)
77 búinn að eiga góðan leik en fer útaf vegna meiðsla

Númer 17 hjá Vestir (in) Luke Morgan
en ekki Valdimar
48. mín
Þorsteinn með góðan bolta en Tokic skallar framhjá
47. mín
Valdimar með góðan sprett upp vinstri vænginn en Vestri kemur honum í horn
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Vestri byrjar með hann
45. mín
Hálfleikur
Vestri byrjaði betur en Selfoss komst hægt og rólega betur inní leikinn
45. mín
Kundai kominn einn í gegn en Stefán ver vel
45. mín
Kenan með skot beint á markmanninn.
45. mín
hörkuleikur þessa stundina
42. mín
Þorsteinn með aukaspyrnu inná teiginn en Tokic með skallan yfir
40. mín Gult spjald: Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss)
Stoppar góða sókn hjá Vestra
39. mín
Gott færi en aftur fer flaggið á loft
38. mín
Selfyssingar vilja víti en fá það ekki
37. mín
En önnur rangstæða á Selfoss.
35. mín
Gary dæmdur rangstæður en Selfoss er að komast hægt og rólega betur í leikinn
33. mín
Aukaspyrna Selfoss endar hjá markmanni Vestra
33. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
Gult spjald eftir hættuspark
32. mín
Góð sókn hjá Selfoss en enginn mættur inní teiginn
30. mín
Selfoss með gott spil en Valdimar rangstæður
29. mín
Selfoss búið að ná að hægja aðeins á leiknum
26. mín
Danijel á skot langt utan af velli en fer hátt yfir
24. mín
Ekki mikið að frétta í sóknarleik hjá selfossi
22. mín
Ekki góðar 20 mínútur fyrir Selfoss
21. mín MARK!
Nicolaj Madsen (Vestri)
Stoðsending: Diogo Coelho
Vestri fer strax upp og Nicolaj smellhittir boltann og sigrar Stefán í markinu
19. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Ein sending í gegn og Vladimir er kominn með 2 mörk
18. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar tekinn út af vegna meiðsla
17. mín
Vestri skoraði en það er rangstaða
14. mín
Arnar Logi liggur eftir og þarf aðhlynningu
12. mín
Markmaður Vestra liggur eftri samstöður við Tokic en hann er staðin upp
10. mín
Selfoss sækja að nýja knatthúsinu
9. mín
Mikil barátta á upphafs mínútum
8. mín
Vestri fær hornspyrnu Selfyssingar eru ósáttir
6. mín
Selfyssingar við það að sleppa í gegn en markmaður Vestri á undan í hann.
3. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Stefán er í honum en boltin rúllar í markið þetta var tæpt
2. mín
Víti

Vestri fær víti
2. mín
Vestri byrjar vel með dauðafæri en Stefán ver vel í markinu
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað.
Fyrir leik
Það er farið að styttast í þetta leikmennirnir komnir inná völlinn.
Fyrir leik
Tokic og Gary skoruðu samtals 33 mörk á síðasta tímabili
Fyrir leik
Vestri stillir upp í 4-3-3 og Selfoss stillir upp í 3-5-2.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að hita upp.
Fyrir leik
Í ljósi aðstæðna er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum á völlinn í dag. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Hvetjum fólk til að fylgjast vel með textalýsingunni hér á fótbolta.net.
Fyrir leik
Þrátt fyrir að aðalvöllurinn á Selfossi líti vel út verður leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn enda munar mikið um hverja mínútu sem hægt er að hlífa grasinu á aðalvellinum.
Fyrir leik
Vestri eru búnir að spila annan leik í Mjólkurbikarnum á móti KFR sem þeir unnu 1-0 og komust ennþá lengra í Mjólkurbikarnum.
Fyrir leik
Ljóst er að allra augu beinast að Gary Martin eftir óvænt félagsskipti hans frá ÍBV til Selfoss
og gaman að sjá hvað hann og Tokic geta gert saman.
Fyrir leik
Vestri keppti líka á JÁVERK-vellinum í Mjólkurbikarnum en þeir kepptu á móti Hamri og unnu þar 3-0 og komust því áfram þar.
Fyrir leik
Fyrir 2 vikum síðan mætti Selfoss Kórdrengjum í Mjólkurbikarnum þar sem Selfoss skoraði sjálfsmark og datt því úr Mjólkurbikarnum.
Fyrir leik
Spá fótbolta.net gerir ráð fyrir að Vestri lendi í 6. sæti Lengjudeildarinnar.

Vestramenn gerðu vel í fyrra eftir að hafa komist upp úr 2. deild árið áður. Vestri hafnaði að lokum í sjöunda sæti deildarinnar. Í staðinn fyrir að horfa niður, þá er horft upp töfluna. Draumurinn hjá Vestra er að félagið komist upp í efstu deild í ár.

Þjálfarinn: Heiðar Birnir Torleifsson tók við stjórn liðsins af Bjarna Jóhannssyni eftir síðustu leiktíð. Heiðar Birnir er uppalinn Ísfirðingur og þekkir liðið eftir að hafa starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Jó. Hann hefur mikla reynslu af barna- og unglingaþjálfun. Hann hefur verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi en starfið hjá Vestra verður hans annað aðalþjálfarastarf í meistaraflokki. Heiðar þjálfaði B71 í Færeyjum 2019.

Álit séfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á liði Vestra.

Það er engum blöðum um það að fletta að lið Vestra ætla sér stærri hluti en að vera að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili. Þegar flett er upp orðinu metnaður í almennum upplýsingaritum kemur fram útskýringin að sjálfsögðu, en svo kemur líka mynd af Samúel Samúelssyni við hliðina. Þrautsegjan, eljan og krafturinn í kringum liðið undanfarin ár er aðdáunarverður og ljóst að menn vilja komast miklu nær Pepsi Max-deildarsætinu en þessi spá gerir ráð fyrir.

Lið Vestra í ár er gríðarlega vel mannað og valinn maður í hverju rúmi. Þeir eru búnir að sanka að sér góðum leikmönnum héðan og þaðan og ljóst að markið er sett hátt í ár. Á pappír lítur liðið einstaklega vel út, þar sem gæði og ferilskrá leikmanna er með allra besta móti. Hinsvegar er það svo, eins og allir knattpurnuáhugamenn vita að fótbolti er liðsíþrótt og það þurfa allir að róa í sömu átt svo að útkomman verði eins og vilji stendur til.
Það eru mörg spurningamerki í kringum Vestra liðið. Liðið er til að mynda með frekar óreyndan þjálfara í Heiðari Birni, liðið varð fyrir gífurlegu áfalli nýlega þegar Friðrik Hjaltason, einn af þeirra dáðustu drengjum meiddist illa, og og þá er nýr markvörður með liðinu í ár sem óvíst er hvernig á eftir að standa sig í sumar. Það að missa Friðrik svona skömmu fyrir mót er ofboðslega súrt fyrir alla sem standa að liðinu enda fækkar um sterkan heimamann sem hefur verið frábær fyrir Vestra undanfarin ár.

Það er stutt í mót og meiðsli hafa verið að herja á Vestra liðið og alls óvíst hvernig þeir stilla upp í fyrsta leik með marga leikmenn sem eru að skríða til baka úr meiðslum.

Lykilmenn: Elmar Atli Garðarsson, Kundai Benyu og Pétur Bjarnason

Fylgist með: Luke Rae
Skoraði 17 mörk fyrir Tindastól í fyrra. Luke er fæddur 2001, feykilega áræðinn og óhræddur leikmaður, frábær í stöðunni 1 vs 1 og með mikið markanef. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig til tekst að taka skrefið úr 3. deild upp í Lengjudeildina.

Komnir:
Aurelien Norest frá Umea í Svíþjóð
Casper Gandrup frá Viborg í Danmörku
Chechu Meneses frá Leikni F.
Diogo Coelho frá Gandzasar í Armeníu
Diego Garcia frá UA Horta á Spáni
Kundai Benyu frá Wealdstone FC í Englandi
Nikolaj Madsen frá Unterhaching í Þýskalandi
Luke Morgan Conrad Rae frá Tindastóli

Farnir:
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í Gróttu (Var á láni)
Gunnar Jónas Hauksson í Gróttu (Var á láni)
Hammed Lawal í Víði
Isaac Freitas
Ivo Öjhage
Milos Ivankovic í Fjarðabyggð
Rafa Mendez
Ricardo Durán til Arroyo CP á Spáni
Robert Blakala
Sigurður Grétar Benónýsson í ÍBV
Viðar Þór Sigurðsson í KV
Zoran Plazonic til Króatíu

Fyrstu leikir Vestra:
8. maí gegn Selfossi á útivelli
15. maí gegn Þrótti á heimavelli
22. maí gegn Gróttu á útivelli
Fyrir leik
Spá fótbolta.net gerir ráð fyrir að Selfyssingar lendi í 10. sæti Lengjudeildarinnar.

Selfyssingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í 2. deild. Selfoss var einu stigi frá því að komast upp 2019 og í fyrra var liðið í öðru sæti þegar mótið var blásið af. Selfoss komst upp í annað sæti í lokaumferðinni þar sem þeir unnu gegn ÍR á meðan Þróttur Vogum gerði jafntefli við KF. Það var tæpt en þeir komust upp og verða í Lengjudeildinni í sumar.

Þjálfarinn Englendingurinn Dean Martin er búinn að vera á Íslandi í meira en 20 ár og hefur verið á Selfossi frá 2018. Hann er virkilega fær þjálfari og hann er þekktur fyrir það að láta leikmenn sína æfa mjög vel. Dean var aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Kína áður en hann tók við Selfossi en þar áður þjálfaði hann í hæfileikamótun KSÍ, og meðal annars hjá HK, ÍBV og Breiðablik.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn gefur sitt álit á liði Selfoss.

Það eru spennandi sumar framundan á Selfossi. Dean Martin er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri en á sama tíma er hann mjög fastheldinn á ákveðna leikmenn. Leikmannahópurinn er ekki stór og spurningin er hvernig hópurinn mun bregðast við ef tímabilið byrjar ekki vel. Með Dean sem þjálfara er það klárt mál að liðið er í góðu líkamlegu standi eftir langt og sérstakt undirbúningstímabil. Það er eitthvað sem mun auka líkurnar á góðum úrslitum í upphafi móts. Liðið hefur verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu og náð nokkrum góðum úrslitum. Selfoss spilaði ágætlega í dag í bikarnum gegn Kórdrengjum en skrautlegt sjálfsmark skildi liðin að.

Frá síðasta tímabili hafa orðið litlar breytingar á leikmannahópi liðsins og kemur liðið því inn í deildina með svipað lið og fóru upp síðasta haust. Styrkleikar liðsins felast í sterkum erlendum leikmönnum í lykilstöðum í bland við unga, spennandi og öfluga heimastráka sem hafa fengið mikilvæga reynslu eftir að liðið féll úr deildinni 2018. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Selfossi er mjög góð, frábær grasvöllur, nýtt gervigras og nýjasta viðbótin er knatthús sem er að rísa. Knatthúsið mun auka umgjörðina enn frekar og klárlega halda áfram við að byggja knattspyrnuna á Selfossi upp.

Það verður gaman að sjá Selfoss aftur í deildinni. Dean Martin kom liðinu upp í annarri tilraun eftir að hafa farið með liðinu niður árið 2018 þar sem hann vann aðeins einn leik af níu eftir að hafa tekið við liðinu af Gunna Borgþórs um mitt sumar. Ólíklegt er að það verði breytingar á leikmannahópnum fyrir fyrsta leik og líklegt er að þeir verði með þétt og vel skipulagt lið, sem getur varist vel, barist og skorað.

Eins og áður sagði er hópurinn ekki stór og má liðið illa við því að erlendu leikmennirnir sem mynda hrygginn í liðinu missi af mörgum leikjum og þá sérstaklega Danijel Majkic og Hrvoje Tokic. Majkic er lykill að spili liðsins og gríðarlega mikilvægur að tengja saman vörn og miðju, og á sama tíma þarf Tokic að vera með vel reimaða markaskó og skora 10+ mörk. Það er mjög mikilvægt fyrir Selfoss að liðið nái stöðugleika í Lengjudeildinni þannig að uppbyggingin haldi áfram í jákvæða átt. Vel skipulagt lið, sterk liðsheild, stöðugleiki og áhugi heimamanna á liðinu eru allt jákvæðar breytur sem auka líkurnar á að liðið verði áfram í deildinni. En lítið má út af bregða þannig að sumarið endi ekki illa.

Lykilmenn: Danijel Majkic, Hrvoje Tokic, og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Fylgist með: Aron Einarsson og Stefán Þór Ágústsson
Það verður spennandi að sjá Aron Einarsson sem er fæddur árið 2002. Hann spilaði aðeins þrjá deildarleiki í fyrra en hefur verið að koma sterkur inn í liðið í vetur. Strákur sem spilar upp á topp með eða í kringum Tokic, hleypur endalaust, losar mikið svæði og býr til möguleika fyrir Tokic. Einnig verður gaman að sjá hvernig markmaðurinn Stefán Þór Ágústsson sem fæddur er árið 2001 mun koma inn í deildina. Dean Martin setti allt sitt traust á hann árið 2019 þar sem hann átti misjafna leiki en stóð sig mjög vel í fyrra þegar liðið fór upp og var lykilmaður í þeim árangri. Núna þarf hann að sýna að hann getur haldið áfram að þroskast og bæta sig, í sterkari deild þar sem mistökin verða dýrari en síðustu ár.

Komnir:
Atli Rafn Guðbjartsson frá Ægi
Emir Dokara frá Víkingi Ó.
Þorlákur Breki Baxter frá Hetti/Hugin

Farnir:
Jason Van Achteren til Belgíu
Ingi Rafn Ingibergsson í Árborg

Fyrstu leikir Selfoss:
6. maí gegn Vestra á heimavelli
14. maí gegn Kórdrengjum á útivelli
21. maí gegn Þrótti R. á útivelli
Fyrir leik
Vestir náði örugglega að halda sér uppi með því að lenda í 7. sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Selfoss náði 2. sæti í 2. deild í fyrra eftir hörkubaráttu við Þrótt í Vogum. Í fyrra þurfti að flauta mótið af snemma vegna covid-19 en þá átti eftir að spila tvær umferðir af deildarkeppninni.
Fyrir leik
Verið velkomin með okkur á JÁVERK-völlinn á Selfossi. Framundan er leikur Selfoss og Vestra í 1. umferð Lengjudeildarinnar.
Byrjunarlið:
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
13. Celso Raposo
20. Kundai Benyu
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest
55. Diogo Coelho
77. Sergine Fall ('50)

Varamenn:
23. Diego Garcia (m)
5. Chechu Meneses
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Luke Rae
19. Pétur Bjarnason ('67)
21. Viktor Júlíusson
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Bjarki Stefánsson

Gul spjöld:
Nacho Gil ('33)
Nicolaj Madsen ('64)
Celso Raposo ('73)
Diogo Coelho ('90)

Rauð spjöld: