Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍBV
2
1
Þór
Stefán Ingi Sigurðarson '11 1-0
1-1 Jóhann Helgi Hannesson '29
Nökkvi Már Nökkvason '65
Guðjón Pétur Lýðsson '89 , misnotað víti 1-1
Guðjón Ernir Hrafnkelsson '92 2-1
14.06.2021  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Sól og blíða og völlurinn flottur
Maður leiksins: Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
8. Telmo Castanheira ('71)
9. Sito ('82)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('45)
22. Atli Hrafn Andrason ('67)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Stefán Ingi Sigurðarson ('71)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('71)
6. Jón Jökull Hjaltason ('45)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('67)
12. Eyþór Orri Ómarsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
18. Seku Conneh ('82)
19. Breki Ómarsson ('71)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Nökkvi Már Nökkvason ('44)
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('69)
Sigurður Arnar Magnússon ('89)

Rauð spjöld:
Nökkvi Már Nökkvason ('65)
Leik lokið!
Manni færri tryggja Eyjamenn sér stiginn þrjú. Dramatík og læti en stiginn ery dýrmæt!!!!!
92. mín MARK!
Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Stoðsending: Seku Conneh
Þvílík dramatík á Hásteinsvelli!!!!!!

Seku með eina bestu fyrirgjöf sem sést hefur á þessum velli í áraraðir sem Guðjón mætir og skallar í netið. Manni færri eru þeir að klára þennan leik!!!!!
91. mín
Þór með skot rétt framhjá markinu úr aukaspyrnunni. Er tími fyrir meiri dramatík?
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti fjórar mínútur.
89. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoppar skyndisókn.
89. mín Misnotað víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Úff Guðjón Pétur hamrar boltann langt yfir markið og langleiðina út í sjó.
88. mín
Heimamenn eru að fá víti!!!!!!!


Klár bakhrinding og ég er ekki frá því að þetta sér réttur dómur.
87. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
85. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Petar Planic (Þór )
84. mín
Þung pressa Þórs. Fáum við sigurmark í leikinn?
82. mín
Inn:Seku Conneh (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
80. mín
Heimamenn ná upp smá pressu og uppskera horn, Þeirra séns liggur hér.
78. mín
Orri Sigurjóns með skot í stöng!!!!

Fær boltann óvænt eftir horn og nær þéttingsföstu skoti sem því miður fyrir Þórsara small í stöngina og út. Halldór Páll hvergi nálægt.
77. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
77. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
75. mín
Eins og gefur að skilja er Þór mun meira með boltann þessa stundina en hefur ekki tekist að finna leiðir gegn þéttu liði ÍBV sem hefur sest aftar á völlinn enda eflaust sáttari með stig úr þeirri stöðu sem uppi er.
73. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Fyrir helst til hraustlega tæklingu.
71. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
Tvöföld breyting Eyjamanna.
71. mín
Inn:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
Tvöföld breyting Eyjamanna.
69. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Brýtur á Alvaro.
68. mín
Bjarki Þór með skot en Halldór vandanum vaxinn.
67. mín
Inn:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Út:Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Endurskipulagning eftir rauða spjaldið.
65. mín Rautt spjald: Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
Klaufalegt hjá Nökkva sem brýtur á Alvaro á sprettinum upp völlinn, Alvaro enn langt frá marki og seinna gula spjaldið eins klárt og það verður.
63. mín
Samskiptaleysi í vörn ÍBV eftir aukaspyrnu og Sigurður Marinó gleymist í teignum, Heimamenn bjarga þó í horn.
62. mín
Klafs í teignum eftir hornið endar með skoti frá Óskari framhjá marki Þórs.
61. mín
Guðjón Pétur með góðann sprett og kemur sér í fínt skotfæri. Varnarmenn henda sér fyrir skot hans úr D-boganum og boltinn í horn.
60. mín
Alvaro er orðinn vel pirraður og þarf að passa sig á gulu spjaldi.
58. mín
Bjarki Þór með fyrirgjöf sem dettur ofan á slánna og afturfyrir, engin hætta svo sem en í áttina.
55. mín
Jóhann Helgi liggur á vellinum. Þórsarar áttu snarpa sókn og stórhættulega fyrirgjöf sem sigldi fram hjá öllum í teig ÍBV.

Í kjölfarið darraðadans sem leiddi til baráttu milli Eiðs Arons og Jóhanns sem þurfti að láta í minni pokann. Staðin á fætur þó og virðist í lagi.
52. mín
Jakob Snær nær skoti að marki eftir aukaspyrnuna en laust og beint í fang Halldórs.
51. mín
Þór með aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu við hornfána hægra meginn.
50. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
Sá spænski farinn að hitna vel í skapi. Ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu frekar en innkast og sparkar boltanum í burtu.
49. mín
Gestirnir vilja víti eftir hornið. Hvort um hendi sé að ræða hreinlega sá ég ekki. Þór heldur pressunni en boltinn á endanum afturfyrir eftir hættulega fyrirgjöf frá hægri.
48. mín
Þór fær horn.
47. mín Gult spjald: Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
Skilur fótinn eftir og brýtur á Eyjamanni, hagnaði beitt og Sito sleppur í gegn en flaggið á loft.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik. Staðan jöfn og 45 mínútur til að breyta því.
45. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Eyjamenn gera eina breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi bætir engu við. Verið heldur kaflaskipt fram til þessa en Þórsarar mögulega heilt yfir verið sterkari úti á velli en það er þó ekki mikið sem munar.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
44. mín Gult spjald: Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
Gult fyrir brot á Montejo
44. mín
Jakob Snær með stórhættulegt skot úr D-boganum. Halldór verulega illa staðsettur og hefði aldrei náð boltanum ef hann hefði falliðm réttu meginn við stöngina.

Stefán með skot hinu meginn sem Daði ver í horn.
40. mín
Jóhann Helgi er alls ekki ánægður með meðferðina sem hann er að fá frá varnarmönnum ÍBV. Kvartar aðeins í Jóhanni Inga sem lætur sér fátt um finnast.
38. mín
Þórsarar fá hornspyrnu.
33. mín
Stórhætta í teig Þórs eftir fyrirgjöf Nökkva. Daði missir af boltanum en Stefán nær ekki góðum skalla. Boltinn þó enn á lífi í teignum og er settur fyrir aftur þar sem Sito skallar framhjá af stuttu færi.
29. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Þórsarar jafna!

Jakob Snær finnur Alvaro í teignum sem rétt nær að halda boltanum í leik og koma honum á Jóhann við markteigshornið í teig ÍBV. Jóhann með mann í sér sem hann snýr næsta auðveldlega af sér og skilar boltanum í netið.

Örfáum sekúndum áður hafði Jakob Snær átt skot í slánna úr þröngu færi eftir sendingu Elmars Þórs.
26. mín
Boltinn skallaður út þar sem Jakob Snær er aleinn. Hann nær fínasta skoti en Halldór vandanum vaxinn og ver vel. Þórsarar svo dæmdir brotlegir.
25. mín
Gestirnir í snarpri sókn og uppskera hornspyrnu.
20. mín
Boltinn dettur dauður fyrir fætur Stefáns í teignum sem nær skotinu enn í varnarmann og afturfyrir algjört dauðafæri og Þórsarar heppnir.. Upp úr horninu verður svo ekkert.
19. mín
Heimamenn tekið leikinni aðeins yfir og eru sterkari. Fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þórs. GPL 10 stendur yfir boltanum
14. mín
Þórsarar reyna skot eftir skot fyrir utan teig en varnarmenn heimamanna komast fyrir þau hvert af öðru.
11. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur tekur aukaspyrnu úti hægra meginn. Spyrnan er frábær og svífur inn á markteig þar sem Stefán svífur hæst og stangar boltann í netið.

Ekki varnarleikur upp á marga fiska en vel gert hjá Stefáni engu að síður.
9. mín
Gestirnir verið með yfirhöndina úti á velli hér í upphafi en ekkert náð að skapa sér. Eiður Aron verið kröftugur í öftustu línu heimamanna.
7. mín
Montejo sækir aukaspyrnu á prýðisstað til fyrirgjafar.
5. mín
Nökkvi Már liggur í grasinu og áhorfendur ekki sáttir. Sá ekki hvað gerðist í umræddu atviki en Nökkvi er í lagi og heldur leik áfram.
5. mín
Smávægileg hætta í teig ÍBV. Léleg hreinsun fer á Þórsara í vítateignum en skot hans beint í varnarmann og heimamenn hreinsa.
3. mín
Daði Freyr í basli gegn pressu ÍBV eftir markspyrnu. Stefán Ingi setur pressu á hann, Daði sparkar boltanum í Stefán en nær að handsama boltann og koma í leik á ný.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Hásteinsvelli. Það eru gestirnir æi bleiku sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Viltu lýsa fyrir Fótbolta.net í Vestmannaeyjum?

Fótbolti.net auglýsir eftir aðila til að annast leikjaskrif í Vestmannaeyjum.
Ekki hefur tekist að finna einstakling til að sjá um textalýsingar frá leikjum í Lengjudeild karla í Vestmannaeyjum. Ef þú ert búsett/ur þar væri gaman að heyra í þér gegnum [email protected]
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt eins og vera ber. Helst stingur í augu mín hjá ÍBV að Gonzalo Zamorano er fjarverandi, hann ku vera meiddur. Landi hans í framlínu Þórs Alvaro Montejo er á sínum stað en hann er á förum frá Þór og mun leika á Spáni í vetur. Þórsarar eru aðeins með 5 varamenn af 7 leyfilegum en þeir flugu til Vestmannaeyja með Twin Otter vél Norlandair og var einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri að mér skilst.
Fyrir leik
Aðstæður

Það er fínasta veður í Vestmannaeyjum nú þegar stutt er í leik. Sól skín í heiði og hægur vindur. Ekki það í Í minningunni er veðrið alltaf svona á Heimaey. Í það minnsta trúði ég því ekki í morgun þegar ég mætti út í Eyju að hér væri súld og þoka.
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðasta leik. ÍBV fékk þá Kórdrengi í heimsókn, voru manni fleiri frá 13. mínútu en gerðu 2 - 2 jafntefli.

Þórsarar fóru í Ólafsvík, þar sem þeir voru tveimur mönnum fleiri eftir að Víkingar fengu rauð spjöld en leiknum lauk svo með 2 - 2 jafntefli.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mosfellingurinn Jóhann Ingi Jónsson dæmir leikinn í dag og er með sér til aðstoðar þá Ragnar Þór Bender og Svein Tjörva Viðarsson á línunum. KSÍ sendi svo Þórarinn Dúa Gunnarsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust tvisvar í Lengjudeildinni á síðasta ári. Fyrri leikurinn fór fram 18. júlí á Akureyri og endaði 1-1. Bjarni Ólafur Eiríksson og Alvaro Montejo skoruðu mörkin.

Seinni leiknum sem fór fram í Vestmannaeyjum lauk líka með jafntefli, núna 2 - 2.

Þórsarar skoruðu sjálfsmark á 6. mínútu og jöfnuðu metin með marki Fannars Daða Malmquist Gíslasonar tveimur mínútum síðar.

Sito og Alvaro Montejo skoruðu svo sitthvorum megin við hálfleikinn.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er síðasti leikur 6. umferðar Lengjudeildarinnar og fyrir hann eru liðin hlið við hlið í stöðutöflunni.

Bæði lið eru með 7 stig eftir fyrstu fimm leikina en ÍBV er í 7. sætinu með betri markatölu en Þórsrar sem eru í áttunda sætinu.

Liðið sem vinnur í dag kemst upp í 5. sætið með sigri en jafntefli dugar þeim ekki til að eiga sætaskipti við Gróttu sem er í 6. sætinu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Þórs í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Orri Sigurjónsson
2. Elmar Þór Jónsson
6. Ólafur Aron Pétursson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('87)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason ('77)
15. Petar Planic ('85)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('77)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('85)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('77)
15. Guðni Sigþórsson ('77)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Bjarki Þór Viðarsson ('47)
Alvaro Montejo ('50)
Jakob Snær Árnason ('73)

Rauð spjöld: