Augnablik
1
3
Haukar
0-1 Vienna Behnke '5
Eyrún Vala Harðardóttir '43 1-1
1-2 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir '72
1-3 Hildur Karítas Gunnarsdóttir '80
22.06.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Sindri Snær A van Kasteren
Maður leiksins: Mikaela Nótt Pétursdóttir
Byrjunarlið:
21. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
4. Brynja Sævarsdóttir
5. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
6. Emilía Halldórsdóttir ('78)
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
16. Björk Bjarmadóttir ('61)
17. Birta Birgisdóttir ('83)
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('67)
19. Birna Kristín Björnsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir

Varamenn:
3. Snædís Eva Kruger ('78)
13. Sigrún Guðmundsdóttir
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('67)
20. Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('83)
21. Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir
22. Sveindís Ósk Unnarsdóttir
28. Eydís Helgadóttir ('61)

Liðsstjórn:
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Sigrún Sigríður Óttarsdóttir
Þórhallur Víkingsson
Laufey Pálsdóttir
Karen Tinna Demian
Rebekka Sif Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Hildur Lilja Ágústsdóttir ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn 1-3 sigur Hauka sem komu sterkar út í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Enga að síður hetjuleg barátta hjá Augnabliksstúlkum sem voru margar hverjar að spila sinn 3 eða 4 meistarflokksleik.

Minni á viðtöl og skýrlsu.
Takk fyrir mig.
90. mín
Vienna alveg að komast ein í gegn en Hildur Lilja verst vel.
90. mín
Eydís nær að koma boltanum í markið eftir langa sendingu úr vörninni en Eydís er rangstæð.
89. mín
Nú keyrir Kiley upp kantinn og kemur með fyrigjöfina en finnur ekki samherja.
88. mín
Hugrún með bjartsýnistilraun af löngu færi sem Emily grípur.
86. mín Gult spjald: Rakel Leósdóttir (Haukar)
Fyrir brot á Hugrúnu.
84. mín
Inn:Rakel Leósdóttir (Haukar) Út:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
83. mín
Hildur Karítas er staðinn á fætur og leikurinn farinn af stað aftur.
83. mín
Inn:Júlía Katrín Baldvinsdóttir (Augnablik) Út:Birta Birgisdóttir (Augnablik)
82. mín Gult spjald: Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik)
Brýtur á Hildi Karítas sem erá fleygiferð upp völlinn, Hildur liggur eftir og arf aðhlynningu.
82. mín
Kristín Fjóla reynir skot við vítateigslínu en þrír leikmenn Augnabliks hoppa fyrir það.
80. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
Fær langa sendingu fram völlinn og klárar vel úr þröngu færi.
79. mín
Írena dansar hér fyrir utan teiginn og kemur sér í skotfæri en skotið er auðvelt viðureignar fyrir Emily.
78. mín
Inn:Snædís Eva Kruger (Augnablik) Út:Emilía Halldórsdóttir (Augnablik)
77. mín
Harpa Karen með skot af löngu fær sem fer fram hjá.
76. mín
Fínt spil upp völlinn hjá Blikum sem endar á skoti frá Birtu en Emily ver.
75. mín
Birta með skot við vítateigslínu sem fer yfir.
74. mín
Sara Svanhildur komin ein í gegn á móti Emily en Emily kemur út á móti og ver vel.
72. mín MARK!
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Hildur Karítas Gunnarsdóttir
Vienna kemur með fyrirgjöf af vinstri kantinum á Hildi Karítas í teignum, Hildur gerir vel og kemur honum á Kristín Fjólu sem er alveg ein fyrir framan markið leggur hann í netið.
71. mín
Hildur Karítas ber upp boltann eftir sókn Blika og setur hann í hlaupið hjá Kristín Fjólu sem er rangstæð.
69. mín
Inn:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar) Út:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar)
69. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar)
67. mín
Inn:Sara Svanhildur Jóhannsdóttir (Augnablik) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Eyrún búin að vera öflug í dag.
65. mín
Erla Sól reynir skot inni í vítaeig en það fer í varnarmann Augnabliks og í horn.
63. mín
Lítið að gerast þessa stundina, liðin svolítið að skiptast á að missa boltann á miðjunni.
61. mín
Inn:Eydís Helgadóttir (Augnablik) Út:Björk Bjarmadóttir (Augnablik)
58. mín
Mikaela með fallega sendingu yfir vörn Augnabliks á Hildi Karítas en Dísella ver frábærlega í tvígang fyrst frá Hildi og svo Viennu.
56. mín
Eyrún Vala með sendingu á Birtu inni í teig Hauka en Birta nær ekki til boltanns.
52. mín
Björk geysist upp hægri kantinn og ætlar að setja hann á Björk sem er alein fyrir framan markið en sendingin er aðeins of aftarlega fyrir Birtu.
51. mín
Mikið klafs í teignum eftir hornið en Dísella nær honum að lokum.
51. mín
Þórey í fyrirgjafastöðu en Birna Kristín kemst fyrir, Haukar vinna horn.
50. mín
Írena er satðinn á fætur og leikurinn kominn af stað á ný.
48. mín
Haukakonur í sókn en Írena liggur eftir eftir baraáttu á miðjunni, sókn Hauka endar í innkasti.
46. mín
Haukar vinna boltann strax og komast í sókn en rangstaða dæmd á Kristínu Fjólu.
46. mín
Leikur hafinn
Augnablik byrjar með boltann.
45. mín
Staðan í hálfleik í öðrum leikjum kvöldsins
Grótta - HK: 1-1
FH - Grindavík: 1-0
ÍA - Víkingur: 0-1
KR - Afturelding: 1-0

Leikur Gróttu og HK er einnig í beinni textalýsingu hér á fotbolti.net
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik í spennandi leik. Augnablik hafa verið meira með boltann en Haukakonur beytt hættulegum skyndisóknum.
43. mín MARK!
Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
Stoðsending: Brynja Sævarsdóttir
Brynja með aukaspyrnu frá miðjum vallarhelmingi Hauka og setur boltann inn á teiginn þar sem Eyrún stekkur hæðst og skallar hann í netið.
40. mín
Augnablik vill víti, Björk er í kapphlaupi við Helgu og Dagrúnu og fellur við í teignum en Sindri dæmir ekkert.
38. mín
Þórey með fyrirgjöf en Hildur Lilja er á undan Viennu á boltann og kemur honum frá.
36. mín
Klafs í teignum eftir hornið og boltinn aftur í slánna.
36. mín
Þyrý tekur spyrnuna og setur hann inn á teiginn þar sem Haukakonur eru fyrstar á hann og skallar hann í slánna og í horn.
35. mín
Kiley brýtur á Eyrúnu Völu við hliðarlínuna þegar Eyrún var við það að komast fram hjá henni.
33. mín
Það er aðeins að lifna við Haukakonum sem hafa varla snert boltann og verið í vörn síðan á 5. mínútu.
32. mín
Flott sókn hjá Haukum, Mikaela vinnur boltann af Björk og kemur svo með frábæra sendingu upp á Þórey sem leggur hann út í teiginn á Vienna sem er í góðu færi en skotið ekki nógu gott.
28. mín
Eyrún Vala með skot beint á Emmily í marki Hauka.
26. mín
Erla Sól með skot sem fer fram hjá.
24. mín
Augnablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Hauka, Hildur Lilja tekur spyrnuna en Haukar skalla frá.
23. mín
Írena ætlar að þræða sig í gegnum vörn Hauka en kemur svo að vegg þegar hún mætir Helgu Ýr.
22. mín
Birta aftur á ferðinni og ætlar að leggja boltann í fjærhornið en hann fer fram hjá.
20. mín
Birta með flottann sprett inn að marki Hauka en Helga Ýr nær að stoppa hana.
19. mín
Augnablik eru búnar að vera miklu meira með boltann og spila vel en það vantar smá upp fyrir framan markið.
18. mín
Nú á Birna Kristín góðan sprett sem hún endar með skoti en skotið ekki nógu gott og er Emily grípur boltann auðveldlega.
16. mín
Þyrí með skot af löngu færi sem Emily grípur.
14. mín
Eyrún vala með ágæta tilraun af hægri kantinum en boltinn fer yfir.
11. mín
Vienna setur boltann á nær svæðið þar sem Erla Sól er fyrst á boltann en Augnablik nær að bægja hættunni frá.
10. mín
Vienna með skot fyrir utan teig sem Dísella ver í horn.
8. mín
Haukakonur með aðra góða sókn, Þórey með fyrirgjöf inn á teiginn og mér sýndist Hildur Karítas hafa sett hann í netið en rangstaða dæmd.
7. mín
Haukar höfðu varla snert boltann fram að markinu og skora úr fyrstu sókn sinni.
5. mín MARK!
Vienna Behnke (Haukar)
Stoðsending: Þórey Björk Eyþórsdóttir
Þórey með flotta skiptingu frá hægri kantinum yfir á vinstri kantinn til Viennu sem leikur á varnarmann Blika og setur hann svo í skeytinn fjær, virkilega vel gert.
5. mín
Hildur með góða sendingu upp hægri kantinn á Eyrúnu Völu en Kiley verst vel, boltinn endar hjá Emily í markinu.
3. mín
Eyrún Vala með góða tilraun sem Emily ver yfir markið, Augnablik fær horn.
1. mín
Haukar byrja en Birna Kristín vinnur boltann og Augnablik sækir upp völlinn en boltinn endar út af við hornfánann.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Blikar reyndu að fá leiknum frestað
Þegar ljóst var að Augnablik yrði án lykilmanna í leiknum reyndu blikar að fá leiknum frestað en KSÍ hafnaði þeirri beiðni.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn ásamt dómurum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Augnablik gerir sex breytingar frá síðasta leik en í fjarveru unglingalandsliðskvennanna koma inn þær Dísella Mey Ársælsdóttir,
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir, Emilía Halldórsdóttir, Björk Bjarmadóttir, Birta Birgisdóttir og Eyrún Vala Harðardóttir.

Haukakonur gera eina breytingu frá síðasta leik en Þórey Björk Eyþórsdóttir kemur inn í liði og Ásta Sól fær sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Augnablik er án sex lykilmanna

Sex leikmenn Augnablik eru ekki með Augnabliki í dag vegna landsliðsæfinga U16.
Það eru þær
Margrét Lea Gísladóttir
Margrét Brynja Kristinsdóttir
Viktoría París Sabdio
Harpa Helgadóttir
Vigdís Lilja Gísladóttir.

Dísella Mey Ársælsdóttir er einnig í U16 hópnum en er mætt í leikinn þar sem Bryndís Gunnarsdóttir er veik.

Fyrir leik
Heil umferð í kvöld
Heil umferð er spiluð í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Aðrðrir leikir eru:
ÍA - Víkingur
KR - Afturelding
Grótta - HK
FH - Grindavík

Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15.
Fyrir leik
Það er Sindri Snær A van Kasteren sem dæmir leikinn og þeir Bjarni Víðir Pálmason og Hreinn Magnússon verða honum til aðstoðar.
Fyrir leik
Haukar

Fyrir leikinn sitja Haukakonur í 6. sæti deildarinnar með 7 stig. Í síðustu umferð fengu þær Gróttukonur í heimsókn á Ásvelli og sigruðu leikinn 3-1. Hildur Karítas Gunnarsdóttir, Vienna Behnke og Þórey Björk Eyþórsdóttir skoruðu mörk Hauka.


Fyrir leik
Augnablik

Augnablik situr fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 5 stig. Þær hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð þegar liðið lagði KR 2-1 á Kópavogsvelli.
Í síðustu umferð gerði Augnablik 1-1 jafntefli við Aftureldingu í Mosfellsbæ, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark Augnabliks í þeim leik.


Fyrir leik
Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Augnablik tekur á móti Haukum í 7.umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
10. Lára Mist Baldursdóttir
11. Erla Sól Vigfúsdóttir ('69)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('84)
16. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('69)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
2. Rannveig Þóra Karlsdóttir
4. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
6. Berglind Þrastardóttir
7. Rakel Leósdóttir ('84)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('69)
15. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('69)
22. Ásta Sól Stefánsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:
Rakel Leósdóttir ('86)

Rauð spjöld: