Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
4
0
ÍA
1-0 Óttar Bjarni Guðmundsson '5 , sjálfsmark
Hilmar Árni Halldórsson '24 2-0
Magnus Anbo '41 3-0
Magnus Anbo '93 4-0
04.08.2021  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og 10-12 gráður og smá gola.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson ('62)
Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson
6. Magnus Anbo
7. Eggert Aron Guðmundsson ('80)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('51)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('80)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m) ('62)
4. Óli Valur Ómarsson ('51)
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Halldór Orri Björnsson ('80)
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
99. Oliver Haurits ('80)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Ejub Purisevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka.

Stjörnumenn með verðskuldaðan 4-0 sigur á Skagamönnum.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.

Takk fyrir mig.
93. mín MARK!
Magnus Anbo (Stjarnan)
MAGNUS ANBO MEÐ GLÆSILEGT EINSTAKLINGSFRAMTAK

Fær boltann á miðjunni og fer framhjá hverjum Skagamönnunum á fætur öðrum og kemur sér inn á teig og setur boltann í netið.

4-0!
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Samsungvellinum í Garðabæ.

Uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
88. mín
Heiðar Ægisson á geggjaðan bolta inn á Hilmar Árna sem nær ekki að setja boltann á markið en boltinn rétt framhjá.
83. mín
Óli Valur fær boltann út til hægri og labbar framhjá Aroni Kristóferi og kemur boltanum fyrir en boltinn í gegnum allan pakkann og á Daníel Laxdal sem fær boltann fyrir utan teig en boltinn yfir markið.
81. mín
Stjörnumenn vinna aukaspyrnu á góðum stað rétt fyrir framan teig Skagamanna.

Hilmar Árni skrúfar boltann fyrir og Alex Davey skallar boltann afturfyirr í horn.
80. mín
Inn:Oliver Haurits (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
80. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
77. mín
Aron Kristófer fær boltann vinstra megin og neglir boltanum beint á Viktor Jónsson sem tók gott hlaup og nær að taka boltann niður inn á teig Stjörnunnar en Arnar Darri ver vel.
73. mín
Eggert Aron fær boltann inn á teig Skagamanna í fínu færi en er of lengi að koma skoti á markið og Skagamenn vinna boltann.
69. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
69. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
68. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
Elís Rafn fær boltann og á lélega sendingu til baka á Magnus Anbo og Viktor Jónssn hleypur Anbo niður og Viktor fær gult spjald.
65. mín
Skagamenn vinna hornspyrnu sem Aron Kristófer tekur en Arnar Darri kýlir boltann frá.

Lítið að gerast hérna þessar síðustu mínútur.
62. mín
Leikurinn er farinn í gang aftur.
62. mín
Inn:Arnar Darri Pétursson (Stjarnan) Út:Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Haraldur Björnsson klárar ekki leikinn hér í kvöld og Arnar Darri kemur inn í hans stað.
60. mín
Leikurinn er stopp. Haraldur Björnsson liggur eftir en er staðin á fætur og stendur fyrir aftan mark ásamt sjúkraþjálfara Stjörnunnar og virðist ekki geta klárað leikinn hér í kvöld.
59. mín
Emil Atlason fær hann hægra megin í teig Skagamanna og nær fínu skoti en boltinn í hliðarnetið.
58. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
58. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Wout Droste (ÍA)
57. mín
Haraldur kemur með langan bolta upp og einhver miskilningur verður aftast hjá ÍA og Emil potar boltanum yfir Árna Marinó en Skagamenn ná að bjarga á síðustu stundu.
55. mín
Steinar Þorsteinsson fær boltann við teig Stjönunnar og kemur honum til hliðar á Tamburini sem kemur boltanum fyrir en boltinn í Eeiðar Ægisson og afturfyrir.

Gísli Laxdal tekur hornið en ekkert verður úr því og markaspyrna frá marki Stjörnunnar.
51. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
50. mín
Sindri Snær fær boltann á miðjum vallarhelming Stjörnunnar og leggur hann inn á Elías Tamburini sem nær ekki að koma boltanum fyrir og Haraldur nær til boltans.
48. mín
Eggert Aron fær boltann út til hægri og keyrir inn á völlinn og leggur hann til hliðar á Hilmar Árna sem nær skoti á markið en boltinn beint á Árna í marki ÍA.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
46. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Hálfleiksskipting hjá Jóa Kalla.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Stjörnumenn verið frábærir og fara með 3-0 forskot inn í hálfleikinn.
44. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
41. mín MARK!
Magnus Anbo (Stjarnan)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
STJÖRNUMENN AÐ KLÁRA SKAGAMENN HÉRNA!!!

Magnús Anbo og Eggert leika gríðarlega vel á milli sín sem endar með því að Eggert hælar boltann á Magnús Anbo sem neglir boltanum upp í þaknetið.

Það verður erfitt fyrir Skagamenn að koma til baka úr þessu.
39. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Brýtur klaufalega á Þorsteinsi Má við miðjuhringinn
39. mín
Skagamenn tapa boltanum rosalega klaufalega hér á sínum eigin vallarhelmingi og boltinn beint á Emil Atlason sem nær skoti en Árni ver.
37. mín
Emil fær boltann hægramegin á vallarhelming Skagamanna og neglir boltanum fyrir á fjær þar sem Eggert Aron var í hlaupi inn á teiginn og nær að taka boltann gríðarlega vel niður en nær ekki að koma boltanum framhjá Árna Marinó.
35. mín
Elias Tamburini fær boltann og á fyrirgjöf inn á teiginn og boltinn ratar á Brynjar Snær sem nær skoti á markið en boltinn af Birni Berg og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
32. mín
Fyrstu þrjátíu verið í eign Stjörnunnar en þeir eru gríðarlega vel stemmdir. Vantar allt í leik Skagamanna.
31. mín
Steinar Þorsteinsson fær boltann og leggur boltann út á Gísla Laxdal sem reynir skot en það laflaust beint í Daníel Laxdal og Stjörnumenn hreinsa boltann í burtu.
24. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
STJARNAN AÐ TVÖFALDA HÉRNA!!!!

Daníel Laxdal kemur með langan bolta frá vörn Stjörnunnar inn á teiginn og boltinn ratar á Emil Atlason sem nær að skalla boltann á Þorstein Má og Þorsteinn leggur boltsann út á Hilmar Árna sem neglir boltanum með ristinni í nærhornið.

2-0 STAR!
21. mín
Ólafur Valur fær boltann á miðjum vallarhelming Stjörnunnar og lyftir boltanum fyrir á Alex Davey sem nær skalla en hann lauus beint á Halla Björns.
18. mín
Steinar Þorsteinsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og þarf að leita til baka og leggur hann út á Elias Tamburini sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Heiðari og í horn.

Gísli tekur hornið og Eyjó skallar boltann í burtu en boltinn beint á Gísla aftur sem fær annan séns á að koma boltanum fyrir en boltinn beint í hendur Haralds.
13. mín
ÚFF SINDRI SNÆR STÁLHEPPINN ÞARNA!!!

Árni Marinó kemur boltanum í leik á Alex Davey sem kemur boltanum beint á Óttar Bjarna sem finnur Sindra inn á miðjunni og Sindri ætlar að setja hann til baka á Óttar en boltinn beint á Emil Atla en Árni kemur út á móti og hreinsar boltann.
12. mín
Wouth Droste fær boltann hægra megin og lyftir boltanum inn fyrir á Gísla Laxdal en Gísli flaggaður rangstæður.
10. mín
Hilmar Árni kemur boltanum út á Þorstein Má sem reynir að koma með fyrirgjöf en frábær vörn hjá Wouth Droste sem tæklar boltann í innkast.
7. mín
Viktor Jónsson fær boltann við miðju hriginn og rennir boltanum í gegn á Gísla Laxdal en Haraldur kemur út á móti og hreinsar boltann.
5. mín SJÁLFSMARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
MAAAAAAAAARK!!!!!

Þorsteinn Már fær hann við vítateig Skagamanna og leggur hann út á Eggert Aron sem keyrir inn á teiginn vinstramegin og setur boltann í fjær hornið.

Frábærlega gert hjá Eggerti!!

Uppfært: Boltinn breytti um stefnu af Óttari Bjarna og skráist sem sjálfsmark.
3. mín
Viktor Jónsson kemur boltanum út á Gísla Laxdal sem reynir að koma boltanum fyrir en boltinn af honum og í markaspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar til leiks. Eyjólfur Héðinsson á upphafsspyrnu leiksins.

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Bæðið liðin eru komin inn á völlin og dómararnir ganga inn til leiks.

Dandíel Laxdal og Óttar Bjarni fyrirliðar liðanna heilsa dómurum leiksins og Óttar Bjarni vinnur uppkastið og velur vallarhelming. Það eru Stjörnumenn sem hefja leik.
Fyrir leik
Liðin eru bæði út á velli að halda bolta. Það styttist í upphafssflautið og má segja að það sé gríðarlega mikið undir hjá báðum liðum í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Víkingum. Casper Sloth er utan hóps hjá Stjörnunni í kvöld. Oliver Haurits fær sér sæti á bekknum. Björn Berg Bryde, Eggert Aron Guðmundsson og Emil Atlason koma alir inn í liðið.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn FH. Ísak Snær Þorvaldsson og Hlynur Sævar Jónsson eru báðir í leikbanni og eru ekki í leikmannahópi ÍA í kvöld. Guðmundur Tyrfingsson fær sér sæti á bekknum. Ólafur Valur Valdimarsson, Brynjar Snær Pálsson og Wout Droste koma allir inn í liðið.



Emil Atlason skoraði í síðustu umferð. Hvað gerir hann í kvöld?
Fyrir leik
Síðustu leikir liðanna.

Stjörnumenn fóru í Víkina og mættu Víkingum frá Reykjavík í síðustu umferð og tapaði liðið 3-2.



Emil Atlason skoraði annað mark Stjörnumanna gegn Víkingum.

ÍA fékk Fimleikafélag Hafnarfjarðar í heimsókn upp á Skaga í síðustu umferð og tapaði liðið 3-0.


Fyrir leik
ÍA

Skagamenn sitja fyrir leik kvöldsins í neðsta sæti deildarinnar með níu stig og þarf liðið nauðsynlega sigur í kvöld til að kveikja alvöru lífi í fallbaráttuna. Tapi liðið í kvöld gerir verkefni Skagamann að bjarga lífi sínu í deildinni rosalega erfitt.



Óttar Bjarni Guðmundsson fyrirliði Skagamanna.
Fyrir leik
Stjarnan

Stjörnumenn sitja fyrir leikinn í kvöld í tíunda sæti deildarinnar með 13.stig eftir fjórtán leiki spilaða og með sigri í kvöld getur liðið andað aðeins léttar og komið sér upp fyrir Fylkismenn sem sitja í níunda sæti deildarinnar.



Þorvaldur Örlygsson er væntanlega búin að gíra sína menn í verkefni kvöldsins.
Fyrir leik
Dómarinn

Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar leikinn í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Smári Stefánsson. Varadómari í dag verður Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður KSÍ verður Jón Magnús Guðjónsson.


Fyrir leik
RISA FALLBARÁTTUSLAGUR FRAMUNDAN

Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkominn með okkur á Samsungvöllin í Garðabæ þar sem Stjörnumenn taka á móti ÍA í 15.umferð Pepsí Max-deildarinnar.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15


Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
5. Wout Droste ('58)
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('58)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('69)
16. Brynjar Snær Pálsson ('46)
18. Elias Tamburini ('69)
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson ('58)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('69)
19. Eyþór Aron Wöhler
20. Guðmundur Tyrfingsson ('69)
22. Hákon Ingi Jónsson ('46)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('58)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Ólafur Valur Valdimarsson ('39)
Steinar Þorsteinsson ('44)
Viktor Jónsson ('68)

Rauð spjöld: