Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
0
2
FH
0-1 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir '26
0-2 Sandra Nabweteme '59
05.08.2021  -  19:15
Meistaravellir
Lengjudeild kvenna
Dómari: Samir Mesetovic
Maður leiksins: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir ('70)
Bergdís Fanney Einarsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir ('93)
5. Thelma Björk Einarsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
10. Inga Laufey Ágústsdóttir
11. Aideen Hogan Keane
23. Arden O´Hare Holden
26. Kathleen Rebecca Pingel ('66) ('66)

Varamenn:
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
7. Unnur Elva Traustadóttir ('70)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Hlíf Hauksdóttir ('66)
13. María Soffía Júlíusdóttir
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
21. Tijana Krstic ('66)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('93)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH tekur toppsætið!

Leiknum lýkur með sannfærandi 0-2 sigri FH. Úrslitin þýða að FH fer í toppsæti deildarinnar. Liðið kemst í 29 stig, jafnmörg og KR, en er með betri markatölu.

Afturelding er svo í 3. sætinu með 25 stig og það er ljóst að það er rosaleg barátta framundan um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Enn eru 5 leikir og 15 stig eftir í pottinum!

Ég þakka fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
93. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Út:Laufey Björnsdóttir (KR)
Laufey fer meidd af velli. Hin bráðefnilega Ísabella Sara leysir hana af.
92. mín
Laufey Björns liggur eftir þegar KR-ingar sækja. Ég sá ekki hvað gerðist en hún getur ekki haldið áfram leik.
90. mín
5 mínútum verður bætt við.
90. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
88. mín
Stutt eftir og KR-ingar fá horn. Tijana tekur spyrnuna og snýr boltann rétt yfir samskeytin fjær!
82. mín Gult spjald: Maggý Lárentsínusdóttir (FH)
Þriðji FH-ingurinn í bókina en það er ekki hægt að kvarta yfir neinu hér. Maggý tók Aideen niður í stað þess að hleypa henni upp kantinn.

KR-ingar fá í kjölfarið aukaspyrnu sem FH-ingar skalla frá. KR-ingar taka frákastið, setja boltann aftur inná vítateig FH en það er flögguð rangstaða áður en KR-ingar finna skot.
81. mín
Það er hiti í þessu. Ingunn er alltof sein í tæklingu á Selmu Dögg. Samir flautar aukaspyrnu en sleppir spjaldinu.

FH-ingar í stúkunni láta vel í sér heyra. Fannst ekki samræmi í spjaldagjöfinni þarna. Mikið til í því en fegnust því er eflaust Katelin Talbert sem hefði mögulega átt að fá rautt fyrir brotið áðan.
80. mín Gult spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH)
Sísí brýtur snyrtilega af sér og kemur í veg fyrir að KR-ingar komist í sókn. Fær gult fyrir vikið. Alls ekki grófasta brotið í þessum leik.
79. mín
Inn:Arna Sigurðardóttir (FH) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)
78. mín Gult spjald: Nótt Jónsdóttir (FH)
Fyrir brot.
77. mín
Hendi víti?

KR-ingar eiga fína sókn sem virðist enda á því að Aideen lyfti boltanum upp í höndina á vanarmanni FH.

Ekkert dæmt en KR-ingar nálægt því að koma skoti á markið í framhaldinu.
76. mín
Aftur reynir Ingibjörg markvörður að sóla FH-ing eins og í fyrri hálfleik. Í þetta skiptið gengur það þó ekki eins vel og hún er heppin að Tijana er þannig staðsett að hún er á undan sóknarmanni FH í boltann.
74. mín
Unnur Elva á skalla yfir eftir hornspyrnu Laufeyjar Björns.

KR-ingar þurfa ekki nema eitt mark til að búa til alvöru leik hér í lokin!
70. mín
Inn:Unnur Elva Traustadóttir (KR) Út:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
Unnur Elva Traustadóttir kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir KR. Unnur Elva kom til liðsins frá ÍR fyrir stuttu en hún hefur farið á kostum í 2. deild í sumar og var þar markahæst áður en hún ákvað að færa sig yfir í Vesturbæinn.
69. mín
Falleg sókn hjá léttleikandi FH-ingum endar á því að Selma Dögg skýtur rétt framhjá.

FH-ingar með fín tök á leiknum um þessar mundir og alls ekki líklegar til að gefa eftir.
66. mín
Inn:Tijana Krstic (KR) Út:Kathleen Rebecca Pingel (KR)
Tvöföld skipting hjá KR. Tijana og Hlíf koma inná. Hlíf að mæta aftur til leiks hjá KR eftir að hafa verið á mála hjá Val það sem af er árinu.
66. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (KR) Út:Kathleen Rebecca Pingel (KR)
Tvöföld skipting hjá KR. Tijana og Hlíf koma inná. Hlíf að mæta aftur til leiks hjá KR eftir að hafa verið á mála hjá Val það sem af er árinu.
61. mín
Bergdís Fanney er komin aftur inná.
60. mín
Rautt?

Úff. Hér verður hart samstuð. Katelin er sein út í boltann og setur sólann á undan sér. Hún virðist fara fyrst í boltann en tekur Bergdísi Fanney svo niður líka.

Ekkert dæmt. Katelin heppin þarna og KR-ingar eðlilega ósáttar.

Bergdís Fanney liggur í svolitla stund og fær aðhlynningu. Vonandi er hún í lagi.
59. mín MARK!
Sandra Nabweteme (FH)
Stoðsending: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Váááá!

Sandra Nabweteme opnar markareikning sinn fyrir FH og kemur liðinu tveimur mörkum yfir!

Aðdragandinn var gullfallegur. FH-liðið lét boltann ganga hratt áður en Selma Dögg renndi boltanum inn á Söndru sem kláraði glæsilega!
56. mín
Fyrsta skottilraun KR í seinni hálfleik. Kathleen lætur vaða rétt utan teigs en skýtur beint á Katelin í FH-markinu.
54. mín
Flott varnarvinna hjá Ingunni fyrirliða KR. Eltir Selmu Dögg langt út á völl og ýtir henni frá KR-markinu.

Þetta er síðasti leikur Ingunnar með KR-ingum í sumar. Hún er á leið á atvinnumennsku til Grikklands.
51. mín
Eftir baráttu úti á velli þessar upphafsmínútur síðari hálfleiks vinna FH-ingar hornspyrnu.

Rannveig tekur hornið. Snýr boltann á fjær en hann fer aftur fyrir.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Sandra Nabweteme kemur inná hjá FH og fer beint í framlínuna.
46. mín
Inn:Sandra Nabweteme (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Ein skipting í hálfleik. Sandra kemur inn fyrir Elísu Lönu.
45. mín
Smá tölfræði úr fyrri hálfleiknum.

KR var 47% með boltann, FH 53%.

KR átti 1 skot að marki en það fór þó ekki á rammann.

FH átti 7 skot á rammann og 4 þar að auki sem fóru framhjá.
45. mín
Hálfleikur
Þá blæs Samir dómari til hálfleiks.

Gestirnir í FH leiða verðskuldað en þó aðeins með minnsta mun.

Það gæti því vel verið leið fyrir KR aftur inn í leikinn. Efsta sæti deildarinnar er jú í húfi.

Sjáum hvað gerist hér eftir korter.
44. mín
Áfram sækja FH-ingar. Nú var Selma Dögg að skjóta rétt yfir rétt utan teigs.
42. mín
FH-liðið með fín tök á leiknum þessar mínúturnar. Sísí Lára var að negla yfir eftir fínt samspil.
39. mín
Snillingarnir í FH-hjartanu láta sig að sjálfsögðu ekki vanta. Eru að standa sig vel í stúkunni og eiga hrós skilið. Geggjaðir stuðningsmenn.
35. mín
Þetta eru stórskemmtilegur leikur að fylgjast með. FH-liðið meira með boltann og betur gírað en það er bara eins marks munur og KR-liðið hefur fengið ágæta sénsa til að búa eitthvað til.
30. mín
FH-ingar skora en markið er dæmt af vegna rangstöðu!

Elísa Lana kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Fallegt mark en það fær ekki að standa.
29. mín
Aideen kemst inná teig hjá FH. Er í heldur þröngu færi og ákveður að reyna að setja boltann fyrir á Bergdísi Fanney. FH-ingar lesa það hinsvegar og hreinsa frá. Spurning hvort Aideen hafi ekki bara átt að láta vaða þarna?
27. mín
FH-ingar hóta að bæta við. Vinna annað horn en KR-ingar verjast því.
26. mín MARK!
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
FH-ingar komast yfir!

Sunneva Hrönn mundar sinn frábæra vinstri fót og snýr boltann beint inn eftir hornspyrnu!

Það var þéttur pakki á fjærsvæðinu en leikmenn FH hlaupa allar beint til Sunnevu til að fagna markinu svo það virðist sem að boltinn hafi ekki haft viðkomu í öðrum leikmanni.
25. mín
AFTUR ER BJARGAÐ Á LÍNU!

KR-ingar bjarga aftur á marklínu!!

Rebekka Sverris nær að renna sér fyrir skot Brittney og bjarga í horn.

Brittney hafði gert virkilega vel. Vann kapphlaup við Ingibjörgu og náði að stýra boltanum á markið úr þröngu færi.
23. mín
Ingibjörg í marki KR er svellköld og leikur á sóknarmann FH undir pressu. Það má ekki gleymast að Ingibjörg var ansi öflugur útileikmaður með Sindra á Hornafirði áður en hún ákvað að setja hanskana í fyrsta sæti.

Það fór mögulega aðeins um stúkuna þarna en Ingibjörg var nákvæmlega ekkert að stressa sig.
21. mín
Skemmtileg sókn hjá KR. Arden setti boltann inná teig. Bergdís Fanney lét boltann fara áfram og þaðan fór hann í varnarmann og aftur fyrir. Hættuleg stefnubreyting.

Thelma Björk tekur svo hornið en setur boltann beint aftur fyrir.
19. mín
FH-ingar búnar að eiga nokkrar lofandi sóknir án þess að skapa alvöru hættu. Nú var Sigrún Ella að skalla frábæra sendingu Sunnevu Hrannar yfir!
16. mín
Ágæt tilþrif hjá heimakonum. Komast inná teig hjá FH. Án þess að finna skotið samt.
14. mín
Lið FH:

Katelin

Nótt - Erna Guðrún - Maggý - Sunneva

Sigríður Lára

Selma Dögg - Brittney

Rannveig

Sigrún Ella - Elísa Lana
13. mín
Þá er komið að KR-ingum. Nýliðinn Aideen vinnur hornspyrnu.

Laufey tekur spyrnuna sem er hættuleg en svífur þó í gegnum allan pakkann og út á Arden sem var mætt hægra megin. Arden setti boltann aftur fyrir markið en Katelin markvörður kom vel út í teiginn og sló hann frá.
10. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki??

FH-ingar skapa STÓRHÆTTU eftir hornspyrnuna. Mér sýnist það vera Sigríður Lára sem á skalla sem bjargað er á marklínu. Boltinn berst svo aftur út á FH-ing en aftur bjarga KR-ingar á marklínu.

Ingibjörg markvörður gerir svo vel að henda sér á boltann áður en FH-ingar ná þriðju marktilrauninni!

Þetta var rosalegt!
9. mín
Geggjuð vörn!

Thelma Björk nær að komast fyrir skot FH-inga í teignum eftir frábæran samleik gestanna.

FH fær horn.
8. mín
FH-ingar að gerast aðgangsharðar rétt utan við vítateig KR. Samir dómari dæmir Rannveigu Bjarnadóttur svo brotlega eftir mikla baráttu.

Önnur aukaspyrnan sem dæmd er á FH þegar þær sækja.
6. mín
Lið KR:

Ingibjörg

Inga Laufey - Rebekka - Ingunn - Thelma Björk

Laufey - Arden - Kathleen

Hildur - Aideen - Bergdís Fanney
5. mín
Skemmtileg sending!

Selma Dögg laumar boltanum afturfyrir varnarlínu KR og mér sýnist það vera Sigrún Ella sem er nálægt því að finna skotið þegar Ingunn Haraldsdóttir mætir og stígur hana út.
4. mín
Liðn eru að fóta sig á fallegum grasvellinum þessar fyrstu mínútur og við bíðum spennt eftir fyrsta marktækifærinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Heimakonur í KR byrja og leika í átt að Hringbrautinni.
Fyrir leik
Þá styttist í fjörið. Byrjunarliðin klár eins og sjá má hér til hliðar og ýmislegt áhugavert þar að sjá.

Hjá KR byrjar Thelma Björk Einarsdóttir sem áður lék með Val og er að taka skóna aftur af hillunni. Í byrjunarliði KR er líka nýliðinn Aideen Hogan Keane, ástralskur leikmaður sem mætti í Vesturbæinn undir lok leikmannagluggans.

Hjá FH er Nótt Jónsdóttir komin aftur í liðið en hún hefur leikið einn leik með FH á tímabilinu, þann 22. júní síðastliðinn.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna lauk með 2-0 sigri KR. Þær Kathleen Rebecca Pingel og Thelma Lóa Hermannsdóttir skoruðu mörk KR í leik þar sem spilandi aðstoðarþjálfarinn Katrín Ómarsdóttir fór á kostum.

Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og breytingar orðið á báðum leikmannahópunum.
Fyrir leik
Það er ofboðslega mikið í húfi hér í kvöld en liðin sitja í 1. og 2. sæti deildarinnar eftir fyrstu 12 umferðirnar.

KR er á toppnum með 29 stig og 18 mörk í plús. FH í 2. sæti með 26 stig og 21 mark í plús.

Liðið sem sigrar hér í kvöld verður því í toppsætinu eftir 13. umferð.

Afturelding er svo þriðja liðið sem gerir atlögu að því að fara upp um deild. Afturelding er í 3. sæti með 25 stig og bíður eftir að annað hvort KR eða FH misstígi sig.
Fyrir leik
Heil og sæl gott fólk!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá toppslag KR og FH í Lengjudeild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Katelin Talbert (m)
Sigrún Ella Einarsdóttir ('79)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
3. Nótt Jónsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('90)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Brittney Lawrence
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('46)
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Varamenn:
12. Þórdís Ösp Melsted (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('90)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
25. Katrín Ásta Eyþórsdóttir
29. Sandra Nabweteme ('46)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Arna Sigurðardóttir
Magnús Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Nótt Jónsdóttir ('78)
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('80)
Maggý Lárentsínusdóttir ('82)

Rauð spjöld: