Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fram
2
0
Fjölnir
Þórir Guðjónsson '35 1-0
Valdimar Ingi Jónsson '86
Guðmundur Magnússon '91 2-0
05.08.2021  -  19:15
Framvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 276
Maður leiksins: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson ('94)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson ('68)
9. Þórir Guðjónsson ('71)
10. Fred Saraiva ('94)
21. Indriði Áki Þorláksson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
33. Alexander Már Þorláksson ('71)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson ('94)
6. Danny Guthrie ('68)
7. Guðmundur Magnússon ('71)
11. Jökull Steinn Ólafsson
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson ('71)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('61)
Kyle McLagan ('73)
Aron Kári Aðalsteinsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aðalbjörn Heiðar flautar til leiksloka. 2 - 0 sigur Fram staðreynd og Framarar eru komnir með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín
Hallvarður fær boltann og lyftir boltanum fyrir en Aron Kári skallar burt.
94. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
94. mín
Inn:Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
91. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
VARAMENN FRAM EIGA ÞETTA MARK!!!

Mási fær boltann innfyrir vörn Fjölnis og leggurt boltann til hliðar á Guðmund Magnússon sem setur boltann í autt netið!

Game over!
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Safamýri.
89. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Hans Viktor að fá sýnar fyrstu mínútur í sumar.
89. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
89. mín
Alex Freyr keyrir bara upp að hornfána og vinnur hornspyrnu. Neglir boltanum í Arnór Breka og þaðan boltinn afturfyrir.
88. mín
Mikill hiti þessa stundina og fátt að gerast annað en klaufaleg brot út á velli hjá báðum liðum.
86. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna en boltinn yfir markið.
86. mín Rautt spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
Fær sitt annað gula spjald og er sendur í sturtu fyrir þetta brot.
85. mín
Jóhann Árni tekur aukaspyrnuna og Fjölnismenn keyra af stað og Már Ægisson sem finnur Indriða Áka sem var að sleppa í gegn og Valdimar brýtur á honum og aukaspyrna dæmd á Valdimar Inga
84. mín Gult spjald: Aron Kári Aðalsteinsson (Fram)
Brýtur klaufalega á Jóhanni Árna við miðjuhringinn og Fjölnismenn fá aukaspyrnu.
81. mín
Jóhann Árni tekur aukaspyrnu við vararmannabekkina og lyftir boltanum inn á teiginn og boltinn á hausinn á Baldur sem nær ekki að skalla boltann á markið.
80. mín
Bakare fær boltann út til vinstri og finnur Jóhann Árna við teiginn og Jóhann Árni færir hann á Gumma Kalla sem nær fyrirgjöf en Framarar ná að koma boltaum í burtu.

Ég væri alveg til í að fá alvöru fjör í þetta hérna síðustu tíu!
78. mín Gult spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
Valdimar Ingi í baráttunni hér úti við hliðarlínu og brýtur á Haraldi sem endar á auglýsingaskiltunum.
77. mín
Már Ægisson keyrir í átt azð teignum og boltinn hrekkur til Indriða sem reynir skot en boltinn í varnarmann og þaðan á Aron Þórð sem heldur á lofti og tekur hann á lofti en boltinn hátt yfir markið.
75. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Ragnar Leósson hefur lokið leik hér í kvöld.
75. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir)
75. mín
Ragnar Leósson búin að liggja hér í góðar tvær mínútur og stendur upp og klárar að öllum líkindum ekki leikinn hér í kvöld.
73. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
Brýtur harkalega á Ragnari Le
72. mín
Fred fær boltann út til vinstri og kemur boltanum en þar er enginn. Alex Freyr heldur boltanum inná og kemur boltanum á Indriða Áka sem nær skoti en Fjölnismenn kasta sér fyrir boltann
71. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
71. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
68. mín
Inn:Danny Guthrie (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
68. mín
Indriði Áki kemur boltanum á Alex Frey sem finnur Harald fyrir utan teig og Haraldur lætur vaða en boltinn af Baldri og afturfyrir
66. mín
FJÖLNISMENN KOMA BOLTANUM Í NETIÐÐ!!!

Jóhann Árni kemur með boltann fyrir og Fjölnismenn koma boltanum í netið en flaggið á loft og þetta telur ekki. Sá ekki alveg hver það var sem kom boltanum í netið.
65. mín
Alexander Freyr kemur boltanum upp á Valdimar Inga og Haraldur Einar dæmdur brotlegur og Fjölnismenn fá aukaspurnu.
63. mín
Gummi Kalli lyftir boltanum í gegn á Andra en Óli Ís er fljótur að lesa þetta og kemur út og hreinsar boltann burt.
62. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
62. mín
Bakare fær boltann á miðjum vallarhelming Fram og Aron Þórður dæmdur brotlegur.

Jóhann Árni skrúfar boltann fyrir beint á pönnuna á Baldri en skalli hans framhjá.
61. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Óþarfi hjá Alex, aukaspyrna dæmd úti við vararmannabekkina og Alex Freyr sparkar boltanum í burtu.
60. mín
Bakare fær boltann og kemur sér í góða stöðu og reynir skot en boltinn beint í Aron Kára.
59. mín
Fjölnismenn vinna hornspyrnu.

Rólegt yfir þessu.
51. mín
Albert Hafsteinsson tekur hornið og Fjölnismenn vinna boltann og keyra upp. Bakare leggur hann á Viktor Andra sem nær skoti á markið en boltinn yfir.
51. mín
SIGURJÓN DAÐI MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU!!!

Þórir Guðjónsson fær boltann skyndilega við teiginn og lætur vaða og Sigurjón ver frábærlega í horn.
50. mín
Albert Hafsteinsson kemur djúpt og fær boltann og kemur boltanum á Fred sem kemur boltanum á Þóri Guðjóns og brotið á honum og Fram fær aukaspyrnu á góðum stað.

Albert tekur spyrnuna og lætur vaða á markið en Sigurjón ekki í vandræðum og grípur boltann
49. mín
Aron Kári fær boltann við miðjuna og neglir boltanum yfir á Alexander Má sem nær að taka vel við boltanum og lætur vaða en Sigurjón ver vel.
47. mín
Haraldur Einar kemur boltanum á Þóri Guðjónsson sem nær skoti utarlega í vítateig Fjölnis en boltinn framhjá.
46. mín
Arnór Breki fær boltann út til vinstri og finnur Alexander Frey inn á teig Fram og nær skallanum en boltinn framhjá
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn Heiðar flautar til hálfleiks hér í Safamýri. Framarar leiða 1-0 í hálfleik.
45. mín
Albert Hafsteinnson fær boltinn við endarmörkin og vinnur hornspyrnu.

Albert tekur hornið en Sigurjón Daði kýlir frá
44. mín
ÞÓRIR GUÐJÓNSSON!!

Kemur hár bolti upp á Þóri sem vinnur einvígið við varnarmann Fjölnis og kemur sér inn á teiginn og reynir að leggja hann út í teiginn en boltinn af Fjölnismanni og afturfyrir.

Fred tekur hornspyrnuna en Fjölnismenn koma boltanum í burtu.
42. mín
Framarar í skyndisókn!!!!!

Boltinn berst upp á Indriða Áka sem keyrir í átt að teignum og á skot sem fer yfir markið.
41. mín
Fjölnismenn með háan bolta upp völlinn á Melberg sem nær að taka hann niður og neglir á markið en boltinn af Framarara og í horn.

Ekkert verður úr henni!
38. mín
Alexander Már fær boltann út til hægri og á fyrirgjöf sem er ekki góð og boltinn afturfyrir.
35. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Alexander Már Þorláksson
FRAMARAR ERU KOMNIR YFIR!!!!

Alex Freyr fær boltann út til hægri og á fyrirgjöf sem Alexander Már flikkar afturfyrir sig og boltinn ratar til Þóris sem setur boltann í netið!!

1-0 Fram!
34. mín
Ragnar Leósson fær boltann rétt fyrir utan teig frá Jóhanni Árna og reynir skot en boltinn í varnarmann Fram.
32. mín
Þórir Guðjónsson þræðir Albert Hafsteins í gegn en Albert flaggaður rangstæður.
31. mín
Albert tekur aukaspyrnuna loksins og kemur boltanum fyrir og Sigurjón kýlir boltann burt.
29. mín
Albert Hafsteinsson gerir sig kláran að spyrna boltanum úr aukaspyrnunni.

Leikurinn er stopp þessa stundina. Aron Þórður liggur eftir og hefur fundið fyrir þessu broti hjá Bakare
29. mín Gult spjald: Michael Bakare (Fjölnir)
Uppsafnað hjá Bakare.
29. mín
Aron Þórður vinnur boltann vel og keyrir af stað í átt að teig Fjölnis og Bakare brýtur á honum og Framarar fá aukaspyrnu á góðum stað.
26. mín
ANDRI FREYR!!!

Fyrsta færi Fjölnismanna í leiknum. Andri Freyr fer í þríhyrningaspil við Bakare og fær boltann aftur við D-bogan og lætur vaða en boltinn í varnarmann Fram.
25. mín
Indriði Áki fær boltann á miðjum vallarhelming Fjölnis og kemur boltanum út til hægri á Alex Frey sem kemur með boltann fyrir sem Guðmund Karl hreinsar burt.
23. mín
Fjölnismenn með gott uppspil hér sem endar með því að Jóhann Árni kemur boltanum til vinstri á Arnór Breka og hann lætur vaða á markið en boltinn himinhátt yfir.
21. mín
Fjölnismenn vinna hér hornsprynu sem Viktor Andri vinnur.

Jóhann Árni spyrnir fyrir á Ragnar Le sem nær ekki til boltans.
19. mín
Bakaere fær boltann út til hægri og reynir að komast framhjá Haraldi Einari en er dæmdur brotlegur.

Klaufalegt hjá Bakare
18. mín
Alex Freyr fær boltann út til hægri og reynir skot úr þröngu færi en boltinn framhjá markinu.
15. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni frá Alberti.
14. mín
Fred gerir vel úti vinstra megin og vinnur hornspyrnu.

Rétt áður féll Alex Freyr inn í teignum en Aðalbjörn gerði hárrétt og dæmdi ekkert.
10. mín
Jóhann Árni fær boltann á miðjum velli og Aron Þórður brýtur á honum og aukspyrna dæmd.
8. mín
Leikurinn aðeins róast eftir þessa rosalegu byrjun Framara. Framarar þó stjórna umferðinni.
5. mín
FRAMARAR HÆTTA EKKERT!!

Albert Hafsteinsson fær boltann inn á miðjunni og færir hann út á Fred sem lætur vaða en Sigurjón ver í horn sem Albert tekur en Fjölnismenn skalla boltann í burtu.
3. mín
FRAMARAR HALDA ÁFRAM!

Albert Hafsteinsson fær boltann út til vinstri og setur hann á hættusvæðið og Alexander Már mætir á nærsvæðið og reynir að setja boltann á markið en boltinn rétt framhjá.

Það liggur mark í loftinu hjá heimamönnum. Fjölnismenn komast varla yfir miðju hérna fyrstu mínúturnar
1. mín
ARON ÞÓRÐUR!!!!!

Framarar byrja að pressa vel á Fjölnismenn og boltinn ratar út á Aron Þórð sem fær hann fyrir utan teig og hamrar á markið og Sigurjón ver glæsilega í horn.

Framarar byrja af krafti!!
1. mín
Leikur hafinn
Aðalbjörn Heiðar flautar til leiks hér í Safamýri. Heimamenn í Fram hefja leik!

Góða skemmtun!!!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir Aðalbirni Heiðari dómara leiksins. Þetta er að fara af stað!
Fyrir leik
Albert Hafsteinsson hefur verið sjóðandi heitur í sumar. Hvað gerir hann í kvöld?



Albert Hafsteinsson í síðasta leik gegn Þór.
Fyrir leik
Gummi Kalli skorar átta hér í kvöld samkvæmt spá Birnis Snæs!


Fyrir leik
Birnir Snær spáir Fjölnismönnum 0 - 13 sigri!!!!

Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, er uppalinn Fjölnismaður og er hann spámaður umferðarinnar.

Fjölnismenn eru búnir að vera flottir eftir að Bakare kom í liðið og halda áfram góðu skriði með flottum 13-0 sigri og Gummi Kalli verður með 8.mörk.



Birnir Snær er uppalinn upp í Grafarvogi og sá hefur trú á sínum mönnum hér í kvöld.
Fyrir leik
Korter í leik!

Liðin eru að leggja lokahönd á upphitun sína og fara að halda til búningsherbegja og gera sig klár í upphafsflautið. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson flautar þennan toppslag á slaginu 19:15
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Jón Þórir og Aðalsteinn þjálfarar Framara gera tvær breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Þór í síðustu umferð. Fyrirliðin Hlynur Atli Magnússon er utan hóps hjá Fram í kvöld og Guðmumdur Magnússon fær sér sæti á bekknum. Aron Kári Aðalsteinsson og Þórir Guðjónsson koma inn í liðið.

Ásmundur Arnarsson gerir sömuleiðis tvær breytingar frá sigrinum heima gegn Grindavík. Orri Þórhalsson er utan hóps í kvöld og Valdimar Ingi Jónsson fær sér sæti á bekknum, inni í þeirra stað koma Sigurpáll Melberg Pálsson og Arnór Breki Ásþórsson.
Fyrir leik
Dómarinn!

Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson dæmir leikinn hér í kvöld og verður með þá Odd Helga Guðmundsson og Guðmund Valgeirsson sér til aðstoðar. Eftirlitsmaður KSÍ í kvöld er Eyjólfur Ólafsson.


Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust

Þessi lið mættust á Extravellinum í Grafarvogi fyrr í sumar og fór leikurinn fram við slæmar aðstæður og má segja að aðstæðurnar verði örlítið betri í kvöld en þær voru í vor. Albert Hafsteinsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Fram.



Albert Hafsteinsson skoraði eina mark leiksins í Grafarvoginum fyrr í sumar þegar þessi tvö lið mættust.
Fyrir leik
BÆÐI LIÐ UNNU Í SÍÐUSTU UMFERÐ!

Framarar fóru norður á Akureyri í síðustu umferð og unnu Þórsara 2-0. Bræðurnir Alexander Már og Indriði Áki Þorlákssynir sáu um markaskorun Fram fyrir norðan.

Fjölnismenn unnu Grindvíkinga í mikilvægum leik í síðustu umferð. Andri Freyr Jónasson og Michael Bakare skoruðu mörk Fjölnismanna.
Fyrir leik
FJÖLNISMENN VERÐA AÐ VINNA HÉR Í KVÖLD!

Fjölnismenn sitja fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 23.stig sex stigum á eftir ÍBV og geta með sigri komið sér að alvöru inn í baráttuna um að komast upp.



Fjölnismenn þurfa sigur í kvöld!
Fyrir leik
FRAMARAR TAPLAUSIR Í DEILDINNI!

Framarar hafa verið stórkostlegir á þessu tímabili en Safamýrapiltar hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar og eru lang efstir í deldinni en liðið er með sex stiga forskot á ÍBV sem sitja í öðru sæti deildarinnar og Framarar eiga leikinn í kvöld til góða og geta með sigri komist í níu stiga forskot.



Framarar hafa verið geggjaðir í sumar og liðið er svo gott sem komið upp.
Fyrir leik
STÓRLEIKUR FRAMUNDAN Í SAFAMÝRI!

Góðan og gleðilegan dag og verið velkomin með okkur í Safamýrina. Hér í kvöld fer fram toppslagur Fram og Fjölnis í Lengjudeild karla.


Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('89)
6. Baldur Sigurðsson
7. Michael Bakare
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Andri Freyr Jónasson ('75)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('62)
15. Alexander Freyr Sindrason
22. Ragnar Leósson ('75)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('89)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
2. Valdimar Ingi Jónsson ('62)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('75)
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('75)
17. Lúkas Logi Heimisson ('89)
20. Helgi Snær Agnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson ('89)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Michael Bakare ('29)
Valdimar Ingi Jónsson ('78)

Rauð spjöld:
Valdimar Ingi Jónsson ('86)