Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Ísland
4
0
Liechtenstein
Stefán Teitur Þórðarson '18 1-0
Albert Guðmundsson '36 , víti 2-0
Martin Marxer '63
Albert Guðmundsson '79 , víti 3-0
Andri Lucas Guðjohnsen '88 4-0
11.10.2021  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Logn og 6 gráður
Dómari: Papadopoulos (Grikkland)
Maður leiksins: Albert Guðmundsson
Byrjunarlið:
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('65)
9. Viðar Örn Kjartansson ('65)
10. Albert Guðmundsson
16. Stefán Teitur Þórðarson ('80)
17. Daníel Leó Grétarsson ('31)
20. Þórir Jóhann Helgason ('65)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Patrik Gunnarsson (m)
4. Ari Leifsson
6. Hjörtur Hermannsson ('31)
8. Andri Fannar Baldursson ('65)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('65)
18. Mikael Neville Anderson
18. Mikael Egill Ellertsson ('65)
19. Elías Már Ómarsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('80)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skyldusigur kominn í hús og við getum glaðst í kvöld.

Fréttamannafundur framundan og umfjöllun mun koma inn eftir því sem líður á kvöldið.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti þrjár mínútur.

88. mín MARK!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Sveinn Aron Guðjohnsen
Guðjohnsen samvinna upp á 11

Boltinn settur´hár innfyrir í hlaup Sveins sem getur skallað boltann að marki. Hann sér bróður sinn í hlaupinu inn á teiginn og skallar hann fyrir fætur Andra sem getur ekki annað en klárað í netið!

Sóknardúó framtíðarinnar?
87. mín
Albert fíflar varnarmann gestanna upp úr skónum úti vinstra meginn og lyftir boltanum inn á markteig þar sem Sveinn Aron skallar yfir af stuttu færi.

Ættum að vera búnir að skora miklu meira.
84. mín
Inn:Ridvan Kardesoglu (Liechtenstein) Út:Sandro Wolfinger (Liechtenstein)
84. mín
Inn:Daniel Brandle (Liechtenstein) Út:Yanik Frick (Liechtenstein)
83. mín
Að við séum ekki búnir að setja fleiri mörk. Albert vinnur boltann við vítateig, setur hann á Mikael sem nær ekki að taka boltann með sér og frábært færi farið.
Elvar Geir Magnússon
80. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Í fyrsta sinn í A-landsleik. Tveir Guðjohnsen inn á vellinum á sama tíma.

79. mín Mark úr víti!
Albert Guðmundsson (Ísland)

Fastur niðri í vinstra hornið. Buchel hreyfði sig ekki.

78. mín
Ísland fær aftur víti!

Brotið á Sveini í teignum.

Albert tekur aftur.

73. mín
Aftur Albert en Buchel hleður í alvöru markvörslu!

Albert reyndar fyrir innan að auki svo það hefði aldrei talið.
72. mín
Laglegt spil hjá Íslandi leiðir af sér skot frá Mikael Agli sem Buchel heldur ekki. Albert nær frákastinu en nær á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum alla leið í markið.
72. mín
Elvar Geir Magnússon
69. mín
Papadopoulos er ekkert sérlega vinsæll í stúkunni. Ekkert illa dæmt svo sem hjá honum en samræmið er á köflum takmarkað.
68. mín
Ísland fær hornspyrnu.
67. mín
Inn:Seyhan Yildiz (Liechtenstein) Út:Aron Sele (Liechtenstein)
66. mín
Andri Fannar í algjör dauðafæri í teignum en setur boltann himinhátt yfir markið.

Hefði orðið þokkaleg innkoma.
65. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Þreföld skipting

65. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Þreföld skipting
65. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland) Út:Þórir Jóhann Helgason (Ísland)
Þreföld skipting
64. mín
Þórir setur spyrnuna beint í vegginn, fær frákastið sjálfur en setur boltann framhjá.
63. mín Rautt spjald: Martin Marxer (Liechtenstein)


Fær sitt seinna gula og þar með rautt
63. mín
Þórir Jóhann vinnur boltann og keyrir átt að teignum en er tekinn niður á vítateigslínunni. Aukaspyrna dæmd.
61. mín
Ísland er að undirbúa þrefalda skiptingu. Mikael Egill og Andri Fannar eru allavega að gera sig klára ásamt Sveini Aroni.
57. mín Gult spjald: Noah Frommelt (Liechtenstein)
Full kraftmikil tækling á miðjum vellinum.
56. mín
Jón Dagur leggst á völlinn eftir baráttu um boltann. Stendur fljótt upp og virðist í lagi.
54. mín
Hættuleg sending til baka hjá gestunum og Viðar eltir. Buchel bjargar sér fyrir horn.
52. mín


Skyndisókn hjá Íslandi. Jón Dagur aleinn með tíma úti til vinstri. Hann finnur Viðar í markteignum sem setur boltann beint í Buchel sem mætir út í hann. Örlítið til hliðar og staðan væri 3-0
49. mín
Jón Dagur fer lipurlega með boltann og setur hann fast inn á markteig, Viðar Örn kastar sér fram og reynir að skalla boltann en rétt missir af honum.
48. mín
Alfons með fyrirgjöf sem siglir inn að markteig. Stefán í boltanum en hittir ekki á markið.
46. mín
Viðar Örn í ágætu færi eftir sendingu Gumma Tóta en nær ekki til boltans.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Ísland hefur leik í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Noah Frick (Liechtenstein) Út:Livio Meier (Liechtenstein)
Gestirnir gera breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Held að það sé yfir litlu að kvarta hér þegar flautað er til hálfleiks. Þokkalegasti leikur hjá okkar mönnum hingað til og ansi líklegt að Arnar Þór sé að stýra liðinu til sigurs á fyrsta sinn á heimavelli.
45. mín
Þórir og Stefán leika sín á milli í teig gestana en skot Stefáns lélegt og fer framhjá markinu.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
+1 Livio Meier í séns í teignum en dæmdur brotlegur. Var aldrei líklegur þess utan.
45. mín
Gestirnir fá sitt fyrsta færi. Max Göppel fær tíma og pláss úti vinstra meginn og nær fyrirgjöf. Nicolas Hasler kemst á endan á henni en skot hans vægast sagt lélegt og boltinn afturfyrir

Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
40. mín
Eitt lið á vellinum eins og við var að búast hvað varðar að sækja.

Albert með lúmskan bolta inn á teiginn en hann siglir í hendur Buchel.

36. mín Mark úr víti!
Albert Guðmundsson (Ísland)


Bíður lengi eftir að dómarinn flautar og leggur boltann af miklu öryggi í markið. Fyrsta mark hans í mótsleik fyrir Ísland!


33. mín Gult spjald: Martin Marxer (Liechtenstein)
33. mín
Ísland fær vítaspyrnu!

Kaðrak í teignum eftir frábært skot Alfonsar.
Sé ekki hvort hann er að dæma á hendi en Grikkinn bendir á punktinn.

VAR athugun í gangi.
31. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland) Út:Daníel Leó Grétarsson (Ísland)
30. mín
Lagleg sókn Íslands sem leikur sér með boltann við teig gestanna. Boltinn lagður út á Birki sem á fínasta skot en Buchel ver.

Vond tíðindi þó að Daníel Leó er sestur á völlinn og kennir sér meins. Hann hefur lokið leik og Hjörtur Hermanns kemur inná í hans stað.
Elvar Geir Magnússon
27. mín
Tólfan er í fínum gír og nær upp ágætis stemmingu í stúkunni sem er ekkert nema frábært.
23. mín
Markið hefur ekki gert nein kraftaverk hvað varðar tempóið í leiknum, gestirnir liggja aftarlega og erfitt verk að brjóta þá niður.
18. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson

Ísinn er brotinn.

Jón Dagur fær boltann úti vinstra meginn og setur fyrirfgjöfina í svæðið milli varnar og markmanns. Stefán Teitur tekur sitt hlaup og mætir á boltann og skallar hann í netið framhjá Benjamin Buchel.

Skorar í sínum fyrsta mótsleik með landsliðinu.



14. mín
Ísland fær hornspyrnu.

Spyrnan inn á teiginn en við dæmdir brotlegir.
12. mín
Hlöðum í eitt Víkingaklapp hér eins og lög gera ráð fyrir.
10. mín
Lítið flæði í leiknum fyrstu 10 mínúturnar. Boltinn mikið utan vallar. Við erum þó miklu betri. Gestirnir enn ekki farið yfir miðju.
8. mín
Inn:Martin Marxer (Liechtenstein) Út:Andreas Malin (Liechtenstein)
Malin getur ekki haldið leik áfram eftir atvikið áðan.
7. mín
Góð aukaspyrna inn á teig gestanna frá vinstri finnur Brynjar Inga en Benjamin Buchel ver skalla hans vel.
4. mín




Gestirnir skalla frá og við dæmdir brotlegir í leiðinni. Daníel Leó liggur eftir sem og leikmaður gestanna. Virðast báðir í lagi og leikur getur haldið áfram.
2. mín
Alfons Sampsted með stórhættulega fyrirgjöf sem Benjamin Buchel á miklum vandræðum með. Ísland fær horn.
1. mín
Þung sókn Íslands strax í upphafi, Albert með fyrirgjöf frá hægri en Viðar dæmdur brotlegur er hann reynir við boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir byrja með boltann og sækja að Laugardalslaug.

Fyrir leik
Formsatriðin klár og þjóðsöngvar verið leiknir.

Frammistaða dagsins í söng fer til ritstjóra Fótbolta.net,Elvars Geirs sem tók undir hátt og snjallt og með miklum myndarbrag.
Fyrir leik


Hér fyrir leik heiðraði KSÍ tvo heiðursmenn sem hafa glatt okkur með frammistöðum sínum fyrir landsliðið undanfarin ár. Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni var færður veglegur blómvöndur undir lófataki gesta hér á Laugardalsvellinum sem eru að týnast smátt og smátt á völlinn.
Fyrir leik
Allt að verða klárt á Laugardalsvellinum.




Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarliðið sem mætir Liechtenstein klukkan 18:45.

Gerðar eru fjórar breytingar frá 1-1 leiknum gegn Armeníu. Ari Freyr og Birkir Már eru í banni og Guðlaugur Victor ákvað að draga sig úr hópnum til að einbeita sér að félagsliði sínu. Hjörtur Hermannsson fer á bekkinn.

Inn fyrir þá koma Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson, Alfons Sampsted og Stefán Teitur Þórðarson. Stefán er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni.

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hannes og Kári heiðraðir


Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir fyrir feril sinn með íslenska landsliðinu fyrir leikinn. Þetta verður gert áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir.

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fæddur árið 1984 og er því 37 ára á þessu ári. Hans fyrsti A-landsleikur var leikur gegn Kýpur árið 2011 í undankeppni EM 2012. Hannes Þór lék á ferli sínum 77 A landsleiki og var aðalmarkvörður liðsins bæði á EM 2016 og HM 2018.

Miðvörðurinn Kári Árnason lék sinn fyrsta A landsleik árið 2005, þá 23 ára gamall, þegar Ísland mætti Ítalíu í vináttuleik ytra. Kári, sem er fæddur 1982, lék á ferli sínum með A karla 90 leiki og skoraði í þeim 6 mörk, en hann var máttarstólpi í vörn Íslands á bæði EM 2016 og HM 2018.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Birkir Bjarnason, sem er með fyrirliðabandið í þessum glugga, hvetur fólk til að koma á völlinn og styðja landsliðið. Það voru 1697 áhorfendur á leiknum gegn Armeníu síðasta föstudag; alls ekki góð mæting. Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki þessu; döpur stigasöfnun í riðlinum, íslenska haustveðrið, neikvæð umræða í tengslum við liðið og sitthvað fleira.

Í gegnum árangurinn magnaða frá 2011 til 2019, þá var stuðningurinn við liðið ótrúlegur og ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel. Í dag er staðan önnur.

Birkir vonast til þess að fólk flykkist á völlinn í kvöld. "Við erum orðnir góðu vanir; fullan völl og læti. Ég vona að sem flest fólk mæti á leikinn og styðji okkur. Við þurfum á því að halda," sagði Birkir á fréttamannafundi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Óhætt að tala um skyldusigur
Það er óhætt að tala um skyldusigur þegar Ísland mætir Liechtenstein í kvöld. Ísland vann 4-1 útisigur í Liechtenstein fyrr á árinu, leikmannahópur Íslands er reyndar mikið breyttur frá þeim leik.



Liechtenstein 1 - 4 Ísland
0-1 Birkir Már Sævarsson ('12 )
0-2 Birkir Bjarnason ('45 )
0-3 Guðlaugur Victor Pálsson ('77 )
1-3 Yanik Frick ('79 )
1-4 Rúnar Már Sigurjónsson ('90, víti)
Lestu nánar um leikinn

Jafnvel þó að Ísland sé með mjög ungt lið og margir að stíga sín fyrstu skref í liðinu, þá má nú alveg tala um að þetta sé leikur sem liðið á að vinna.

"Við nálgumst leikinn með mikilli virðingu fyrir andstæðingnum, eins og við gerum alltaf," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

"Við vitum að undir eðlilegum kringumstæðum verðum við meira með boltann. Mjög líklega munum við stjórna leiknum."

Arnar þekkir að tapa á móti Liechtenstein. "Við þjálfararnir vitum hvað getur gerst þegar menn vanmeta andstæðinginn. Ég var sjálfur í liði sem tapaði á móti Liechtenstein. Það mega allir vita að það er ekki besta tilfinning í heimi. Virðing er alltaf númer eitt. Við þurfum að nálgast leikinn þannig að við stjórnum honum, við viljum spila á háu tempói og við viljum vinna."

Versta tap sögunnar
Leikurinn í kvöld verður níunda viðureign Íslands og Liechtensteins á fótboltavellinum. Fimm sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni.

Síðasti leikur liðanna var í mars, í Liechtenstein, og þá vann Ísland 4-1 sigur.

Ísland tapaði 3-0 á útivelli gegn Liechtenstein í október 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, í undankeppni EM. Oft er talað um leikinn sem þann versta í sögu íslenska landsliðsins.

Arnar Þór og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar Íslands, spiluðu þennan leik sem fram fór á Rheinpark Stadion í Vaduz. Þetta reyndist síðasti landsleikur Arnars sem leikmaður.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
HM draumur Íslands varð endanlega úr sögunni eftir 1-1 jafnteflið gegn Armeníu á föstudaginn. Ísland hefur enn ekki unnið heimaleik í undankeppninni, reyndar kom eini sigur Íslands í riðlinum gegn Liechtenstein.

Staðan eftir sjö umferðir:
1. Þýskaland 18 stig
2. Norður-Makedónía 12 stig
3. Armenía 12 stig
3. Rúmenía 10 stig
5. Ísland 5 stig
6. Liechtenstein 1 stig

Aðrir leikir í riðlinum í kvöld:
18:45 N-Makedónía - Þýskaland
18:45 Rúmenía - Armenía
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið
Ari Freyr, Birkir Már og Ísak Bergmann eru í banni og Guðlaugur Victor ákvað að draga sig úr hópnum til að einbeita sér að félagsliði sínu.

Arnar Þór Viðarsson hefur sagst ætla að gefa sér tíma í að velja sér aðalmarkvörð og Patrik gæti fengið leikinn í kvöld.

Brynjar Ingi Bjarnason er tæpur fyrir leikinn og Daníel Leó Grétarsson, sem kom af bekknum gegn Armeníu, mun væntanlega byrja ef Brynjar er ekki leikfær.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan leikdag. Það er komið að seinni landsleik Íslands í þessum glugga, Liechtenstein er mótherinn á Laugardalsvelli og flautað verður til leiks 18:45.

Gríski dómarinn Ioannis Papadopoulos mun dæma leikinn. Papadopoulos er ekki ýkja hátt skrifaður hjá UEFA og hefur að mestu starfað sem fjórði dómari í alþjóðlegum verkefnum. Þá hefur hann dæmt ýmsa leiki yngri landsliða og var með flautuna í 1-2 tapi íslenska U21 landsliðsins gegn Ítalíu á síðasta ári.

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Benjamin Buchel (m)
3. Max Göppel
5. Rafael Grunenfelder
6. Andreas Malin ('8)
7. Yanik Frick ('84)
8. Aron Sele ('67)
14. Livio Meier ('45)
17. Noah Frommelt
18. Nicolas Hasler (f)
20. Sandro Wolfinger ('84)
23. Jens Hofer

Varamenn:
12. Claudio Majer (m)
21. Lorenzo Lo Russo (m)
2. Daniel Brandle ('84)
5. Martin Marxer ('8)
9. Ridvan Kardesoglu ('84)
9. Noah Frick ('45)
13. Martin Buchel
15. Seyhan Yildiz ('67)
17. Alexander Marxer
19. Roman Spirig
21. Martin Marxer

Liðsstjórn:
Martin Stocklasa (Þ)

Gul spjöld:
Martin Marxer ('33)
Noah Frommelt ('57)

Rauð spjöld:
Martin Marxer ('63)