Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Stjarnan
5
2
Breiðablik
Eggert Aron Guðmundsson '4 1-0
1-1 Kristinn Steindórsson '31
Emil Atlason '37 2-1
Eggert Aron Guðmundsson '42 3-1
Guðmundur Baldvin Nökkvason '72 4-1
Elís Rafn Björnsson '75 5-1
5-2 Viktor Karl Einarsson '93
07.08.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigningin er hætt, lítill vindur og 11°
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('82)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal ('82)
11. Adolf Daði Birgisson ('86)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
21. Elís Rafn Björnsson ('86)
22. Emil Atlason

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Einar Karl Ingvarsson ('82)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('86)
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Ólafur Karl Finsen
19. Daníel Finns Matthíasson ('86)
23. Óskar Örn Hauksson ('82)
32. Örvar Logi Örvarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær skemmtun hér í Garðabæ sem hjálpar deildinni að vera enn skemmtilegri þar sem titilbaráttan opnast aðeins við þetta.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
93. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Það var bara alls ekki rétt hjá mér Viktor Karl minnkar muninn eftir góða sendingu frá Gísla sem setti hann einn á móti markmanni.
92. mín
Gísli Eyjólfs líklega með síðasta skot leiksins en það fór langt framhjá.
91. mín
Uppbótartíminn verður að minnsta kosti 2 mínútur.
87. mín
Damir tekur skalla í teignum en beint á Harald.
86. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
86. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
82. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
82. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
81. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
81. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
79. mín
Ísak Snær fær boltan inn fyrir vörnina en hann þarf að taka boltan of utarlega þannig færið verður virkilega þröngt og skotið hans er varið í horn.
75. mín MARK!
Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Hver hefði búist við því að Stjarnan myndi valta yfir Blikana

Emil Atla með flottan bolta inn í teig sem fer framhjá öllum varnarmönnum og endar á Elís sem lúrir á fjær og það er auðvelt fyrir hann að setja þennan í netið.
72. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Alveg uppúr þurru kom þetta!

Stjörnumenn eiga innkast vinstra megin sem Þórarinn setur á Emil.

Emil sendir boltan inn fyrir vörn Blika í fyrstu snertingu og Guðmundur er þá kominn einn á móti markmanni og klárar vel.
71. mín
Stjarnan ógnar með skyndisókn og vinna horn úr því. Boltinn fer hinsvegar bara yfir alla og í innkast hinumegin.
66. mín
Blikar halda fast í boltan og eru að reyna að ógna en það er ekki að takast nógu vel núna.
61. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
60. mín
Blikar í algjöru dauðafæri inn á teig en Þórarinn með frábæra tæklingu til að blokkera skotið hans Anton.
59. mín
Emil tók skotið úr spyrnunni en hún fór í vegginn og út fyrir í hornspyrnu.
58. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogan.
54. mín
Virkilega skemmtileg sókn frá Stjörnunni!

Adolf platar Höskuld upp úr skónum og fer framhjá honum, setur síðan boltan inn í teig meðfram jörðinni þar sem Emil tekur hælspyrnu í átt að marki en Anton Ari sá við honum.
49. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Aukaspyrna fyrir Blika í fínni fyrirgjafstöðu.
48. mín
Stjarnan svarar strax með dauðfæri fyrir sig!!

Eggert tekur horsnpyrnu sem endar á Elís sem er alveg aleinn inn í teig, hann kassar boltan niður og tekur skotið sem fer í varnarmann. Hann fær boltan aftur en seinna skotið fer framhjá.
47. mín
Breiðablik byrjar vel. Viktor Karl kemur með fyrirgjöf frá hægri kanti sem fer beint á kollinn á Kristni en hann skallar beint í lúkurnar á Haraldi.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Megi markaveislan halda áfram.
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum frábæra hálfleik lokið og Stjarnan leiðir 3-1. Stjörnumenn hafa verið virkilega ferskir og pressað vel. Vonumst eftir öðrum slíkum seinni hálfleik.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Vá þvílíkt færi!

Blikar senda fyrirgjöf inn frá vinstri en hún er of há þannig Jason Daði tekur við boltanum hægra megin. Þá setur hann boltan á Anton sem er aleinn inn í teig en skotið hans er slakt og Haraldur ver.
42. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Haraldur Björnsson
VÁÁ þvílík móttaka!!

Haraldur lúðrar boltanum einfaldlega fram og Eggert tekur sprettin bakvið vörnina, tekur svo frábærlega á móti boltanum og vippar yfir Anton.

Frábært mark!!
41. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Aðeins of seinn í boltann.
40. mín
Enn og aftur er Anton Ari í smá veseni með að spila boltanum út.

Emil Atla kemur í góða pressu og ætti að vinna horn af honum hvað mér sýndist en dómarinn dæmir markspyrnu.
37. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Alvöru skot fyrir utan teig!

Blikar í smá basli á miðsvæðinu og missa boltan. Þá tekur Ísak við boltanum vinstra megin og gerir það sem hann gerir best og keyrir á varnarmann en gefu hann svo út á Emil.

Emil fær nægan tíma til að taka upphlaup að boltanum og hamrar honum niður í vinstra hornið!
33. mín
Frábær varsla frá Haraldi

Blikarnir sækja aftur upp hægri kantinn og Höskuldur setur boltan inn í teig sem siglir aftur yfir allan skaran en endar núna hjá Davíð.

Davíð er aleinn vinstra megin í teignum og tekur þrumuskot í nærhornið en Haraldur er virkilega fljótur niður og ver vel.
31. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Virkilega vel útfærð sókn!

Blikarnir spila skemmtilega á milli sín á hægri kantinum og Viktor Karl kemur svo með gullfallega sendingu inn í teig.

Boltinn svífur yfir alla varnarmenn Stjörnunnar og endar á Kristni sem klárar vel á fjærstöng.
29. mín
Furðuleg aukaspyrna dæmd hérna Stjörnumönnum í vil þar sem Guðmundur Baldvi tæklar boltan frá og þá flækist hann saman við Ísak Snæ og Björn Berg.

Þetta er aldrei brot á Ísak en Erlendur dæmir svo.
27. mín
Það hefur aðeins hægst á leiknum eftir fjöruga byrjun. Blikar halda mikið í boltan en ekki mikið um færi þessa stundina.
22. mín
Aftur er vesen í vörn Blika eftir að þeir reyna að spila út frá markmanni. Í þetta sinn kemst Daníel Laxdal inn í sendingu og gefur hann svo út á Ísak en skotið hans fór yfir.
19. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu eftir að Davíð brýtur á Adolf og stuðningsmenn verða alveg æfir því Erlendur dómari gefur ekkert spjald.
16. mín
Stuðningurinn í stúkunni í kvöld er alveg til fyrirmyndar. Læti í báðum stuðningsmannahópum.
10. mín
Stjörnumenn eru funheitir eins og er. Ísak tekur skot vinstra megin úr teignum sem er að stefna beint upp í samskeytin en Anton Ari heldur greinilega að þetta sé evrópuleikur því hann ver alveg frábærlega frá honum.
8. mín
Anton Ari að leika sér að eldinum hérna þar sem Emil er hársbreidd frá því að stela boltanum af honum og þá væntanlega skora í opið mark.
6. mín
Strax eftir markið bruna Blikar í sókn upp vinstri kantinn þar sem Ísak fær boltann rétt hjá markinu en Haraldur lokar vel á hann og ver skotið hans.
4. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Þetta tók ekki langan tíma!!

Ísak Andri rekur boltan inn völlinn frá vinstri kantinn og tekur skotið fyrir utan teig en það fer í varnarmann.

Eggert er vel staðsettur og nær frákastinu og tekur skotið frá frekar þröngu færi en þetta er virkilega flott afgreiðsla í fjærhornið.
2. mín
Upstilling Breiðabliks:

Anton
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð
Viktor Karl - Oliver - Anton
Jason - Ísak - Kristinn
2. mín
Uppstilling Stjörnunnar:

Haraldur
Elís - Sindri - Björn - Þórarinn
Guðmundur - Daníel - Eggert
Adolf - Emil - Ísak
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þessi leikur farinn af stað og ég býst við markaveislu.
Fyrir leik
Gunni Birgis spáir í leik kvöldsins

Stjarnan 0 - 3 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Kalt sunnudagskvöld á Samsung. Geta Blikarnir verið góðir þar? Evrópu Toni í stuði og Óskar Hrafn mætir í nýrri Stone Island peysu sem mun vekja lukku.
Fyrir leik
Dómarar í kvöld

Aðaldómari leiksins er Erlendur Eiríksson og honum til halds og trausts verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Eftirlitsmaður er Þórður Georg Lárusson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Breiðablik vann fyrri leik liðana 3-2 þann 11. maí síðastliðinn.

Þegar horft er á síðustu 5 leiki hafa Blikar unnið 4 þeirra og svo gerðu liðin 1 jafntefli. Samanlögð markatala í þeim leikjum er Blikar með 13 mörk og Stjarnan með 5 mörk.
Fyrir leik
Blikar gætu tekið 12 stiga forskot á toppnum

Breiðablik er í 1.sæti með 38 stig 9 stigum á undan Víking sem á leik til góða. Það sem gæti truflað Blikana er að þeir eru ennþá í evrópu og spiluðu síðast á Fimmtudaginn gegn Istanbul Basaksehir.
Fyrir leik
Stjörnumenn bara unnið einn af síðustu 7

Stjarnan situr í 4. sæti með 25 stig en hafa ekki verið á góðu róli upp á síðkastið en þeir hafa tekið 8 stig úr síðustu 7 leikjum. Verkefnið í kvöld er stórt en ætli Gúsi Gylfa og menn að blanda sér í evrópubaráttuna væri mjög sterkt að taka sigur í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunar gegn Breiðablik í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('81)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('61)
14. Jason Daði Svanþórsson ('61)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('81)
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason
11. Gísli Eyjólfsson ('61)
16. Dagur Dan Þórhallsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('81)
30. Andri Rafn Yeoman ('81)
67. Omar Sowe ('61)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('41)
Damir Muminovic ('58)

Rauð spjöld: