Fjölnir
4
3
Grindavík
0-1 Kenan Turudija '6
0-2 Aron Jóhannsson '8
Dofri Snorrason '10 1-2
Hans Viktor Guðmundsson '31 2-2
2-3 Kristófer Páll Viðarsson '59
Viktor Andri Hafþórsson '66 3-3
Hans Viktor Guðmundsson '69 4-3
Viktor Guðberg Hauksson '94
18.08.2022  -  18:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 261
Maður leiksins: Hans Viktor Guðmundsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson ('88)
7. Dagur Ingi Axelsson ('83)
7. Arnar Númi Gíslason ('63)
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('63)
78. Killian Colombie

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('63)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('63)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
22. Baldvin Þór Berndsen ('88)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('83)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('45)
Dofri Snorrason ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar flautar hér til leiksloka í þessum frábæra leik. Fjölnismenn fara sáttir frá velli með þrjú stig í pokanum.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
94. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Fjölnir)
94. mín Rautt spjald: Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
Egill búinn að flauta en Viktor rennir sér samt í Fjölnismann, verðskuldað rautt að mínu mati.
93. mín
Fjölnir í færi

Hákon var í horninu að tefja gefur út á dofra sem kemur með skemmtilegan bolta á Árna Stein sem er í fínu færi en Aron Dagur ver.
88. mín
Inn:Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir) Út:Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
86. mín
Grindvíkingar sækja grimmt í leit að jöfnunarmarki.
84. mín
Inn:Juanra Martínez (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
84. mín
Inn:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík) Út:Kenan Turudija (Grindavík)
83. mín
Inn:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
82. mín
Viktor Andri kominn í frábæra stöðu vinstra megin í teignum nánast aleinn en skotið geigar og framhjá fer boltinn.
80. mín
Þvílík varsla!
Kenan Turudija með frábært skot fyrir utan teig, fast, alveg út við stöng en Sigurjón Daði ver frábærlega í marki Fjölnis!
74. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
73. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
69. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Þvílíka ruglið sem þessi leikur er!!!

Reynir Haralds með frábæra hornspyrnu, boltinn er nánast kominn í jörðina þegar Hans Viktor nær að taka hann viðstöðulaust á lofti frá vítapunkti og boltinn fer inn.
Fyrirliðinn með tvö mörk í dag og að koma heimamönnum yfir!
66. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
Varamaðurinn ekki lengi að jafna þetta!

Guðjón Pétur var með boltann fyrir framan teig Grindavíkur, hann er í engu jafnvægi og ætlar að reyna koma boltanum úr hættusvæðinu en setur þá óvart Viktor Andra einn í gegn. Viktor er einn á móti markmanni og klárar frábærlega.
Þvílíki leikurinn er í gangi hérna!
63. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) Út:Arnar Númi Gíslason (Fjölnir)
63. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
63. mín Gult spjald: Alfreð Elías Jóhannsson (Grindavík)
59. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík)
Grindavík komnir yfir á ný!

Sýnist það vera Dagur sem kemur með fyrirgjöf frá vinstri og yfir á fjærstöngina þar sem Kristófer er réttur maður á réttum stað og kemur boltanum í netið!
Kristófer sem kom inn sem varamaður að skora sitt 4. mark í deildinni í sumar.
56. mín
Fjölnismenn vilja víti, telja að boltinn hafi farið í hendina á varnarmanni Grindavíkur en Egill dæmir ekkert.
56. mín
Hákon Ingi með stórhættulega fyrirgjöf en Viktor Guðberg rennir sér fyrir boltann og fer hann í horn.
52. mín
NÆSTUM ÞVÍ!

Kairo Edwards-John fær fyrirgjöf í teiginn, hann gerir sér lítið fyrir og hleður í hjólhestarspyrnu sem endar í þverslánni.
Þvílík tilþrif!
51. mín
Boltinn fer út úr horninu en Kairo fær boltann langt fyrir utan teig en hann fer samt í skotið og neglir á markið, Sigurjón gerir vel í að verja.
50. mín
Aron Jóhannson með fasta fyrirgjöf fyrir en Hans Viktor fer fyrir hana og boltinn í horn.
46. mín
Dagur Ingi fiskar hér aukaspyrnu fyrir Grindvíkinga.
Guðjón Pétur er með draumabolta úr aukaspyrnunni, boltinn lendir á kollinum á Zeba og hann skallar í fjærhornið en Sigurjón Daði ver vel í marki Fjölnis.
46. mín
Seinni hálfleikur fer hér af stað og eru það gestirnir sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Egill Arnar flautar hér til hálfleiks. Þvílík skemmtun sem þessi fyrri hálfleikur var og vonum að seinni hálfleikurinn verði ekki síðri.
45. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
Hákon fær spjald fyrir peysutog.
36. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
31. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík) Út:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Skrýtið, sá ekki að Sigurjón hafi kveinkað sér.
31. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Fyrirliðinn að jafna!

Gummi Kalli tekur hornið á fjær þar sem Hans Viktor er og stekkur hæst. Hans skallar boltann niður og í netið!
Þvílíkur karakter í Fjölni að koma til baka og þvílíkur leikur!
30. mín
Gummi Kalli í góðu færi!

Gummi fær boltann í teig Grindavíkur og er í ágætri skotstöðu en er of lengi og varnamaður kominn fyrir skotið þegar Gummi skýtur og fer skotið í varnarmann og í horn.
25. mín
Grindavík búnir að vera sterkari aðilinn fyrstu 25 mínúturnar.
19. mín
Aron Jó með boltann í teignum rennir honum á Dag sem tekur skotið en Sigurjón Daði ver vel og í horn.
Fjölnismenn skalla hornið frá.
16. mín
Reynir Haralds í ágætis færi!

Hann fær fyrirgjöf frá Degi Inga, Reynir er á fjærstöng og tekur í fyrsta en skotið yfir.
15. mín
Þvílík byrjun á einum leik, vonum að leikurinn haldi áfram sama dampi.
10. mín MARK!
Dofri Snorrason (Fjölnir)
HVAÐA BULL ER Í GANGI HÉRNA?

Sýnist það vera Hákon sem gefur boltann út á Dofra sem er fyrir utan teig. Dofri tekur þéttingsfast skot í vinstra hornið og það endar í netinu!
Algjörar senur á Extra-vellinum!
8. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
DRAUMABYRJUN GRINDAVÍKUR!

Löng sending utan af kanti í teiginn á Aron Jóhannson, hann tekur hann niður og klárar fagmannlega.
Fjölnismenn ekki mættir?
6. mín MARK!
Kenan Turudija (Grindavík)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Kenan Turudija að koma Grindavík yfir!!!

Guðjón Pétur með frábært horn sem lendir beint á kollinum á Kenan sem stýrir boltanum í netið frábærlega!
Frábær byrjun á leiknum fyrir Grindvíkinga!
5. mín
Kairo Edwards-John spænir upp völlinn í skyndisókn og tekur sjálfur skotið en það fer í varnarmann og í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Egill Arnar flautar leikinn af stað, Fjölnir byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin komin inn!

Heimamenn gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, Guðmundur Þór Júlíusson fer á varamannabekkinn í stað hans kemur Júlíus Mar.

Gestirnir gera einnig aðeins eina breytingu frá síðasta leik, en inn í liðið kemur Sigurjón Rúnarsson.
Fyrir leik
Grindavík

Grindavík vann seinasta leik sinn í deildinni en fyrir þann leik var Grindavík í 4. leikja taphrinu. Liðið er situr í 9. sæti deildarinnar. Markahæstu leikmenn Grindavíkur er heimamaðurinn Dagur Ingi Hammer með 8 mörk og síðan er það Tómas Leó með 4 mörk, aðrir eru með minna.

Fyrir leik
Fjölnir

Fjölnir eru í 3. sæti deildarinnar ennþá með möguleika á að ná Fylki eða HK þó það gæti reynst erfitt. Í síðustu leikjum hefur ekki verið mikill stöðugleiki í úrslitum liðsins. Markahæstu leikmenn liðsins eru þeir Hákon Ingi Jónsson með 9 mörk og Lúkas Logi með 6 mörk, aðrir með minna.

Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Extra-vellinum. Hér í kvöld mun fara fram leikur milli Fjölnis og Grindavíkur, 17. umferð í Lengjudeild karla.


Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic ('84)
6. Viktor Guðberg Hauksson
9. Josip Zeba
10. Kairo Edwards-John
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('73)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('74)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson ('31)
29. Kenan Turudija ('84)

Varamenn:
7. Juanra Martínez ('84)
8. Hilmar Andrew McShane ('73)
11. Símon Logi Thasaphong
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('84)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('31)
15. Freyr Jónsson ('74)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Leifur Guðjónsson
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Josip Zeba ('36)
Alfreð Elías Jóhannsson ('63)

Rauð spjöld:
Viktor Guðberg Hauksson ('94)