Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
ÍBV
2
2
ÍR
Viggó Valgeirsson '27 1-0
Jordian G S Farahani '60
Tómas Bent Magnússon '65 2-0
2-1 Óliver Elís Hlynsson '80
2-2 Marc Mcausland '88
Sverrir Páll Hjaltested '94 , misnotað víti 2-2
14.08.2024  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blautur völlur, búið að rigna í allan dag en frábært fótboltaveður.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Tómas Bent Magnússon
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason (f)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon ('70)
18. Bjarki Björn Gunnarsson ('70)
24. Hermann Þór Ragnarsson ('87)
31. Viggó Valgeirsson
45. Eiður Atli Rúnarsson ('70)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
6. Henrik Máni B. Hilmarsson ('70)
11. Víðir Þorvarðarson ('87)
17. Jón Arnar Barðdal ('70)
25. Alex Freyr Hilmarsson ('70)
44. Arnór Sölvi Harðarson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Guðrún Ágústa Möller
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Eiður Atli Rúnarsson ('51)
Viggó Valgeirsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílík dramatík hérna í lok leiks! Leiknum lýkur með jafntefli. Eyjamenn misstu niður tveggja marka forystu einum fleiri. ÍR ingar eru líklega sáttir með stigið.
94. mín Misnotað víti!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Vilhelm ver frá honum!!! Sverrir Páll fór á punktinn og ætlar að setja hann niðri í hornið en Vilhelm gerir virkilega vel og sér við honum.
94. mín
Eyjamenn fá víti!! Jón Arnar er tekinn niður og nær að fiska víti fyrir Eyjamenn.
93. mín
Eyjamenn vilja fá víti!! Alex Freyr kom með boltann inn á teig hjá ÍR og Jón Arnar Barðdal virðist vera tekinn niður.
88. mín MARK!
Marc Mcausland (ÍR)
ÍR eru að jafna leikinn hér á lokamínútunum!! Hákon Dagur með fyrirgjöf og boltinn skoppar inn í teig Eyjamanna og einhvernveginn dettur fyrir Marc sem klárar fram hjá Hjörvari.
87. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
80. mín MARK!
Óliver Elís Hlynsson (ÍR)
Óliver minnkar muninn í 2-1! Mjög öruggt víti og klárar niðri í hornið.
79. mín
ÍR fá víti!! ÍR eru að fá víti hérna. Sýndist Henrik hafa ýtt á bakið á Hákoni
78. mín
Jón Barðdal með skot á mark en beint á Vilhelm.
76. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
76. mín
Inn:Alexander Kostic (ÍR) Út:Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
73. mín
Vicente með fín tilþrif og reynir að koma boltanum fyrir en ÍR bjarga í horn.
70. mín
Þreföld skipting hjá Eyjamönnum.
70. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
70. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
70. mín
Inn:Henrik Máni B. Hilmarsson (ÍBV) Út:Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV)
65. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Hermann Þór Ragnarsson
Eyjamenn komnir í 2-0. Frábær sókn! Flott fyrirgjöf frá Hermanni Þór og Tómas Bent með gott hlaup á nær og klárar virkilega vel.
60. mín Rautt spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
Jordian er fokinn af velli!! Vicente með flotta sendingu í gegn á Sverri og Jordian einfaldlega tekur hann niður og fær sitt seinna gula spjald.
57. mín Gult spjald: Viggó Valgeirsson (ÍBV)
Fyrir brjóta Stefáni Þór.
56. mín Gult spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
Tekur Vicente niður rétt fyrir utan teig.
54. mín
Gísli með skot hátt yfir markið.
52. mín
ÍR fá hornspyrnu í kjölfarið.
51. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV)
Fyrir að tækla Hákon Dag niður á hættulegum stað.
48. mín
Bragi Karl geysist upp vinstri kantinn og nær að fara fram hjá Guðjóni Erni og nær skoti á markið en það er beint á Hjörvar.
47. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Fyrir að taka Hermann Þór niður.
46. mín
Þreföld skipting hjá ÍR í hálfleik.
46. mín
Inn:Gils Gíslason (ÍR) Út:Hrafn Hallgrímsson (ÍR)
46. mín
Inn:Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR) Út:Kristján Daði Runólfsson (ÍR)
46. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Marteinn Theodórsson (ÍR)
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn að af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Elvar Geir Magnússon
44. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á ágætum stað en spyrnan er léleg og drífur ekki yfir fyrsta mann.
41. mín
ÍR fengu aukaspyrnu á hættulegum stað. Óliver Elís Tók spyrnuna sem var nokkuð góð en enginn nær til boltans.
40. mín
Guðjón Ernir með fyrirgjöf frá hægri sem Vilhelm grípur. Þarna hefði mátt koma betra hlaup á nær.
27. mín MARK!
Viggó Valgeirsson (ÍBV)
Stoðsending: Tómas Bent Magnússon
Eyjamenn leiða 1-0 Hermann Þór átti skot í stöngina og eftir mikið basl inn á teig ÍRinga nær Tómas Bent að koma boltanum á Viggó sem klárar virkilega vel fram hjá Vilhelm.
24. mín
Bragi Karl gerir mjög vel og kemur boltanum á Kristján Daða og hann setur Braga svo í gegn í fyrsta en skotið er beint á Hjörvar.
22. mín
FÆRI!!! Guðjón Ernir með frábæra fyrirgjöf beint á hausinn á Hermanni Þór en hann nær ekki að stýra honum á markið. Algjört dauðafæri.
20. mín
Bragi Karl með skot en það fer í varnarmann og í horn.
16. mín
Bjarki Björn með fína takta við teiginn hjá ÍR og reynir skot en það fer í varnarmann og útaf.
12. mín
Fyrsta færi leiksins ÍR með fyrstu marktilraun leiksins. Kom fyrirgjöf frá vinstri og Róbert Elís nær skallanum en hann er yfir markið.
8. mín
ÍR fá aukaspyrnu á hættulegum stað en Eyjamenn ná að hreinsa í horn.
4. mín
Eyjamenn fá fyrsta horn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Eyjamenn eiga upphafsspyrnuna og leika í átt að Týsvelli.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil umferð í kvöld miðvikudagur 14. ágúst
18:00 Dalvík/Reynir-Afturelding (Dalvíkurvöllur)
18:00 ÍBV-ÍR (Hásteinsvöllur)
18:00 Grindavík-Þór (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
19:15 Þróttur R.-Grótta (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-Fjölnir (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrír í leikbanni Oliver Heiðarsson framherji ÍBV tekur út leikbann vegna fjögurra áminninga vegna mistaka dómara í síðasta leik gegn Fjölni.

Hjá ÍR vantar tvo menn sem eru í leikbanni, þeir Arnór Gauti Úlfarsson og Kristján Atli Marteinsson.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni ÍBV er á fljúgandi siglingu í deildinni og hefur unnið fjóra leiki í röð, nú síðast burstuðu þeir topplið Fjölnis 1 - 5 í Grafarvogi á föstudaginn. Það þýddi að þeir eru aðeins einu stigi frá toppnum eftir 16 umferðir.

Gestirnir í ÍR hafa líka átt fínu gengi að fagna, hafa unnið þrjá af síðustu fimm og gert eitt jafntefli. Þeir eru í 5. sætinu sem er síðasta umspilssætið í deildinni.

Staðan
1. Fjölnir - 32 stig
----------------------
2. ÍBV - 31
3. Keflavík - 27
4. Njarðvík - 26
5. ÍR - 26
----------------------
6. Afturelding - 21
7. Þróttur - 20
8. Þór - 18
9. Grindavík - 17
10. Leiknir - 16
----------------------
11. Dalvík/Reynir - 13
12. Grótta - 13
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson skellir sér til eyja og dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Ronnarong Wongmahadthai og Magnús Garðarsson sér til aðstoðar á línunum. Ingvar Örn Gíslason er eftirlitsmaður KSÍ.
Sigurður Hjörtur dæmir leikinn. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og ÍR í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
4. Jordian G S Farahani
5. Hrafn Hallgrímsson ('46)
7. Kristján Daði Runólfsson ('46)
11. Bragi Karl Bjarkason ('76)
13. Marc Mcausland (f)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson ('76)
19. Hákon Dagur Matthíasson
23. Ágúst Unnar Kristinsson
77. Marteinn Theodórsson ('46)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
8. Alexander Kostic ('76)
10. Stefán Þór Pálsson ('46)
22. Sæþór Ívan Viðarsson
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('46)
26. Gils Gíslason ('46)
30. Renato Punyed Dubon ('76)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Matthías Pétur Einarsson
Andri Magnús Eysteinsson

Gul spjöld:
Stefán Þór Pálsson ('47)
Jordian G S Farahani ('56)

Rauð spjöld:
Jordian G S Farahani ('60)