Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Magni
0
1
HK
0-1 Bjarni Gunnarsson '36
21.07.2018  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: 11 stiga hiti, logn og skýjað
Dómari: Anthony Coggins
Áhorfendur: 320
Maður leiksins: Sveinn Óli Birgisson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson ('79)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
14. Ólafur Aron Pétursson
16. Davíð Rúnar Bjarnason
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Kristján Atli Marteinsson ('67)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson ('67)
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
6. Jón Alfreð Sigurðsson
7. Pétur Heiðar Kristjánsson
10. Lars Óli Jessen ('67)
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('79)
18. Jakob Hafsteinsson
30. Agnar Darri Sverrisson ('67)
77. Árni Björn Eiríksson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Andrés Vilhjálmsson
Reginn Fannar Unason
Anton Orri Sigurbjörnsson
Kristján Freyr Óðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn búinn!
HK endaði leikinn á skyndisókn, 4 á móti 2. Agnar keyrði á og nær skotinu en Steinþór gerði vel í markinu. Hann hefði hæglega geta sent á hina þrjá sem voru lausir inn í teig en þeir taka samt 3 stigin með sér til Kópavogar þótt þessi hafi ekki farið inn
93. mín
JESÚS! Tekur skotið og þessi fer í Magna mann inn í teig og slánna yfir!
91. mín
Aukaspyrna sem Magni á. Mjög góðum stað
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér
89. mín
Ég trúi ekki að Magni hafi ekki skorað, frábær bolti frá Gunnari upp í horn á Agnari sem tekur á rás og kemur sér framhjá varnmanni HK og sending fyrir á fjærstöngina, ótrúlegt að þessi bolti hafi ekki farið inn. Gunnar Örvar á svo skot fyrir utan teig sem Arnar ver
87. mín
Bjarni við það að sleppa í gegn en Brynjar rennir sér fyrir sendinguna og bjargar þessu fyrir Magna
85. mín
Inn:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
84. mín
Aftur er Magni að koma sér upp völlinn og uppskera hornspyrnu núna en það kemur ekkert út úr henni
83. mín
Nú fær Gunnar Örvar fínasta færi upp við markið en settur hann lausan á Arnar í markinu, hefði átt að gera miklu betur í þessari stöðu
83. mín
Þessi er leikur er vel opinn. Magni nær skyndisókn, Agnar tekur á rás og kemur með fyrirgjöf sem HK bjargar á síðustu stundu
81. mín
HK fær aukaspyrnu rétt við hornfánann vinstra meginn en Ásgeir settur boltann yfir allan pakkann og Magni á markspyrnu
79. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni) Út:Arnar Geir Halldórsson (Magni)
76. mín
Magni nær góðri sókn sem endar með skoti frá Lars við vítateigslínuna. Þeir ná svo annarri sókn í kjölfarið þar sem Gunnar Örvar kemur sér í góða stöðu inn í teig en Arnar Freyr gerir vel í markinu.
72. mín
Brynjar reynir hér að fiska aukaspyrnu en Anthony dómari leiksins með allt á hreinu og tekur hann á tiltal
69. mín
Fyrsta verk Agnars ar að fara í heimskulega tæklingu og HK á aukaspyrnu á góðum stað vinstra meginn en Magni skallar fyrirgjöfina í burtu
67. mín
Inn:Lars Óli Jessen (Magni) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
67. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Magni) Út:Kristján Atli Marteinsson (Magni)
65. mín
Aftur og aftur er HK að búa til góðar sóknir. Bjarni fær frábært færi inn í teig en Steinþór gerir sig stóran markinu og bjargað þessum. Hélt að þessi væri á leiðinni inn en Steinþór var á öðru máli
62. mín
HK miklu miklu líklegir, eru að ná frábæru spili hérna fyrir utan vítateig Magna
60. mín
Magni með góða sókn. Gunnar með fína sendingu upp í horn á Bjarna sem nær sendingu fyrir en Kristján Atli of seinn í boltann og rennir sig á Arnar Freyr í markinu
59. mín
Brynjar reynir stungu á Ásgeir en boltinn of fastur og Steinþór nær til boltans
56. mín
HK að fá fjórðu hornspyrnuna í seinni hálfleik. Guðmundur Þór skallar að marki upp úr hornspyrnunni en boltinn framhjá
54. mín
Upp úr horninu nær Magni skyndisókn en fer ótrúlega illa með hana. Bjarni tekur ótímabært skot á markið og ekkert verður úr sókninni
53. mín
Þrælgóð sókn hjá HK! Endar með að Ásgeir tekur snúning framhjá einum varnarmanni og nær góðu skoti á markið en Steinþór gerir vel og bjargar þessu í horn
50. mín
Brynjar gerir vel og kemur sér upp kantinn og nær fyrirgjöfina en Magna menn bjarga í horn
48. mín
Fer rólega af stað
45. mín
Þetta er farið af stað aftur
45. mín
Hálfleikur
Fínasti fyrri hálfleikur að baki, ég held við fáum fleiri mörk í seinni hálfleikinn. Bæði lið búinn að vera að koma sér í fína sénsa
45. mín
Kemur góður bolti fyrir mark HK, Gunnar Örvar stekkur manna hæst og nær skallanum en boltinn yfir markið
44. mín
Lítið að gerast þessar mínúturnar, mikið miðjumoð og liðin að reyna að byggja upp sóknir
39. mín
Háspenna lífshætta við mark Magna!
HK ítrekað að koma sér í góðar stöður eftir markið og eiga nú hornspyrnu
36. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (HK)
HK komið yfir hér á Grenivíkurvelli með marki frá Bjarna eftir skot út úr teig. Rétt áður hafði Sveinn Óli bjargað á línu fyrir Magna
33. mín
Upp úr hornspyrnunni verður lítið en Hk nær hraðri sókn þar sem þeir eru 3 á 2 en ná ekki að gera sér nægjanlega gott mat úr því og sóknin fjarar út án þess að það verði einhver almennileg hætta
32. mín
Mjög skrítið spark hjá Arnari sem ætlaði að hreinsa boltann en boltinn aftur fyrir og Magni á hornspyrnu
31. mín
Brot á Ólaf Aron fyrir út á miðjum vallarhelmingi Magna manna, vel hægt að koma með góðan bolta inn í teig
29. mín
Ólafur Örn reynir fyrirgjöf eftir hraða sókn hjá HK en sendingin léleg, æfingarbolti fyrir Steinþór
26. mín
Aftur koma Magna menn hratt á HK eftir að HK missir boltann í sókn en sendingarnar ekki nægjanlegar góðar á síðasta þriðjungnum
25. mín
Bjarni með flottan bolta fyrir úr hornspyrnu en Arnar Freyr er grimmur í markinu og stekkur langhæst og grípur boltan örugglega fyrir HK
24. mín
Magni sækir hratt en Kristján Atli hægir á spilinu og HK menn komast bak við boltann
24. mín
HK að pressa á Magna. Þeir eru að ná fyrirgjöfunum en Magni skallar frá jafnóðan.
22. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
21. mín
Birkir Blær reynir fyrirgjöf en hún er slöpp og Magni á markspyrnu
17. mín
Bæðil lið hafa átt góðar sóknir en ekki mikið náð að koma sér í góð færi á þessu fyrsta korteri
16. mín
Magni gerir vel og nær góðri sókn á HK en síðasta sendingin klikkar. Þeir halda samt boltanum og fá á endanum innkast upp við hornfána sem verður ekkert úr
14. mín
HK á að halda boltanum betur en ekki að finna leiðir í gegnum skipulagða vörn Magna.
12. mín
Birkir Valur að gera vel með frábærar sendingar. Nú settur hann upp í horn á Bjarna en Magna menn fara fyrir fyrirgjöfina. Upp úr því fá þeir hornspyrnu sem verður ekkert úr
9. mín
Magni fær aukaspyrnu á fínum stað, Bjarni með boltann á fjær á Brynjar sem nær skallanum en hann er í þröngri stöðu og skallinn ratar ekki á markið
8. mín
HK hrikalega snöggir upp. Birkir Valur tekur sprett og settur boltann svo inn fyrir en Steinþór kemur vell út úr markinu sem betur fer fyrir Magna
7. mín
HK heldur boltanum vel innan liðsins, kemur svo langur bolti á Árna sem er kominn inn fyrir en er rangstæður
5. mín
Birkir Valur tekur langt innkast en Magni skallar frá, boltinn berst út fyrir teig á HK. Birkir Valur fær boltann aftur en á svo slakt skot.
4. mín
Magni fær fyrstu aukaspyrnu út á velli. Bjarni tekur hana og setur hann inn í teig en þessi fer yfir pakkann og út af.
3. mín
Ákjósanleg sókn hjá Magna, spila vel upp völlinn en síðasta sending ratar ekki á samherja
1. mín
Magni fær fyrsta horn leiksins eftir að Ívar tók á rás upp kantinn en ekkert verður úr hornspyrnunni og við fáum fyrstu markspyrnu leiksins
1. mín
Þetta er farið af stað á Grenivíkurvelli. HK byrjar með boltann.
Fyrir leik
Milt veður í dag á Grenivík. 11 stiga hiti, logn og skýjað. Liðin að hita upp.

Leiknum er hins vegar frestað í 5 mínútur þar sem það er eitthvað bögg í útsendingu fyrir sunnan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
Arnar Geir og Kristján Atli koma inn í lið Magna og sömuleiðis Ólafur Aron sem er nýkominn til Magna á láni frá KA. Ívar Örn tekur út bann í dag en hann fékk rautt í síðasta leik. Kristinn Þór fer á bekkinn og Jakob Hafsteinsson er utan hóps.

HK gerir eina breytingu á liði sínu frá sigurleiknum gegn Haukum en Hörður Árnason kemur inn í liðið í stað fyrir Arian Ari Morina sem er ekki í hóp. Hörður er nýbúinn að skrifa undir samning við HK út tímabilið en hann kemur frá Stjörnunni
Fyrir leik
Liðin áttust síðast við í fyrstu umferð deildarinnar þá vann HK öruggan 3-0 sigur í Kórnum.

Í öllum keppnum hafa þessi lið spilað tvisvar gegn hvort öðru og HK unnið í bæði skiptin. Fyrir utan leikinn hér að ofan mætust þessi lið í Innimót 3. deildarinnar 2002.
Fyrir leik
HK getur með sigri á Magna í dag komið sér fyrir í toppsætinu. Pakkinn er þéttur en þremur stigum munar á toppsætinu og fjórða. Víkingur Ó. sem er í fjórða sætinu á eftir að spila sinn leik í þessari umferð. Þannig ýmislegt getur breyst í toppbaráttunni áður en umferðin er á enda.
Fyrir leik
Heimamenn þurfa nauðsynlega sigur í dag. Þeir eru á botni deildarinnar með 6 stig, búnir að tapa níu af ellefu leikjum í deildinni. ÍR sem er í sæti fyrir ofan Magna er með 10 stig.

Magni hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum en síðasti sigur kom einmitt á heimavelli gegn Njarðvík 30. júní síðastliðinn.
Fyrir leik
Góðan daginn.
Hér verður bein textalýsing frá leik Magna og HK í 12. umferð Inkasso deildarinnar. Leikurinn fer fram á Grenivíkurvelli.

Verkefnið er ærið fyrir heimamenn en HK er eina liðið í efstu tveimur deildum karla sem hefur ekki tapað deildarleik.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson ('22)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('85)
14. Hörður Árnason
20. Árni Arnarson
24. Aron Elí Sævarsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
8. Máni Austmann Hilmarsson ('22)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('85)
18. Hákon Þór Sófusson
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Gunnþór Hermannsson
Helgi Steinar Andrésson
Baldur Már Bragason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: