Vestri
0
0
HK
29.09.2024  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Fyrri viðureignir og spáin Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kórnum og þar áður vann Vestri HK í Laugardalnum 1-0. Ekki skemmtilegustu leikir sumarsins en það breytist hér í dag.

Jói Skúli er spámaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net:

Vestri 1 - 2 HK (sunnudagur 14:00)
Aftur mjög erfitt. Ég átti nokkur góð samtöl við Davíð Smára þegar hann var skemmtanastjóri á Glaumbar og svo var ég alltaf að segja Ómari Inga að þegja þegar við spiluðum í 3.-4. deild. Það eru samt allir sofandi á því að á sama tíma og Ívar Örn Jónsson var SpaceJammaður þegar kemur að NfL Fantasy (hann er einn sá slakasti) þá er hann farinn að geta tekið aukaspyrnur aftur. Ívar með tvö eins og á móti BÍ/Bol í gamla daga.
Heiðursgestur: Dettur enginn skemmtilegur í hug þannig ég ætla bara að fljúga Ævari Hrafni Ingólfssyni, harðasta Hking landsins, vestur.

Fyrir leik
HK Gestirnir byrjuðu líkt og Vestri á jafntefli á útivelli eftir tvískiptinguna. 3-3 jafntefli fyrir norðan þar sem HK jöfnuðu undir lokin. Annars hafa þeir verið á fínu róli, unnið Fram og KR heima en tapað úti gegn Blikum og Stjörnunni.

Ómar Ingi þjálfari talaði um það að sér þætti sérkennilegt að Vestri fengi bæði heimaleiki gegn Fylki og HK. Það má í rauninni taka undir það að að það skjóti skökku við að liðið í 11.sæti fái heimaleiki gegn 12. og 10. sætinu en hins vegar hafa Vestramenn einungis unnið einn leik á Kerecisvellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Vestri Vestri eru með 19 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Unnu síðast 17. ágúst gegn KR en síðan þá hafa komið 2 jafntefli og 2 töp. Það er augljóst að sjá hvar vandamálin liggja hjá þeim en þeir hafa skorað fæst mörk í deildinni en fengið á sig færri en liðin í kring. Síðasti leikur var 2-2 jafntefli við KR eftir að hafa lent undir í tvígang.

Andri Rúnar skoraði í síðasta leik og þeir þurfa á því að halda að hann haldi því áfram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan Það eru fjögur lið sem geta fallið en tvö af þeim munu á endanum fara niður. Fylkir er í vondum málum 4 stigum frá öruggu sæti, fyrir ofan þá eru Vestramenn í fallsæti tveimur stigum á eftir HK en Vestri fara upp fyrir HK með sigri í dag. Vinni HK hins vegar eru þeir 5 stigum á undan Vestra og komnir í ansi vænlega stöðu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin Heil og jafnvel sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kerecis-vellinum á Ísafirði en þar mætast Vestri og HK í leik sem hefur gríðarlegt vægi í fallbaráttunni.
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: