Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
HK
1
2
Þór
0-1 Ibrahima Balde '24
Ívar Orri Gissurarson '37 1-1
1-2 Sigfús Fannar Gunnarsson '44
18.07.2025  -  18:00
Kórinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Einar Freyr Halldórsson (Þór)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
3. Ívar Orri Gissurarson
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
9. Jóhann Þór Arnarsson ('82)
11. Dagur Orri Garðarsson
14. Brynjar Snær Pálsson
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Eiður Atli Rúnarsson (f) ('82)
28. Tumi Þorvarsson ('58)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('82)
10. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson
24. Magnús Arnar Pétursson
29. Karl Ágúst Karlsson ('58)
88. Bart Kooistra ('82)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Haukur Leifur Eiríksson ('75)
Aron Kristófer Lárusson ('82)
Kristján Snær Frostason ('87)
Brynjar Snær Pálsson ('99)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið í Kórnum Gunnar Freyr flautar til leiksloka. Þórsarar fara heim til Akureyrar með risa þrjú stig, verður að segjast!

Takk í kvöld.
99. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
98. mín
HK FÆR HORNSPYRNU Frábær spyrna og Dagur setur boltann yfir.

Síðasta tækifæri HK?
94. mín
HÆTTA AÐ MARKI ÞÓRS Einhver vandræðagangur á Þórsurum inn á sínum eigin teig og HK nálægt því að komast í boltann og ná skoti á markið.
91. mín
Inn:Nökkvi Hjörvarsson (Þór ) Út:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
89. mín
Dagbjartur Búi!!! Fær boltann vinstra meginn við teig HK og á skot sem Ólafur Örn ver vel.
87. mín Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)
86. mín
Þór fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Kristján Snær brýtur á Sigfúsi.
83. mín
Lítið eftir hér í Kórnum Fáum við einhverja dramatík?
82. mín
FÆRIIIII Dagur Orri fær boltann inn á teig Þórs og á skot sem fer yfir markið
82. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (HK)
Uppsafnað spjald.
82. mín
Inn:Bart Kooistra (HK) Út:Jóhann Þór Arnarsson (HK)
82. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (HK) Út:Eiður Atli Rúnarsson (HK)
80. mín
Þór fær hornspyrnu
79. mín
Balde fær boltann og kemur boltanum á Clement sem finnur Jakobsen í gegn en Ólafur Örn kemur út á móti
77. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (Þór ) Út:Rafael Victor (Þór )
75. mín Gult spjald: Haukur Leifur Eiríksson (HK)
Stoppar hraða sókn Þórsara og brýtur á Rafa.
75. mín
Jakobsen brýtur á Ívari og HK fær aukaspyrnu vinstra megin á vallarhelmingi Þórs.

Aron Kristófer tekur spyrnuna en Aron Birkir kemur út og kýlir boltann í burtu.
71. mín
Þór fær aukaspyrnu á hættulegum stað Brotið á Sigfúsi við vítateigslínuna hægramegin og Gunnar Freyr dæmir aukaspyrnu.

Hermann Helgi tekur spyrnuna og reynir skot en boltinn yfir.
69. mín
HK vinnur boltann hátt uppi á vellinum og boltinn berst á Brynjar Snær. Spurning með brot í aðdragandanum en Sigfús virðist hafa fengið eitthvað högg en Gunnar Freyr dæmdi ekkert.
66. mín
Inn:Vilhelm Ottó Biering Ottósson (Þór ) Út:Ýmir Már Geirsson (Þór )
65. mín
Affi fær eitthvað högg inn á teig Þór og lág eftir í smá tíma en mér sýnist Affi vera góður og leikurinn fer í gang aftur.
62. mín
HK fær hornspyrnu
61. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Tekur Eið Atla niður.
58. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Tumi Þorvarsson (HK)
57. mín
Hiti Aron Kristófer brýtur á Clement og er mjög ósáattur úti í eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um.

Gunnar Freyr veitir honum tiltal og áfram með leikinn.
54. mín
ÓLAFUR ÖRN VER VEL Aron Birkir spyrnir boltanum fram völlinn á Balde sem vinnur skallarboltann. Einar Freyr fær boltann og leggur boltann á Balde sem leggur boltnan á Hermann Helga sem tekur við honum og lætur vaða, boltinn af varnarmanni og í átt að marki en Ólaf Örn vel á verði.

Þarna var tækifæri fyrir Þór!
52. mín
Dagur Orri fær boltann og Hermann Helgi tekur hann niður og aukaspyrna sem HK fær á fínum stað.
50. mín
Leikurinn fer í gang aftur og það er í lagi með Jakobsen en þetta leit ekkert rosalega vel út í smá stund hérna þegar hann lág í grasinu.
48. mín
Ívar Orri fer full harkalega í Jakobsen sem liggur eftir og þarf aðhlyningu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Aron Ingi Magnússon (Þór )
Hálfleiksskipting hjá Sigga Hö.

Aron Ingi ekki alveg heill.
45. mín
Hálfleikur
Frábær fyrri hálfleikur Gunnar Freyr flautar til hálfleiks. Gestirnir úr þorpinu á Akureyri leiða inn í hálfleikinn með tvemur mörkum gegn einu.

Tökum okkur korter.
45. mín
VÁÁ DAGUR ORRI NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA Fær boltann skyndilega inn á teignum hjá Þór og á skot sem fer framhjá. Gunnar Freyr dæmir hornspyrnu, sá ekki alveg afhverju hann er að gera það.

Þvílíkur leikur.
44. mín MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Stoðsending: Christian Jakobsen
ÞÓRSARAR ERU KOMNIR YFIR AFTUR!1 Frábær hornspyrna frá hægri inn á teiginn hjá HK. Christian Jakobsen nær að flikka boltanum á Sigfús sem potar boltanum í netið.
44. mín
Þór fær hornspyrnu Clement reynir að koma boltanum inn á teiginn en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
42. mín
HK fær hornspyrnu
41. mín
Þórsarar fá aukaspynru á vallarhelmingi HK. Ýmir spyrnir boltanum inn á teiginn en boltinn beint á Ólaf Örn.
39. mín
HK nálægt því að komast yfur Þórsarar tapa boltanum ansi klaufalega hægra meginn. Aron Kristófer fær boltann og á skot sem fer rétt framhjá.
37. mín MARK!
Ívar Orri Gissurarson (HK)
HK er að jafna leikinn!! Það spældist allt upp þarna og Ívar Orri er allt í einu komin inn á teiginn og klárar framhjá Aroni Birki

Allt jafnt í Kórnum!
36. mín
Þór fær hornspyrnu Jakobsen með fyriirgjöf sem fer af varnarmanni HK og afturfyrir.
32. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Þór )
Þetta var klaufalegt Aron Ingi fær boltann og leggur boltann til baka á Balde sem tapar boltanum og er svo dæmdur brotlegur.

Sá ekki alveg hverjum Balde braut á.

Hárrétt.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Flott spil hjá Þór Þórsarar láta boltann ganga og boltinn út á CLement sem kemur með boltann á Sigfús sem fær boltann í D boganum en Fúsi hittir ekki boltann.
24. mín MARK!
Ibrahima Balde (Þór )
Stoðsending: Einar Freyr Halldórsson
ÞÓRSARAR ERU KOMNIR YFIR!!!!!!! Einar Freyr fær boltann og á stórkostlegan sprett, fer framhjá einhverjum þremur HK ingum og leggur boltann út á Balde sem fær boltann fyrir utan vítateig og stýrir boltanum vinstra hornið. Óverjandi fyrir Ólaf Örn

0-1 !
22. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá vinstri hjá HK Tumi fær boltann og á frábæran bolta inn á Jóhann Árna sem nær ekki að stýra boltanum framhJÁ Aroni.
15. mín
ARON BIRKIR VER FRÁBÆRLEGA! Vandræðagangur inn á teignum hjá Þór og boltinn berst til Ívars sem á skot sem Aron Birkir ver í stöngina og Þórsarar ná að koma boltanum í burtu.

Bæði lið fengið frábær færi til að skora á síðustu mínútum. Það er aðeins að vakna yfir þessu!
14. mín
HK fær aukaspyrnu á hættulegum stað Rafael Victor er dæmdur brotlegur.

Mér fannst nú ekki mikið á þetta og Rafa er ekki sáttur með Gunnar dómara leiksins.

Haukur Leifur tekur spyrnuna en boltinn beint í vegginn.
12. mín
Þór fær hornspyrnu Ýmir tekur spyrnuna og hún er frábær beint á hausinn á Ragnar Óla sem skallar boltann rétt framhjá.

Þarna var svo sannarlega séns fyrir Þór að komast yfir.
12. mín
Hvað var þetta hjá gestunum? Aron Birkir fær boltann til baka og spyrnir fram og HK ná skallanum og allt í einu er Dagur Orri sloppin í gegn og reynir að lyfta boltanum yfir Aron sem stóð framarlega en skotið lélegt og Aron Birkir grípur.
9. mín
Róleg byrjun í Kórnum Bæði liðin eru að finna taktin og mikil stöðubarátta í gangi í byrjun leiks.

Vonandi bara lognið á undan storminum!
5. mín
Jóhann Þór fær boltann inn á teig Þórs en skotið hans fer í hliðarnetið.
4. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi HK. Ýmir undirbýr sig að spyrna boltanum.

Fyrirgjöfin kemur inn á teiginn en Ólafur Örn í markI HK grípur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Kórnum Gunnar flautar til leiks. Gestirnir úr þorpinu hefja leik!

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Gunnar Freyr leiðir liðin til leiks, vallarþulur HK byrjaður að kynna liðin og það styttist í þetta!
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


Fyrir leik
Markaleikur framundan? Gott og gleðilegt kvöldið. Ég er mættur í Kórinn og alltaf jafn gaman að mæta hingað og fá höfðingjalegar móttökur.

Það er hægt að gera ráð fyrir mörkum hér í kvöld en báðum liðum finnst ekki leiðinlegt að sækja.
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Þessi lið mættust í 1. umferð, í Boganum á Akureyri. Þar enduðu leikar 1-1 þar sem Dagur Orri Garðarsson kom HK yfir en Ibrahima Balde jafnaði fyrir hálfleik.
Fyrir leik
Lið umferða 1-11 í Lengjudeildinni

Bæði þessi lið áttu fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-11 í Lengjudeildinni. Ibrahima Balde og Sigfús Fannar Gunnarsson úr Þór voru valdir í liðið og Dagur Orri Garðarsson úr HK en hann er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með 10 mörk.
Fyrir leik
Staðan
Fyrir leik
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aðstoðardómarar: Guðni Freyr Ingvason og Tryggvi Elías Hermannsson.
Fyrir leik
Tonsinn í Kórnum!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

13. umferð Lengjudeildarinnar hefst með leik HK og Þórs í Kórnum en flautað verður til leiks klukkan 18.

föstudagur 18. júlí
18:00 HK-Þór (Kórinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Vogaídýfuvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
19:15 Fylkir-Njarðvík (tekk VÖLLURINN)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)

laugardagur 19. júlí
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Yann Emmanuel Affi
6. Ibrahima Balde
8. Einar Freyr Halldórsson
9. Rafael Victor ('77)
10. Aron Ingi Magnússon ('45)
11. Clement Bayiha
19. Ragnar Óli Ragnarsson
24. Ýmir Már Geirsson ('66)
25. Christian Jakobsen
37. Sigfús Fannar Gunnarsson ('91)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
28. Franko Lalic (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('45)
13. Nökkvi Hjörvarsson ('91)
18. Sverrir Páll Ingason
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('66)
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('77)
27. Atli Þór Sindrason
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Halldór Mar Einarsson
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Ibrahima Balde ('32)
Hermann Helgi Rúnarsson ('61)

Rauð spjöld: