Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
KA
2
0
ÍA
Jóan Símun Edmundsson '16 1-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '84 2-0
19.07.2025  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 690
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('63)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson ('74)
8. Marcel Ibsen Römer ('89)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('89)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('63)
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
- Meðalaldur 31 ár

Varamenn:
12. William Tönning (m)
9. Viðar Örn Kjartansson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('74)
17. Birnir Snær Ingason ('63)
21. Mikael Breki Þórðarson ('89)
25. Dagur Ingi Valsson
29. Jakob Snær Árnason ('89)
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('63)
44. Valdimar Logi Sævarsson
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Egill Daði Angantýsson

Gul spjöld:
Bjarni Aðalsteinsson ('14)
Marcel Ibsen Römer ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Virkilega sterkur sigur hjá KA í sex stiga leik í fallbaráttunni.
89. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
89. mín
Inn:Mikael Breki Þórðarson (KA) Út:Marcel Ibsen Römer (KA)
84. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
MAAARK Ásgeir Sigurgeirsson sendir á Hallgrím Mar sem á skot í Hlyn og boltinn rúllar í hornið. Árni Marinó frosinn á línunni.
82. mín
SKALLI Í SLÁ Viktor Jónsson nálægt því að jafna metin!
80. mín
Tíu mínútur eftir. Ná gestirnir að jafna eða heimamenn að klára þetta endanlega. Gestirnir eru að sækja þessa stundina.
76. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA)
76. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Jonas Gemmer (ÍA)
74. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
72. mín
Guðjón Ernir Hrafnkelsson komst í góða stöðu en var of lengi að athafna sig og Árni Marinó varði vel frá honum.
69. mín
Rodri fær boltann inn á teignum en skotið slakt og boltinn vel yfir markið.
66. mín
Strax í kjölfarið kemst Birnir Snær í skyndisókn. Leikur á varnarmann og á skot sem Árni Marinó ver.
66. mín
Stórundarlegt. Skagamaður liggur eftir og Rodri virðist ætla að koma boltanum út af. Sparkar þvert yfir völlinn. Ómar Björn kemst í boltann og heldur sókninni áfram. Boltinin berst til Gísla Laxdal sem á skot sem Stubbur ver vel.
63. mín
Inn:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
63. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Birnir Snær kominn inn á í sínum fyrsta leik
62. mín
Upp úr horninu á Vardic skot sem fer af varnarmanni og Baldvin Þór Berndsen dæmdur brotlegur að lokum.
61. mín Gult spjald: Marcel Ibsen Römer (KA)
Fyrir að reyna stöðva Ómar.
61. mín
Ómar Björn Stefánsson með magnaðan sprett inn á teiginn. Stendur allt af sér en boltinn endar síðan í varnarmanni og horn.
60. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Arnór Valur Ágústsson (ÍA)
56. mín
Jóan Símun með fína tilraun en skotið vel framhjá.
53. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Ingimar Stöle en enginn inn á teignum en þeir fá horn. Ekkert kemur út úr því
52. mín
Smá darraðadans inn á teig KA eftir horn en Skagamenn koma boltanum ekki að marki. Gestirnir sterkari hér í upphafi seinni hálfleiks.
48. mín
Johannes Vall kemur sér inn á teiginn en skotið ekki gott og hann hittir ekki á rammann.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Liðin eru óbreytt
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn marki yfir í hálfleik. Komum með seinni hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
Hin klassíska mínúta í uppbótatíma
45. mín
Ómar Björn Stefánsson með fyrirgjöf en enginn í teignum til að taka við henni.
44. mín
Ingimar Stöle með takta inn á miðjunni og kemur boltanum til vinstri á Grímsa sem á fyrirgjöf og boltinn dettur fyrir Hrannar sem á viðstöðulaust skot en hittir boltann illa.
41. mín
Marko Vardic nær að brjóta sér leið inn á teiginn. Reynir fyrirgjöf en boltinn of nálægt Stubbi sem grípur hann.
38. mín
Mávur vakti lukku Mávur flaug inn á völlinn með nammipoka þegar Stubbur var að jafna sig. Vakti lukku í stúkunni og fleiri mávar komu í kjölfarið.
36. mín
Viktor Jónsson og Stubbur fara upp í boltann og Stubbur kveinkar sér aðeins en er búinn að ná sér fljótt.
34. mín
Hætta við mark ÍA Árni Marinó nær ekki að grípa boltann og KA menn halda honum. Bjarni fær boltann við vítateigs línuna og á skotið en í þetta sinn grípur Árni boltann.
31. mín Gult spjald: Marko Vardic (ÍA)
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Rólegt undanfarnar mínútur. ÍA fékk tækifæri hér en fyrirgjöf úr aukaspyrnu og boltinn fór beint í fangið á Stubb.
23. mín
KA vill fá hendi víti Bjarni með fyrirgjöf og boltinn fer greinilega í hönd Hlyns Sævars. Bjarni og Jóan veifa höndum en ekkert dæmt.
22. mín
Jón Gísli Eyland Gíslason kominn í þrönga stöðu og reynir fyrirgjöf en boltinn beint í hliðarnetið.
16. mín MARK!
Jóan Símun Edmundsson (KA)
KA ER KOMIÐ YFIR Marcel Römer kemur boltanum á Grímsa sem á frábæra stungusendingu á Ingimar Stöle. Hann leggur boltann fyrir og Jóan tæklar boltann í opið markið.
14. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
8. mín
Hallgrímur Mar Steingrímsson fær boltann inn á teignum og á skot sem Árni Marinó gerir vel í að verja.
3. mín
Fyrirgjöf frá hægri frá KA mönnum, Skagamenn í smá vandræðum með að koma boltanum frá en hann endar í markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað Gestirnir koma þessu af stað.
Fyrir leik
Tvö lið sem er mein illa við að skora mikið af mörkun en samanlagt hafa þessi lið skorað 30 mörk í 30 leikjum. Undir 2.5 mörk á Epic er á 2.64 og vekur eflaust áhuga einhvers staðar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson hefur jafnað sig af meiðslum og er kominn aftur í markið hjá KA en William Tonning tekur sér sæti á bekknum.

Birnir Snær Ingason og Viðar Örn KJartansson eru báðir á bekknum hjá KA. Birnir kom til félagsins frá Halmstad í gær.

Jóan Símun Edmundsson og Hans Viktor Guðmundsson koma þá inn í liðið fyrir Ásgeir Sigurgeirsson og Guðjón Erni Hrafnkelsson sem taka sér báðir sæti á bekknum.

Lárus Orri Sigurðsson gerir þrjár breytingar á liði Skagamanna, en þeir Baldvin Þór Berndsen, Jonas Gemmer og Ísak Máni Guðjónsson koma inn fyrir þá Erik Tobias Sandberg, Rúnar Má Sigurjónsson og Oliver Stefánsson. Erik og Rúnar eru í leikbanni en Olvier var seldur til Póllands á dögunum.
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Þór Stefánsson verður með flautuna hér í dag. Kristján Már Ólafs og Þórður Arnar Árnason verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er varadómari og Vilhelm Adolfsson eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍA fékk einnig sterkan liðsstyrk ÍA nældi einnig í áhugaverðan leikmann en danska miðjumanninn Jonas Gemmer gekk til liðs við félagið á dögunum. Gemmer er 29 ára varnarsinnaður miðjumaður sem kemur frá danska félaginu Hvidövre. Þeir eru ekki hættir. ÍA ætlar að styrkja sig enn frekar en erlendur markvörður hefur m.a. verið að æfa með liðinu.

   11.07.2025 17:21
ÍA fær reynslumikinn miðjumann frá Danmörku (Staðfest)


   15.07.2025 12:08
ÍA ætlar að styrkja sig enn frekar - „Verið að hringja mörg símtöl“


Mynd: ÍA

Fyrir leik
KA fékk svakalegan liðstyrk KA hefur fengið rosalegan liðstyrk en Birnir Snær Ingason er genginn til liðs við félagið frá Halmstad og gerði samning út árið. Hann verður til takst hjá KA í dag.
   18.07.2025 09:03
Birnir Snær í KA (Staðfest)

   18.07.2025 14:34
Birnir Snær: Hann vildi ekkert með mig hafa

Mynd: KA

Fyrir leik
ÍA er ekki langt á undan Það eru einnig mikil vonbrigði á Skaganum en liðið komst af botninum í síðustu umferð með sigri á KR og er fyrir ofan KA á markatölu. Lárus Orri Sigurðsson tók við af Jóni Þór Haukssyni og hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KA er á botninum KA liðið hefur verið í miklum vandræðum í sumar og situr á botni deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og er aðeins með 15 stig eftir 15 umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og ÍA. Leikurinn er liður í 16. umferð og um er að ræða mikinn fallbaráttuslag.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Baldvin Þór Berndsen
9. Viktor Jónsson (f)
14. Jonas Gemmer ('76)
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson ('76)
22. Ómar Björn Stefánsson
33. Arnór Valur Ágústsson ('60)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Styrmir Jóhann Ellertsson
7. Haukur Andri Haraldsson ('76)
8. Albert Hafsteinsson ('76)
15. Gabríel Snær Gunnarsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('60)
18. Guðfinnur Þór Leósson
23. Jón Viktor Hauksson
26. Brynjar Óðinn Atlason
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Marko Vardic ('31)

Rauð spjöld: