Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. janúar 2018 00:01
Fótbolti.net
Gleðilegt ár
Ísland fer á HM í sumar.
Ísland fer á HM í sumar.
Mynd: Anna Þonn
Fótbolti.net óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Um leið þökkum við samveruna á árinu sem var að líða.

Fótboltaárið 2017 fer í sögubækurnar en íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni.

Á árinu 2017 tók kvennalandsliðið einnig þátt á EM, Valur varð Íslandsmeistari í karlaflokki og Þór/KA í kvennaflokki. Chelsea varð enskur meistari og Real Madrid vann Meistaradeildina annað árið í röð svo fátt eitt sé nefnt.

Árið 2018 er HM ár og búast við algjöru fótboltaæði á Íslandi næsta sumar þegar íslenska landsliðið heldur til Rússlands. Fótbolti.net sendir að sjálfsögðu fulltrúa til Rússlands til að fylgjast með hverju einasta augnabliki þar.

Erlendis er barátta framundan í stærstu deildum Evrópu fram á vor sem og Meistaradeildinni. Félagaskiptaglugginn opnaði núna á miðnætti og spennandi verður að sjá hvað lið gera í janúar.

Markmið Fótbolta.net er ávallt það sama, að gera vefinn ennþá betri. Fylgist því spennt með Fótbolta.net á árinu 2018!

Gleðilegt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir þau gömlu!
Athugasemdir
banner
banner