Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. janúar 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari ársins 2017
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Fótboltaárinu árið 2017 er lokið en Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að gera upp árið. Álitsgjöfunum er skipt upp í flokka og hér að neðan má sjá val á þjálfara ársins 2017.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður:

Innlent: Heimir Hallgrímsson, A-landslið karla í knattspyrnu. Í mínum huga kemur enginn annar til greina, þó að auðvitað margir þjálfarar hafi unnið glæsta sigra á árinu. Það er bara svo stórt að koma Íslandi í lokakeppni HM. Og að það hafi ekki einu sinni þurft umspil til. Fagmennskan drýpur af tannlækninum geðþekka. Auðvelt val.

Erlent: Zinedine Zidane, Real Madríd. Hann vinnur Meistaradeildina, spænsku deildina, Ofurkeppni Evrópu, HM félagsliða og Meistarakeppnina á Spáni allt á sama árinu. Það er ekki hægt að ganga framhjá Zidane. Gef samt Sean Dyche svona honourable mention, þó að Burnley hafi vissulega ekki unnið neitt á árinu. Verð bara að gefa honum kredit fyrir það sem hann hefur gert með þetta Burnley-lið.

Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2:

Innlent: Auðvitað eru Rafn M. Vilbergsson og Snorri Már Jónsson, Þjálfarar Njarðvíkurliðsins ofarlega á blaði fyrir að rúlla upp gleðideildinni (2. deild). Liðinu var spáð kúk en þeir tóku kúkinn og mökuðu honum framan í spámenn og unnu deildina með yfirburðum. Án þess að setja of mikla pressu á þá drengi þá geri ég fastlega ráð fyrir sigri í Inkasso deildinni en ég sætti mig við annað sæti! Annars verðum við að nefna Valsherjann Óla Jó sem rúllaði Pepsi upp og bætir endalaust við gæðamönnum í liðið. Hræddur um að Valur sé að verða nýja FH, vinna allt of oft.

En Heimir er náttúrlega Maðurinn, Ísland á HM er blautur draumur allra... hvað þá Íslendinga. Ég þorði varla að dreyma hvað þá að draumurinn kæmi til með að rætast #TakkHeimir

Erlendis: Ég verð bara að nefna Pep Guardiola. Ekki fyrir alla titlana sem hann vann ekki á árinu heldur það sem hann er að gera með þetta City lið. Gullit talaði um sexy football fyrir nokkrum árum... hann vissi ekkert hvað hann var að tala um. Peppinn er að gera gæðadrengi helmingi betri og er að spila frábæran bolta, ég er áhugamaður um fótbolta. Eins og það er erfitt að horfa á City þá er það líka gott. Pep er hundleiðinlega góður og minn erlendi í ár. Ég mun samt ekki gráta það ef hann verður ekki valinn þjálfari ársins fyrir 2018 þar sem það hrundi allt og engir titlar komu í hús.

Daníel Geir Moritz, Innkastinu:

Innlent: Afrek Þórs/KA kemur fyrst upp í kollinn þegar hugsað er um fótboltasumarið hér heima. Það var algerlega magnað hjá þeim að verða Íslandsmeistarar og það á fyrsta ári Donna með liðið. Hvernig Valsmenn rúlluðu upp karlaboltanum er líka aðdáunarvert og gátu held ég flestir samglaðst Óla Jó með að landa þeim stóra. Hans ákvarðanir voru gríðarlega góðar og sumar stórar og uppskar hann eins og hann sáði.

En þjálfari ársins er auðvitað Heimir Hallgrímsson. Fram hjá því verður ekki litið sama hvað öðrum gekk vel. Margir óttuðust að Heimir væri Halli án Ladda þegar Lars hvarf af braut en Heimir, og landsliðið, hefur vakið heimsathygli. Maður á líka bara erfitt með að trúa því að HM árið sé gengið í garð!

Erlent: Þarna er af nógu að taka. Persónulega er ég gríðarlega mikill aðdáandi Sean Dyche. Það sem hann gerði með Burnley á þessu almanaksári er aðdáunarvert. Þess utan er gaman að Ísland á sinn fulltrúa í því ævintýri öllu. Annars hefur þetta ár verið svolítið fall stórra stjarna. Anchelotti rekinn, Conte í basli með Chelsea, Mourinho endar árið gríðarlega illa með Man Utd, Zidane búinn að missa af spænska titlinum o.s.frv.

Þjálfari ársins er engu að síður Zinedine Zidane. Afrek hans að verja Meistaradeildartitilinn gerir hann að þjálfara ársins eiginlega sama hvað. Þó það væri búið að reka hann þá væri hann þjálfari ársins. Um tíma voru titlar Real Madrid fleiri undir stjórn Zidane en tapleikir hans með liðið. Og þá er bara að bíða og sjá hvort hann verji Meistaradeildartitilinn aftur?

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarjaxl:

Innlent: Heimir Hallgríms. Var einn aðalþjálfari íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að hafa verið aðalþjálfari með Lars áður þá var hann alltaf í skugga Lars. Mögulega fékk hann ekki þann heiður sem hann átti skilið. 2017 var komið að Heimi. Margir efuðust um að hann myndi ráða við verkefnið og þetta yrði ógerlegt án Lars. Heimir tróð hins vegar sokki upp í alla sem efuðust og gerði mögulega betur en Lars hafði gert áður. Í kjölfarið fékk Heimir allan þann heiður sem hann átti skilið.

Erlent: Mér finnst Heimir koma til greina þarna, það er að segja sem þjálfari í alþjóðlegum fótbolta. En eigum við ekki að fylgja reglum og velja einhvern erlendan þjálfara. Þar kemur Antonio Conte fyrst upp í huga. Ég hafði ekki mikla trú á að hann myndi ná Chelsea svona hratt upp aftur. Hann gerði hins vegar gott betur og valtaði yfir ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. Auðvitað gæti maður nefnt Zinedine Zidane líka. Vinna spænsku deildina og Meistaradeildina. Ég held mig hins vegar við Conte. Guardiola fær þetta líklegast 2018.

Sjá einnig:
Nýliði ársins 2017
Leikur ársins 2017
Atvik ársins 2017
Karakter ársins 2017
Sigurvegari ársins 2017
Mark ársins 2017
Athugasemdir
banner
banner