Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 01. janúar 2018 14:20
Elvar Geir Magnússon
England: Sæst á skiptan hlut í fyrsta leik ársins
Anthony Knockaert skoraði.
Anthony Knockaert skoraði.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 2 Bournemouth
1-0 Anthony Knockaert ('5 )
1-1 Steve Cook ('33 )
2-1 Glenn Murray ('48 )
2-2 Callum Wilson ('79 )

Brighton og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik ársins 2018 í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur.

Anthony Knockaert skoraði fyrsta mark leiksins og kom Brighton yfir með aðeins öðru marki sínu á tímabilinu.

Steve Cook, fyrrum leikmaður Brighton, jafnaði fyrir Bournemouth með skalla.

Staðan var 1-1 í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks endurheimti Brighton forystuna með marki Glenn Murray sem skoraði gegn sínu gamla félagi.

Eftir mikinn atgang náði Bournemouth aftur að jafna. Brighton gerði margar misheppnaðar tilraunir til að hreinsa í burtu en Callum Wilson skoraði og niðurstaðan 2-2.

Liðin eru í 12. og 13. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner