Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 01. janúar 2018 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Lukaku verður klár eftir viku
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho býst við að vera án Romelu Lukaku í eina viku eftir að belgíski sóknarmaðurinn hlaut höfuðmeiðsli gegn Southampton á laugardaginn.

Lukaku var borinn af velli og þurfti að fá súrefni eftir samstuð við Wesley Hoedt. Hann þurfti þó ekki að fara á sjúkrahús.

Lukaku er markahæsti maður Rauðu djöflanna með 10 mörk í úrvalsdeildinni.

Hann er ekki í leikmannahópi Man Utd sem er að spila við Everton og missir líklega af bikarleiknum gegn Derby á föstudaginn. Hann verður eflaust klár í slaginn fyrir leikinn gegn Stoke, sem er 15. janúar.

„Þetta er ekkert alvarlegt, hann missir af einni viku," sagði Mourinho fyrir leikinn gegn Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner