Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. janúar 2018 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Sam: Við vitum hvar vandamálið liggur
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce var ekki hissa að Everton hafi ekki náð einu einasta skoti á rammann í 2-0 tapi gegn Manchester United í dag.

Hann segir sína menn geta lítið gert áður en sóknarlínan verður fullkomnuð í félagaskiptaglugganum.

„Ekkert skot á rammann? Það er venjulegt fyrir okkur og kemur mér lítið á óvart. Við vitum hvar vandamál liðsins liggur og erum að vinna í að laga það í janúarglugganum," sagði Sam við Sky Sports.

„Þangað til við fullkomnum sóknarlínuna þurfum við að verjast betur. Við þurfum að halda hreinu til að fá stigin, það er staðreynd.

„Við gáfum þeim tvö mörk í dag, við gáfum Martial og Lingard alltof mikinn tíma á boltanum. Strákarnir bökkuðu frá þeim í staðinn fyrir að mæta þeim."


Sam er ánægður með frammistöðu James McCarthy sem kom inná eftir 60 mínútur í stöðunni 1-0. Þá segist hann ekki vera viss um hvort tyrkneski sóknarmaðurinn Cenk Tosun komi til félagsins.

„James McCarthy kom inná og sýndi restinni af liðinu hvernig á að tækla. Hann sýndi ótrúlegan baráttuvilja og var aldrei hræddur við andstæðingana. Hann óð í hverja tæklinguna fætur annari og var kominn með allan leikvanginn á sitt band á nokkrum mínútum.

„Við erum búnir að gera allt í okkar valdi til að landa Cenk Tosun. Við munum vita hvort það hafi verið nóg á næsta sólarhring."

Athugasemdir
banner
banner
banner