mán 01. janúar 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Stoke búnir að fá nóg - Vilja Hughes burt
Stuðningsmönnum Stoke er ekki skemmt.
Stuðningsmönnum Stoke er ekki skemmt.
Mynd: Getty Images
Stoke byrjaði nýtt ár illa þegar liðið tapaði 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eftir leik létu stuðningsmenn Stoke óánægju sína í ljós en þeir vilja fá stjórann Mark Hughes í burtu.

Stoke hefur tapað sjö af síðustu tíu leikjum en liðið er í 16. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Heitt var orðið undir Hughes í desember en hann náði að kaupa sér tíma með 3-1 sigri gegn WBA á þorláksmessu.

Jafntefli gegn Huddersfield, stórt tap gegn Chelsea og tap gegn Newcastle hafa fylgt í kjölfarið og nú er Hughes orðinn afar valtur í sessi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner