mán 01. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk: Fullkomið fyrir mig
Van Dijk mætti á leik Liverpool og Leicester á Anfield á laugardaginn.
Van Dijk mætti á leik Liverpool og Leicester á Anfield á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk gekk formlega í raðir Liverpool þegar félagaskiptaglugginn opnaði á miðnætti.

Hann varð um leið dýrasti varnarmaður sögunnar en Liverpool keypti hann frá Southampton á 75 milljónir punda.

„Auðvitað er þetta há fjárhæð en ég get ekki gert neitt í þessum pening. Þetta er bara markaðurinn," sagði Van Dijk.

„Það eina sem ég get gert er að leggja harðar að mér, gera góða hluti og vera 100% alla daga. Það er það sem ég vil gera og ætla að gera."

„Saga félagsins og allt í kringum það, meira segja æfingasvæðið og slíkt, er fullkomið. Þetta er fullkomið fyrir mig og fjölskyldu mína líka."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner