Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. janúar 2018 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger háður starfinu sínu: Eins og alvöru dóp
Mynd: Getty Images
Ferill Arsene Wenger er hvergi nærri á enda ef marka má orð hans í nýlegu viðtali.

Wenger er 68 ára gamall og hefur stýrt Arsenal í meira en 20 ár. Hann segir starf sitt vera eins og fíkniefni, hann og margir vinir hans séu háðir því og geti ekki hætt.

„Þetta er eins og fíkniefni. Þetta er vímugjafi sem fer með þig hátt upp og dregur þig svo aftur djúpt niður, en samt sækist maður í meira," sagði Wenger við SFR Sport.

„Pressan getur verið gríðarleg og þá er mikilvægt að bogna ekki undan henni og koma sér aftur í gang.

„Lífið getur verið mjög tómt þegar maður hættir því sem maður hefur metnað fyrir. Ég á marga vini sem hafa ákveðið að hætta, en þeir koma alltaf til baka.

„Capello og Lippi eru góð dæmi. Þeir hættu og voru að lifa lífinu á skútunum sínum, en sneru samt aftur og fóru að þjálfa lið í Kína. Þetta er eins og alvöru dóp, þú getur ekki verið án þess."

Athugasemdir
banner
banner