Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. janúar 2018 17:33
Elvar Geir Magnússon
Zaha ætlar ekki að færa sig um set í janúar
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace, segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Lundúnafélagið í janúarglugganum.

Zaha hefur verið mjög öflugur með Palace á tímabilinu og sögusagnir um að hann gæti farið í stærra félag.

Hann var á sínum tíma hjá Manchester United en náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Sögusagnir hafa verið uppi um að Manchester City, Chelsea og Arsenal séu öll með augastað á honum.

„Ég verð áfram hjá Palace," staðfesti Zaha í samtali við BBC eftir markalaust jafntefli gegn Manchester City í gær.

Crystal Palace er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti og Zaha er ein helsta von liðsins um að ná að forðast falldrauginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner