Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. janúar 2020 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Al Arabi kveður Birki og býður Aron velkominn aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er á förum frá Al Arabi í Katar. Hann hefur leikið með félaginu frá því í október, en þá skrifaði hann undir samning þangað til í janúar - sem er nú genginn í garð.

Hans hlutverk var að fylla skarð Arons Einars Gunnarssonar á meðan landsliðsfyrirliðinn var að glíma við meiðsli.

Al Arabi má aðeins spila með þrjá erlenda leikmenn í einu og er því Birkir á förum. Al Arabi þakkaði Birkir fyrir sín störf á Twitter og bauð Aron Einar velkominn til baka.

Nú hefst vinna hjá Birki og teyminu á bak við hann að finna nýtt félag fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, framlengdi í gær samning sinn við Al Arabi til 2021.

Al Arabi er í sjötta sæti í deildinni í Katar, en liðið hefur ekki unnið deildarleik frá því að Aron meiddist 4. október síðastliðinn.


Athugasemdir
banner