mið 01. janúar 2020 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Alejandro áfram hjá Aftureldingu
Alejandro Zambrano í baráttunni síðasta sumar
Alejandro Zambrano í baráttunni síðasta sumar
Mynd: Raggi Óla
Spænski miðjumaðurinn Alejandro Zambrano hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu og mun hann því taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Alejandro, sem er 28 ára gamall, spilaði með Aftureldingu seinni hluta síðustu leiktíðar er liðið náði að bjarga sér frá falli úr Inkasso-deildinni.

Hann er uppalinn hjá Recreativo Huelva og spilaði með liðinu í næst efstu deild tímabilið 2011-2012. Hann á yfir 170 leiki í C-deild Spánar en hann heillaði í síðustu sex leikjum Aftureldingar síðasta sumar.

Alejandro hefur nú framlengt samning sinn við Aftureldingu og er það mikill styrkur fyrir komandi átök.

„Alejandro var hjá Aftureldingu í nokkrar vikur undir lok síðasta tímabils og þá fór ekki á milli mála að um er að ræða öflugan leikmann. Alejandro féll vel inn í leikmannahópinn og það er mikið fagnaðarefni að hann ætli að spila áfram í Mosfellsbæ á næsta tímabili," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar við heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner