Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta hefur mikla trú á Özil
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa mikla trú á þýska miðjumanninum Mesut Özil.

Özil, sem er 31 árs gamall, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með liðinu en Arteta hefur þó plön fyrir hann.

Þegar Özil og Arteta spiluðu saman hjá Arsenal þá var Özil afar mikilvægur liðinu. Á síðasta tímabili Arteta hjá Arsenal þá lagði Özil upp 19 mörk og var aðeins einni stoðsendingu frá því að jafna met Thierry Henry.

„Ég vona að hann geti viðhaldið þessu á 3-4 dögum. Hann er að leggja allt í þetta og verður að halda áfram að gera það. Hann er að mætta sig mjög mikið líkamlega og er alltaf með mikinn vilja á æfingum," sagði Arteta.

„Ég þekki hann mjög vel, þannig hann kemur mér ekki á óvart. Ég veit af hæfileikum hans og veit nákvæmlega hvaða leikmann við erum með í höndunum. Hlutverk mitt er að hjálpa honum að nýta allt sem hann hefur," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner