mið 01. janúar 2020 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang til Inter? - Bakverðir Leicester eftirsóttir
Powerade
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Ricardo Pereira og Ben Chilwell, bakverðir Leicester.
Ricardo Pereira og Ben Chilwell, bakverðir Leicester.
Mynd: Getty Images
Juventus vill framlengja við Ronaldo þar til hann verður 38 ára.
Juventus vill framlengja við Ronaldo þar til hann verður 38 ára.
Mynd: Getty Images
Bruce vill þrjá leikmenn í mánuðinum.
Bruce vill þrjá leikmenn í mánuðinum.
Mynd: Getty Images
Það er komið að fyrsta slúðurpakka ársins 2020. Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni opnar aftur í dag og nú fer allt að gerast.

Inter Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, hefur bæst í kapplauphið um Pierre-Emerick Aubameyang (30), sóknarmann og fyrirliða Arsenal. (Mirror)

Chelsea er að undirbúa 20 milljón punda tilboð í Fyodor Chalov (21), sóknarmann CSKA Moskvu í Rússlandi. (Express)

Inter vill bjóða 25 milljónir punda í Emerson (25), vinstri bakvörð Chelsea. (Independent)

Chelsea og Manchester City munu berjast um Ben Chilwell (23), vinstri bakvörð Leicester. (Inews)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er að undirbúa 30 milljón punda tilboð í Ricardo Pereira (26), portúgalskan hægri bakvörð Leicester. (Express)

Sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin (22) mun skrifa undir nýjan fimm ára samning þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (Telegraph)

Juventus ætlar sér að framlengja samning Cristiano Ronaldo til 2023 - er hann verður 38 ára. (Corriere dello Sport)

Chelsea er að skoða það að fá Moussa Dembele (23), sóknarmann úr Lyon. (Sky Sports)

Hertha Berlín hefur náð samkomulagi um lánssamning við miðjumanninn Granit Xhaka (27) hjá Arsenal. Það yrði þá möguleika um kaup næsta sumar fyrir 25 milljónir punda. (Independent)

Nemanja Matic (31), miðjumaður Manchester United, segist ekki vera viss um það hvort hann framlengi samning sinn við félagið. Núgildandi samningur hans rennur út að tímabilinu loknu. (Telegraf)

Dean Smith, stjóri Aston Villa, vill fá miðjumanninn Danny Drinkwater (29) á láni frá Chelsea til að leysa John McGinn (25), sem er meiddur, af hólmi. Drinkwater hefur verið í láni hjá Burnley á tímabilinu, en lítið spilað. (Star)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að Manchester United sé svo illa rekið að félagið myndi eyðileggja suma af bestu fótboltamönnum sögunnar; eins og Pele og Diego Maradona. (La Repubblica)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að Wilfried Zaha (27) sé ekki til sölu. Hann viðurkennir þó að félagið verði að skoða það ef alvarlegt tilboð berst. (Guardian)

Adama Traore (23), kantmaður Wolves, segir að það yrði lítið vandamál fyrir sig að skrifa undir hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa komið í gegnum akademíu Barcelona - erkifjenda Real á Spáni. (Jugones)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, vill fá þrjá leikmenn í janúar. (Telegraph)

Sheffield United er að íhuga að reyna að fá Loris Benito (27), varnarmann Bordeaux í Frakklandi (Football Insider)

Matheus Pereira (23), leikmaður Sporting Lissabon, hefur verið í láni hjá West Brom á tímabilinu, en enska félagið vill kaupa hann. (Sky Sports)

Manchester City gæti kallað Patrick Roberts (22) til baka úr láni frá Norwich og sent hann til Middlesbrough. Hann hefur aðeins spilað þrjá deildarleiki með Norwich á tímabilinu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner