Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Gleðilegt ár!
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár!
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net óskar öllum lesendum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári og þakkar jafnframt fyrir lesturinn á árinu.

Árið sem var að líða var afar öflugt. Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins og mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM í mars.

Kvennalandsliðið er á fullri ferð í undankeppni EM og hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og lofar framhaldið góðu.

Unglingalandslið í karla- og kvennaflokki hafa náð töluverðum árangri og er mikil og jákvæð þróun í gangi í unglingastarfinu.

KR varð Íslandsmeistari í karlaflokki undir stjórn Rúnars Kristinssonar á meðan Víkingur R. varð bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár.

Valur vann Pepsi Max-deild kvenna á meðan Selfoss varð bikarmeistari svo eftirminnilega. Magnað sumar í íslenska boltanum.

Manchester City varð Englandsmeistari á meðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu. Barcelona vann spænsku deildina og Juventus hélt uppteknum hætti og vann ítölsku deildina.

Portúgal vann Þjóðadeild UEFA og þá var Bandaríkin heimsmeistari þar sem Megan Rapinoe fór fyrir liðinu á vel heppnuðu heimsmeistaramóti í Frakklandi.

Það verður fróðlegt að sjá hvað 2020 hefur upp á að bjóða. Það er EM framundan hjá körlunum og seinni hlutinn í deildunum í Evrópu.

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir lesturinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner