Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. janúar 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bournemouth fær U21 landsliðsmann til baka
Sam Surridge kemur til baka frá Swansea.
Sam Surridge kemur til baka frá Swansea.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur kallað sóknarmanninn Sam Surridge til baka úr láni frá Swansea. Ekki þykir líklegt að hann geti spilað með gegn West Ham í dag, nýársdag.

Surridge er enskur U21 landsliðsmaður sem skoraði sjö mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Swansea.

Hann hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir Bournemouth. Í þeim báðum kom hann inn á sem varamaður á síðustu leiktíð. Honum er ætlað að koma inn og skora mörk fyrir Bournemouth.

Bournemouth hefur átt í vandræðum með að skora á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins gert 20 mörk í 20 deildarleikjum. Aðeins Crystal Palace og Watford hafa gert færri mörk.

Þetta er áfall fyrir Swansea sem hefur ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í Championship-deildinni. Liðið er núna í níunda sæti deildarinnar.

Talið er að Swansea muni reyna að fá Rhian Brewster á láni frá Liverpool til að fylla í skarð Surridge.
Athugasemdir
banner
banner