Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. janúar 2020 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Calvert-Lewin að fá nýjan samning og launahækkun
Calvert-Lewin hefur átt góðu gengi að fagna inn á fótboltavellinum um jólin.
Calvert-Lewin hefur átt góðu gengi að fagna inn á fótboltavellinum um jólin.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin, sóknarmaður Everton, er að skrifa undir nýjan samning við félagið. Þetta kemur fram á Telegraph.

Everton er að verðlauna hann eftir góða frammistöðu með liðinu að undanförnu. Hann er í plönum Ítalans Carlo Ancelotti fyrir framtíðina.

Núgildandi samningur Calvert-Lewin við Everton er til 2023, en félagið vill endursemja við hann og gera við hann nýjan fimm ára samning. Talið er að laun hans munu hækka í á milli 70 og 75 þúsund pund á viku.

Hann hefur átt góð jól og skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri á Burnley á öðrum degi jóla, og gerði hann bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Newcastle þann 28. desember. Hann er í heildina búinn að skora átta deildarmörk á tímabilinu.

Calvert-Lewin er 22 ára gamall og er núna litið á hann sem byrjunarliðsmann hjá Everton.

Everton er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið heimsækir Manchester City í dag, í þriðja leiknum undir stjórn Carlo Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner