Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 01. janúar 2020 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Man City og Everton: Jesus bestur - Gylfi fær 4
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Ilkay Gundogan í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Ilkay Gundogan í kvöld
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti erfitt uppdráttar í 2-1 tapinu gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gabriel Jesus gerði bæði mörk City á meðan Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton undir lokin.

Jesus var maður leiksins en Gylfi Þór var slakasti maður vallarins og fékk aðeins 4 frá Liverpool Echo en honum var skipt af velli um miðjan síðari hálfleikinn.

Manchester CIty: Bravo (7), Rodri (7), Fernandinho (8), Eric Garcia (7), Joao Cancelo (6), Kevin de Bruyne (7), Ilkay Gundogan (6), Benjamin Mendy (6), Riyad Mahrez (8), Phil Foden (7), Gabriel Jesus (9).

Everton: Jordan Pickford (5), Seamus Coleman (6), Yerry Mina (5), Mason Holgate (6), Djibril Sidibe (5), Lucas Digne (5), Gylfi Þór Sigurðsson (4), Fabian Delph (5), Tom Davies (5), Richarlison (6), Dominic Calvert-Lewin (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner