Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. janúar 2020 21:53
Brynjar Ingi Erluson
England: Pepe öflugur í sigri á Man Utd
Nicolas Pepe skoraði og átti stóran þátt í öðru markinu
Nicolas Pepe skoraði og átti stóran þátt í öðru markinu
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 0 Manchester Utd
1-0 Nicolas Pepe ('8 )
2-0 Sokratis Papastathopoulos ('43 )

Arsenal vann Manchester United 2-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en NIcolas Pepe átti frábæran fyrri hálfleik í Arsenal-liðinu og kom að báðum mörkum liðsins.

Heimamenn byrjuðu með þá Mesut Özil, Pepe, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette og sú mixtúra virkaði í dag.

Pepe kom Arsenal yfir á 10. mínútu etir sendingu Sead Kolasinac en boltinn fór af hælnum á Daniel James fyrir Pepe sem skoraði örugglega af stuttu færi.

Pepe átti skot í stöng á 39. mínútu og var nálægt því að bæta við öðru marki en undir lok fyrri hálfleiks gerði Sokratis annað mark Arsenal eftir hornspyrnu Pepe. Lacazette átti þá skalla sem David De Gea varði. Boltinn fór í bakið á Victor Lindelöf og fyrir Sokratis sem skoraði.

Manchester United vildi fá vítaspyrnu seint í síðari hálfleiknum er Aaron Wan-Bissaka féll í teignum eftir viðskipti sín við Aubameyang en ekkert var dæmt.

Lokatölur á Emirates 2-0 fyrir Arsenal og fyrsti sigur liðsins undir stjórn Mikel Arteta. Arsenal er í 10. sæti með 27 stig en Man Utd í 5. sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner