Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. janúar 2020 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi leitaði til liðsfélaga - Lampard vill meira
Hudson-Odoi og Lampard.
Hudson-Odoi og Lampard.
Mynd: Getty Images
Hann skrifaði undir nýjan samning í september. Hann vakti mikinn áhuga Bayern á síðustu leiktíð.
Hann skrifaði undir nýjan samning í september. Hann vakti mikinn áhuga Bayern á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að kantmaðurinn ungi, Callum Hudson-Odoi, verði að gera meira. Hann kemur honum þó einnig til varnar eftir gagnrýni stuðningsmanna.

Hinn 19 ára gamli Hudson-Odoi hefur verið að fá neikvæð skilaboð á samfélagsmiðlum og hefur það reynst honum erfitt. Sagt er að hann hafi leitað til liðsfélaga sinna eftir stuðningi, fyrir 2-1 sigur Chelsea á Arsenal á dögunum.

Hudson-Odoi skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea í september, en á síðasta tímabili vakti hann mikinn áhuga Bayern München í Þýskalandi.

Lampard segir að stuðningsmenn verði að vera þolinmóðir í garð Hudson-Odoi. Hann segir þó einnig að hann vilji sjá betri frammistöðu frá leikmanninum.

„Ég hef ekki talað við hann um samfélagsmiðla, en svona gerist á þeim miðlum," sagði Lampard.

„Það gerir það ekki rétt eða rangt, þú verður að hafa breitt bak. Hann er ungur leikmaður sem er bara 19 ára. Það hefur mikið verið talað um hann af mörgum mismunandi ástæðum. Hann er undir smásjá. Við verðum að gefa honum tíma vegna þess hversu ungur hann er."

„Það eru engin vandamál á milli okkar, mér fannst hann standa sig mjög vel þegar hann kom inn á gegn Arsenal."

„Ég held að stuðningsmenn Chelsea standi algjörlega á bak við hann. Þeir vilja sjá ástríðu og alla þá hluti. Hann verður að skilja hvers er þarfnast og hann þarf að vinna í því stöðugt. Ég stend við bakið á honum og við munum vinna saman að því."

„Hann skrifaði undir langtímasamning hérna, en núna verður hann að standa sig. Ég mun reyna að verja hann við neikvæðninni á samfélagsmiðlum."

„Hann verður að gera mikið meira, en hann hefur hæfileikana til þess. Ég hef rætt mikið við hann síðustu tvær vikurnar og hann skilur hvað hann þarf að gera innan sem utan vallar," sagði Lampard um þennan efnilega leikmann.

Chelsea spilar við Brighton í hádeginum. Byrjunarliðin fyrir þann leik koma inn á síðuna um klukkan 11:30.

Hudson-Odoi hefur á þessu tímabili komið við sögu í 18 leikjum í öllum keppnum og skorað eitt mark. Af þessum leikjum hefur hann þó aðeins byrjað sex þeirra.
Athugasemdir
banner
banner