mið 01. janúar 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kulusevski í læknisskoðun hjá Juventus á morgun
Kulusevski er að ganga í raðir Juventus.
Kulusevski er að ganga í raðir Juventus.
Mynd: Getty Images
Sænski landsliðsmaðurinn Dejan Kulusevski er að ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus.

Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano segir að læknisskoðun fari fram á morgun. Hann muni svo skrifa undir samning við félagið til 2024.

Kulusevski er aðeins 19 ára gamall og er hann samningsbundinn Atalanta. Hann er á láni hjá Parma og hefur staðið sig vel á leiktíðinni. Hann er með fjögur mörk og sjö stoðsendingar í 17 leikjum með Parma.

Hann mun kosta Juventus 35 milljónir evra og mögulega munu 10 milljónir evra bætast ofan á það. Óvíst er hvort að hann klári tímabilið í Parma eða ekki.

Félagaskipti Kulusevski gætu mögulega opnað dyr fyrir leikmenn eins og Emre Can og Adrien Rabiot að fara frá Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner