Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. janúar 2020 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Vorum heppnir að tapa ekki
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Cesar Azpilicueta kom Chelsea yfir eftir tíu mínútur, en á 84. mínútu jafnaði Alireza Jahanbakhsh með stórkostlegu marki.

„Þetta var pirrandi af mörgum mismunandi ástæðum. Við hefðum getað unnið leikinn í fyrri hálfleiknum. Við vorum ekk nægilega miskunnarlausir," sagði Lampard.

„Við náðum inn marki og vorum mikið með boltann. Við náðum bara ekki að drepa leikinn."

„Við leyfðum þeim að vera inn í leiknum. Á endanum skoruðu þeir ótrúlegt mark, og við vorum heppnir að taka ekki."

„Við verðum að skoða þennan leik betur. Þetta er stig, en ég er ekki sáttur með frammistöðuna," sagði Lampard, en Chelsea er áfram í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner