Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. janúar 2020 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Moyes ánægður: Frábær úrslit
David Moyes þakkar stuðningsmönnum fyrir
David Moyes þakkar stuðningsmönnum fyrir
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var í skýjunum með 4-0 sigur liðsins á Bournemouth í dag en þetta var fyrsti leikur hans eftir að hann tók við liðinu.

Mark Noble gerði tvö mörk og þá komust þeir Sebastian Haller og Felipe Anderson einnig á blað.

„Leikmennirnir voru frábærir frá fyrstu mínútu. Þeir keyptu þá hugmynd að fá stuðningsmennina með sér í lið og þeir gerðu það," sagði Moyes.

„Ég hef ekki haft mikinn tíma til að vinna með þeim þannig ég verð að gefa leikmönnunum þetta og þá sérstaklega þeim Mark Noble og Declan Rice."

„Þetta var frábær frammistaða og frábær úrslit. Bournemouth er mjög gott lið og þeir geta sært hvaða lið sem er á góðum degi en við hefðum auðveldlega getað bætt við fleiri mörkum í dag og klúðruðum nokkrum færum en ég er samt sáttur."


Aaron Cresswell fékk að líta rauða spjaldið undir lokin en VAR ákvað að draga spjaldið til baka og gefa honum gult fyrir tæklingu á Ryan Fraser.

„Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald þar sem hann fór nokkuð örugglega í boltann. Mér fannst ekkert hættulegt við þessa tæklingu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner