Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 01. janúar 2020 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Southampton fékk ekki víti
Boltinn fór augljóslega í hendi Toby Alderweireld.
Boltinn fór augljóslega í hendi Toby Alderweireld.
Mynd: Getty Images
Southampton lagði Tottenham að velli í ensku úrvalsdeildinni og var það Danny Ings sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum urðu stuðningsmenn Southampton bálreiðir þegar liðið fékk ekki vítaspyrnu. Fyrirgjöf frá Ryan Bertrand fór augljóslega í höndina á Toby Alderweireld, varnarmanni Tottenham.

Mike Dean dæmdi ekki og var atvikið skoðað í VAR. Eftir skoðun í VAR var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

Myndband má sjá hérna.

Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings R., furðar sig á ákvörðuninni á Twitter, en VAR hefur ekki gengið sem skyldi á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner