Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Onana: Ekki auðvelt að vera svartur markvörður
Andre Onana
Andre Onana
Mynd: Getty Images
Andre Onana, markvörður Ajax í Hollandi, telur að húðlitur hans hafi áhrif á að stórt félag í Evrópu hafi ekki fest kaup á honum.

Onana er frá Kamerún en hann er uppalinn hjá Barcelona. Hann hefur verið einn öflugasti markvörður Evrópu síðustu ár en hann hefur spilað glimrandi vel með Ajax og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Ajax er að vinna hollensku deildina nokkuð örugglega þetta tímabilið en hann segir að mörg félög hafi hætt við að fá hann útaf húðlitnum.

„Það er ekki auðvelt fyrir svartan markvörð að komast á toppinn. félögin sögðu að þeir ákvörðu að kaupa mig ekki því það yrfi erfitt fyrir fylgjendur þeirra," sagði Onana.

„Það var ekki það að ég væri ekki nógu góður. Ég horfi á þetta sem hrós," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner