Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. janúar 2020 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Hjólhestaspyrna Jahanbakhsh
Mynd: Getty Images
Leikur Brighton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni endaði með 1-1 jafntefli. Jöfnunarmark Brighton var af dýrari gerðinni.

Það var varamaðurinn Alireza Jahanbakhsh sem skoraði með hjólhestaspyrnu.

Svakalegt mark, hans annað mark fyrir félagið. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 2-0 sigri á Bournemouth í síðustu viku og lýsti því sem tilfinningaþrunginni stund.

Hann er 25 ára gamall og kom til Brighton frá AZ Alkmaar í Hollandi fyrir síðasta tímabil. Hann var keyptur fyrir það sem var þá metfé, 17 milljónir punda.

Hann skoraði ekki í 24 leikjum á síðasta tímabili, en hefur nú skorað tvö mörk á þessu tímabili.

Hér að neðan má sjá glæsilegt mark hans í dag.


Athugasemdir
banner
banner