Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. janúar 2021 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carney eyðir Twitter-reikningi sínum - Fengið ljót skilaboð
Karen Carney.
Karen Carney.
Mynd: Getty Images
Karen Carney er búin að eyða Twitter-reikningi sínum eftir að hafa fengið mörg ljót skilaboð þar á síðustu dögum. Þetta kemur fram á Guardian.

Carney, sem átti glæstan leikmannaferil, var sérfræðingur fyrir Amazon Prime í kringum leik West Brom og Leeds í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Carney gaf í skyn að Leeds hefði hagnast á því að hlé var gert á ensku Championship-deildinni vegna heimsfaraldursins og það sé stór ástæða þess að Leeds sé komið í úrvalsdeildina eftir sextán ára útlegð.

Leeds skaut á Carney fyrir ummælin á opinberum reikningi sínum á Twitter og sagði í færslu að liðið hefði unnið næstefstu deild með tíu stigum. Carney gaf í skyn að Leeds hefði getað klúðrað málunum á endasprettinum út af leikstíl liðsins, en það hafi ekki gerst þar sem heimsfaraldurinn setti allt á ís í nokkra mánuði.

Leeds hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að svara Carney á opinberum vettvangi, en Carney hefur fengið mikið skítkast fyrir. Fram kemur á Guardian að skítkastið hafi aukist með hverjum deginum eftir að Leeds birti færsluna á Twitter og hefur meirihluti þeirra ljótu skilaboða sem hún fengið tengst því að hún sé kona.

Leeds er ekki búið að eyða tístinu sínu. Fjölmargir hafa sýnt Carney stuðning og þar á meðal er Megan Rapinoe, ein besta fótboltakona í heimi.



Athugasemdir
banner
banner
banner