Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. janúar 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Smith: Pogba felldi sjálfan sig
Mynd: Getty Images
Dean Smith var svekktur eftir 2-1 tap Aston Villa gegn Manchester United í kvöld en sigurmark Rauðu djöflanna kom úr vítaspyrnu á 61. mínútu.

Paul Pogba fiskaði spyrnuna en dómurinn er afar umdeildur. Smith er ekki sammála því að þetta hafi átt að vera vítaspyrna, en VAR-herbergið skoðaði atvikið án þess að breyta ákvörðun Michael Oliver dómara.

„Þegar atvikið átti sér stað hélt ég að þetta væri vítaspyrna en núna er ég búinn að sjá endursýninguna og það er augljóst að hann felldi sjálfan sig. Ég skil ekki hvers vegna dómarinn fékk ekki að skoða þetta sjálfur á skjánum, ég hélt að VAR væri til þess? Það eru grá svæði í fótbolta en ég er búinn að horfa á þetta og að mínu mati er þetta ekki vítaspyrna," sagði Smith að leikslokum.

„Við erum á frábærri siglingu á þessu tímabili og sýndum gæðin okkar með sigrum gegn Liverpool og Arsenal.

„Í kvöld vorum við ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var frábær. Við töpuðum leiknum útaf vafasamri vítaspyrnu."

Athugasemdir
banner
banner
banner