Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 01. janúar 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet mögnuð fyrirmynd fyrir alla
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir var á dögunum valin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem kona er valin þjálfari ársins hér á Íslandi, en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í Svíþjóð frá 2009 en á síðasta ári náði liðið sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Ótrúleg þrautseigja, bullandi metnaður og keppnisskapið rosalegt," sagði Mist Rúnarsdóttir þegar rætt var um Elísabetu í síðasta þætti Heimavallarins.

„Fyrir ungt fólk sem vill fara í þjálfun; 2001 er hún 24 ára og er yngsti þjálfarinn til að þjálfa í efstu deild. Hún hefur unnið allt hér á Íslandi," sagði Hulda Mýrdal.

„Hún var líka frábær yngri flokka þjálfari. Hún byrjar í grasrótinni og vinnur sig upp á eigin verðleikum," sagði Mist.

Elísabet er mikill sigurvegari og hefur gengið í gegnum margt á ferli sínum.

„Elísabet er mögnuð fyrirmynd fyrir alla," sagði Hulda en hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Elísabet hefur verið orðuð við íslenska landsliðið sem er í þjálfaraleit.

Sjá einnig:
Ætlaði að kaupa pylsuvagn og gera Val að Evrópumeisturum
Elísabet laug sig inn á fundi með auðkýfingi
Áramótabomba Heimavallarins - Glerþök mölvuð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner