Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. janúar 2021 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
England: Soucek gerði sigurmarkið gegn Everton
Soucek er kominn með 5 mörk í síðustu 10 úrvalsdeildarleikjum.
Soucek er kominn með 5 mörk í síðustu 10 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 1 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('86)

Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek er ansi markheppinn og gerði hann eina mark leiksins er West Ham lagði Everton að velli í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 64 mínúturnar í liði Everton.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem Everton var hættulegra liðið í fyrri hálfleik og West Ham í seinni hálfleik. Það gerðist ekki mikið marktækt í frekar leiðinlegum opnunarleik á nýju ári.

Soucek gerði fyrsta úrvalsdeildarmark ársins þegar boltinn féll fyrir hann innan vítateigs. Everton lagði allt í sóknarleikinn á lokamínútunum og komust gestirnir frá London nálægt því að tvöfalda forystuna á lokasekúndunum.

Lokatölur 0-1 sem er afar svekkjandi fyrir lærisveina Carlo Ancelotti í Everton. Þeir hefðu farið upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar með sigri.

West Ham er um miðja deild með 26 stig, aðeins þremur stigum minna en Everton sem er í fjórða sæti sem stendur.

David Moyes er við stjórnvölinn hjá West Ham og vann sætan sigur á sínu fyrrum félagi. Moyes stýrði Everton í ellefu ár við frábæran orðstír.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner