Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. janúar 2021 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað vegna Covid - Leikmenn Brentford mæta ferskir gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Covid veiran herjar á enska knattspyrnuheiminn þessa dagana og hefur þegar verið ákveðið að fresta tveimur leikjum í Championship deildinni sem áttu að fara fram um helgina.

Bristol City og Brentford munu ekki eigast við vegna mögulegra smita í leikmannahópi Bristol. Nokkrir leikmenn liðsins greindu frá veikindum í dag og eru einkennin lík einkennum Covid veirunnar.

Leikmenn hefðu verið prófaðir í dag en rannsóknarstofan sem sér um Covid sýni er lokuð á nýársdag. Ákvörðunin um að fresta leiknum er tekin í samráði við Brentford, sem er í öðru sæti deildarinnar. Brentford fær því nokkra auka daga í hvíld fyrir undanúrslitaleik deildabikarsins gegn Tottenham næsta þriðjudagskvöld.

Þá hefur einnig verið ákveðið að fresta viðureign Luton og QPR eftir að smit greindust í röðum Luton. Ekki er hægt að prófa leikmenn við veirunni í dag þar sem flestar rannsóknarstofur eru lokaðar á nýársdag.
Athugasemdir
banner
banner