banner
   fös 01. janúar 2021 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish til Man Utd? - Liverpool á eftir varnarmanni Lille
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Sven Botman.
Sven Botman.
Mynd: Getty Images
Isco er orðaður við Arsenal.
Isco er orðaður við Arsenal.
Mynd: FIFA
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! Hér kemur fyrsti slúðurpakki ársins.

Manchester United hefur enn áhuga á Jack Grealish (25), miðjumanni Aston Villa, og er undirbúa tilboð í hann fyrir næsta sumar. (Mail)

Miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum (30) hefur látið Liverpool vita að hann vilji skrifa undir nýjan samning en það gengur illa að ná saman um kaup og kjör. Í dag má hann byrja að ræða við önnur félög þar sem samningur hans rennur út næsta sumar. (90 min)

Liverpool hefur verið í viðræðum við umboðsmann Sven Botman (20), varnarmann Lille í Frakklandi. Búist er við því að Liverpool geri í hann tilboð í þessum mánuði. (The Transfer Window podcast)

Tottenham óttast að Hugo Lloris (34) fari til Paris Saint-Germain næsta sumar og er farið að skoða arftaka hans. Sam Johnstone (27), markvörður West Brom, og Dean Henderson (23), markvörður Manchester United, eru á óskalistanum. (Sun)

Sami Khedira (33), miðjumaður Juventus, verður samninglaus næsta sumar og gæti farið til Everton. (Mail)

Arsenal vill fá Isco (28) frá Real Madrid út þessa leiktíð en óljóst er hvort Real Madrid sé tilbúið að leyfa honum að fara. (Goal)

Sokratis Papastathopoulos (32), miðvörður Arsenal, færist nær samkomulagi við Fenerbahce. (Takvim)

Manchester United er búið að virkja ákvæði í samningi Jesse Lingard (28) og rennur samningur hans núna út sumarið 2022. (Sky Sports)

Kantmaðurinn fljóti, Daniel James (23), mun fara frá Manchester United í janúar og er West Brom líklegasti áfangastaðurinn. (Todofichajes)

Eric Garcia (19), miðvörður Manchester City, er búinn að ná samkomulagi við Barcelona um að fara þangað þegar samningur hans við City rennur út næsta sumar. Barcelona gæti reynt að fá hann í janúar. (CBS Sports)

Samningur Demarai Gray (24) hjá Leicester rennur út í sumar. Benfica í Portúgal og Roma á Ítalíu eru áhugasöm um hann. (Sun)

Umboðsmaðurinn Mino Raiola segir það ekki rétt að norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (20) muni fara frá Borussia Dortmund til Barcelona ef Emili Rousaud vinnur forsetakosningarnar í Barcelona. (90 min)

Real Madrid hefur mikla trú á því að félaginu takist að klófesta Haaland. (AS)

Chelsea ætlar að berjast við AC Milan og Nice um Mohamed Simakan (20), miðvörð Strasbourg. (Le10Sport)

West Brom vill kaupa kantmanninn Duncan Watmore (26) frá Middlesbrough. (Mail)

QPR er tilbúið að selja miðjumanninn Bright Osayi-Samuel (23) þar sem ekki hefur tekist að gera við hann nýjan samning. West Ham fylgist með. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner